Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Side 8

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Side 8
2-6 Yfirmönnumslökkviliðaá eldstað séskylt að sjá til þess að slökkviliðsmenn undir hans stjórn séu klæddir viðurkenndum göllum samkvæmt 2-2. Oryggis- og heilbrigðisnefnd skorar á stjórn L.S.S. að vinna að gildistöku þeirrar reglugerðar sem um hefur verið rætt og eftir gildistöku, að sjá til þess að kosnir verði trúnaðarmenn í hverju slökkviliði til að sjá til þess að reglugerðinni verði framfylgt. Um þessar tillögur öryggis- og heilbrigðis- nefndar urðu talsverðar umræður og var að lokum samþykkt tillaga frá Ágústi Magnússyni að vísa þessum tillögum til næstu stjórnar L.S.S. sem samræmdi síðan þessar tillögur umsögn sinni um fyrrnefnd drög. Var sú tillaga samþykkt samhljóða. Kjaranefnd. Reynir Sveinsson gerði grein fyrir störfum kjaranefndar og lagði fram eftirfarandi tillögur: 1. Að greitt verði til lausráðinna slökkviliðs- manna eftir 11. launaflokki 3 þrep vegna útkalla og æfinga miðað við kjarasamning B.S.R.B. 2. Að fastar ársgreiðslur til slökkviliðsstjóra skulu hækka í sama hlutfalli. 3. Kjaranefnd vill beina því til næstu stjórnar L. S. S. að stofnaðir verði fræðslusjóðir í hverju aðildarfélagi fyrir sig. Hlutverk sjóðsins yrði að fjármagna fræðslu félagsmanna eftir því sem fjármagn sjóðsins leyfir hverju sinni. Tekjur sjóðsins yrði aflað t.d. með því að hver félagi greiddi sem svarar 5% af sínum launum og launagreiðandi legði fram önnur 5% á móti. Einnig kæmu aðrar leiðir til greina eftir aðstæðum. Slökkviliðsmenn hafa dregist verulega afturúr í launakjörum miðað við þær stéttir er kallast geta viðmiðunarstéttir slökkviliðsmanna. Þar sem L.S.S. hefur í gegnum árin gefið út einhliða launatöflu fyrir lausráðna slökkviliðs- menn og yfirleitt greitt er eftir sér hún ekki ástæðu tilannars en að hækka þessa töflu til 6 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN samræmis við þessa viðmiðunarhópa. Um þessar tillögur urðu nokkrar umræður, en síðan voru þær samþykktar samhljóða. Laganefnd. Laganefnd lagði fram tillögur um breytingar á lögum L.S.S. og þá um kjörgengi og rétt til þingsetu. Tillögunum vísað til næstu stjórnar. Félagsmála- og fræðslunefnd: Félagsmála- og fræðslunefnd 9. þingsL.S.S. leggur til við næstu stjórn L.S.S. að hún styðji við þá stefnu sem Brunamálastofnun ríkisins hefur tekið í fræðslumálum slökkviliðsmanna, æskileg forgangsverkefni gætu verið sem hér segir: 1. Þýðing og útgáfa á kennslugögnum frá Norges Brannskole. 2. Það námskeiðahald sem B.M.S. hefur undirbúið og framkvæmt verði framhaldið og aukið. 3. Flýtt verði útgáfu nýrra reglugerða um brunavarnir og brunamál, t.d. um bensín- birgðastöðvar og hin ýmsu eiturefni. Einnig leggur félagsmálanefnd til að stjórn L.S.S. nýti blaðið „Slökkviliðsmaðurinn” til að koma fræðslu og upplýsingum til starfandi slökkviliðsmanna, og aðfélagar L.S.S. meðtaki þessa fræðslu og styðji við bak ritnefndar i þeim efnum. Kjörnefnd: Stefán Steingrímsson gerði grein fyrir störfum kjörnefndar og lagði fram lista kjörnefndar um næstu stjórn L.S.S. Sagði Stefán, að algjör samstaða hefði verið í nefndinni um lista þennann og vonast til að hann nái kosningu en listann skipa: Formaður: Höskuldur Einarsson, R.V.K. Varaformaður: Ágúst Magnússon, Selfossi Gjaldkeri: Þorbjörn Sveinsson, Hafnarfirði Ritari: Jónas Marteinsson, Keflavíkurflugv.

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.