Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Side 33
opinberar tölur sýna miðað við reynslu annarra.
Eg er ekki að reyna að leiða að því rök að þáttur
brennuvarga í brunatjóni sé eins ríflegur og hjá
bandaríkjamönnum eða öðrum þjóðum, heldur
hitt að full ástæða er til að gefa þessum þætti í
brunamálum töluvert meiri gaum.
Ikveikjur eru nær alltaf af mannavöldum, oftast
sökum gáleysis og eða þekkingaleysis í umgengni
uni hluti. Aðstæður sem valdið geta íkveikju eða
beinlínis viljandi kveikt í vegna einhverra
mannlegra eða ómannlegra hvata eða vítavert
Sáleysi, og þá er atvikið orðið sakamál. Þátt
brennuvarga ræðum við síðar en spáum nánar í
hinn.
Mjög æskilegt er að allir eldar séu rannsakaðir
°g gerðar skýrslur um öll atvik sem máli skipta,
skýrslur síðan sendar aðila sem safnar þeim og
vinnur úr þeim þær upplýsingar sem að gagni
mættu koma. Brunamálastofnun ríkisins væri
eðlilegasti aðili hér á landi til að vinna úr slíkum
skýrslum. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem
birtast í umræddum skýrslum og auðvitað
reynslu annarra er síðan hægt að byggja
raunhæfar reglugerðir um eld og eldvarnareftirlit
miðað við íslenskar aðstæður.
Þau atriði sem þarf að grennslast fyrir um við
brunarannsóknir til að sem mest gagn fáist af eru:
1. Hvað olli íkveikjunni?
2. Hvers vegna?
3. Hver ber ábyrgð á atvikinu?
4. Hvernig kviknaði í?
5. Hvaða aðstæður ollu útbreiðslu?
6. Hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja
endurtekningu annars staðar?
7. Hver var skaðinn?
Erfíðasta atriðið við að eiga er venjulega það
fyrsta - orsökin - því í flestum tilfellum eyðir
eldurinn þeim sönnunargögnum, sem fyrir hendi
voru. Því er mjög oft djúpt á þeim
firesnow og
ginge
SLÖKKVITÆKI
Þurrdufts-
Froðu-
Vatns-
Kolsýru-
09
Halon-
tæki
Sjálfvirk slökkvikúla
5,4 kg halon
opnast við 74°C
Reyk
skynjarar
Örunaboðar
Brunateppi
Brunaslöngur
1 1/2”,2”
Nælon með gúmí
innleggi
STORZ-SLÖNGUTENGI
STORZ-Y-TENGI
STORZ-BOTNSIGTI
SLÖNGUKLEMMUR
nota hinir vandlátu.
Stærðirfrá 1/4” til 12”
Einnig ryðfríar.
Brunaaxir
Skaft: 95 sm, 2150 g
Skaft: 40 sm, 650 g
Ananaustum
Sími 23855
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 31