Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 9

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 9
Frá sýningu innflytjenda á þinginu. Meðstjórnendur: Olafur Sigurðsson, Reykjavíkurflugvelli Jón Ólafur Sigurðsson, ísafirði Sigurbjörn Jónsson, Akranesi Endurskoðendur: Marinó Bóas Karlsson, Reykjavíkurflugv. Arni H. Gunnarsson, Reykjavíkurflugv. Til vara: Hörður Helgason, Reykjavíkurflugvelli. Engin önnur tillaga um menn í stjórn kom fram og var því listi kjörnefndar sjálfkjörinn við mikið lófaklapp þingfulltrúa. l^.Önnur mál: Undir liðnum önnur mál tóku margir til máls og þar á meðal Karl Taylor, Jón Armann Jónsson, Guðbrandur Bogason, Vilhjálmur Arngrímsson og fleiri og ræddu þeir m.a. fræðslumálin og einnig urðu kjaramálin mikið rædd og kom fram mikill vilji manna um nánara samstarf og einnig hvort L.S.S. ætti ekki að fara að vinna miklu meira að kjaramálum, bæði atvinnu- og lausráðinna slökkviliðsmanna. í framhaldi af þessum umræðum um kjaramál var borin fram eftirfarandi ályktun: „9. þing Landssambands slökkviliðsmanna haldið að Hótel Esju í Reykjavík dagana 3. og 4. október s.l. ályktar að kjör atvinnuslökkviliða_ í landinu hafi dregist úr hófi afturúr því sem gerist hjá þeim stéttum sem slökkviliðsmenn geta borið sig saman við. Frá sýningu innflytjenda á þinginu. Þingið leggur til, að gerð verði athugun á raun- verulegu gildi í starfi allra atvinnuslökkviliða í landinu, sem síðan yrði lagt til grundvallar í væntanlegum samningaviðræðum við viðkom- andi aðila um kaup og kjör þeirra. Þingið felur stjórn L.S.S. að styðja á allan hátt sem frekast er unnt við bakið á atvinnuslökkvi- liðsmönnum í kjarabaráttu þeirra sem framundan er.“ Þessi ályktun var rædd en síðan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Að lokum tók nýkjörinn formaður L.S.S. Hösk- uldur Einarsson til máls og þakkaði það traust er sér væri sýnt með þessari kosningu og hann hlakkaði til að takast á við þau verkefni er hans stjórnar biði. Einnig þakkaði hann þingfulltrúum góðan málflutning og góða vinnu og taldi þetta þing hefði skilað mikilli vinnu og vissi stjórnin nú að hún hefði stuðning flestra slökkviliða í landinu og gæti þar af leiðandi starfað af alefli að þeim málum sem þingið hefði skilað af sér. 14. Þingslit. Þórir Gunnarsson þingforseti tók að síðustu til máls og þakkaði fulltrúum góða þingsetu og góðan málflutning og óskaði fulltrúum góðrar heimferðar og heimkomu og sleit síðan þessu 9. þingi L.S.S. Þessi grein er aðeins úrdráttur úr fundargerð en ekki er hægt að birta hana hér í heild vegna pláss- leysis. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.