Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 6

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 6
skýrslu stjórnar eftir síðasta starfsár og kom m.a. fram hjá honum að haldnir hafa verið 14 stjórnarfundir auk ýmissa annarra funda, m.a. með B.M.S.R., félagsmálaráðherra, auk þess sem stjórnarmenn voru í fræðslunefnd á vegum B.M.S.R. og nefnd er skipuð var af félagsmálaráðherra til að gera drög að reglugerð um öryggi og hlífðarfatnað slökkviliðsmanna en auk þess hefðu stjórnarmenn heimsótt slökkviliðin í Stykkis- hólmi, Siglufírði, Skagaströnd, Akureyri og Húsavík. Þá hefði stjórnin komið saman til að gefa umsögn sína um ýmis mál er henni hafa borist. Þá hafa tveir stjórnarmenn L.S.S. einnig átt sæti í ritnefnd Slökkviliðsmanns- ins. Þá sat Guðmundur Jónsson formaður ráðstefnu þá er B.M.S.R. boðaði til á síðasta vori um brunatæknilega hönnun er haldin var að Hótel Loftleiðum. Þá sendi stjórnin út undirskriftarlista þar sem mönnum var m.a. gefinn kostur á að rita nafn sitt á áskorun til félagsmálaráðherra um að B.M.S.R yrði rekin áfram sem sjálfstæð stofnun og bárust til baka um 300 undirskriftir og voru þær afhentar ráðherra ásamt bréfi frá stjórn L.S.S. Þá gagnrýndi Agúst Félag slökkviliðsmanna í Skagafirði fyrir að senda bréf til ráðherra þar sem segir að ekki hafi verið samstaða á síðasta þingi L.S.S. um ályktun þá, er send var frá þinginu um málefni B.M.S.R. Þaðkemur fram á upptöku frá þinginu að enginn greiddi atkvæði á móti ályktuninni og að hún hefði verið samþykkt samhljóða og að svona vinnubrögð væru ekki sæmandi slökkviliðs- mönnum. Þá kom fram að Höskuldur Einarsson hefði setið ráðstefnu í Gautaborg í Svíþjóð um eldvarnir og fleira, en hann fór einnig til Oslóar til að kynna sér starfsemi skóla þess, er rætt hefur verið mikið um að geti orðið fyrirmynd að skóla hér heima. Að lokum sagði Ágúst að greinilegt væri að það stefndi í rétta átt í málefnum slökkviliðsmanna og yrði næsta stjórn sambandssins að reyna að ýta á eftir þeim málum sem þjónuðu hagsmunum slökkviliðsmanna í landinu. 7. Reikningar L.S.S. og Slökkviliðs mannsins. Höskuldur Einarsson las upp reikninga blaðsins og sambandsins og kom fram að nokkur félög eru farin að bera nokkuð langan skuldahala en reikningarnir voru lagðir fram fjölritaðir og endurskoðaðir. Urðu nokkrar umræður um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins og tóku meðal annarra til máls Gísli Lórenzson, Ársæll Jónsson, Þorbjörn Sveinsson og fleiri. Síðan var skýrsla stjórnar og reikningarnir borin undir atkvæði og voru samþykkt samhljóða. 8. Onnur mál: Gísli Lórenzson frá Akureyri tók til máls og ræddi störf sín í nefnd þeirri er hann sat í á vegum félagsmálaráðherra og mikið hefur verið rætt um og kom Gísli víða við. Hann gagnrýndi harðlega þau öfl innan raða slökkviliðsmanna er sífellt væru að vinna gegn vilja flestra slökkviliðsmanna í landinu og nefndi þá sérstaklega Félag tæknimanna í brunamálum, Félag slökkviliðsmanna í Skagafirði og fleiri. Gísli taldi það alls ófært, að meðan stjórn L.S.S. væri að vinna að þeim samþykktum sem gerðar hafa verið á mörgum þingum L.S.S. væru þessir aðilar aðsenda bréf til ráðherra sem væru í andstöðu við þessa stefnu Landssambandsins og væri það slökkviliðsmönnum til vansæmdar. Þá ræddi Gísli nokkuð fræðslumál og kom fram að nefndin hefði talið að aukin menntun slökkviliðsmanna væri nauðsynleg. Einnig tóku til máls Pétur V. Ólafsson, Stefán Steingrímsson og Jónas Marteinsson, og töluðu um fræðslumál og einnig tóku til máls Höskuldur Einarsson, Þórir Gunnarsson, Sigurbjörn Jónsson, Eggert Vigfússon og fl. og ræddu um skýrslu þá er Gísli gaf og voru honum þökkuð mjög vel unnin störf. Að þessum umræðum loknum var þingi frestað en nefndarstörf hófust og störfuðu nefndir til kl. 18:30. 4 SLOKKVILIÐSMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.