Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Side 18

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Side 18
liða er ekki heimil, nema ákvæðum í 3. gr. sé fullnægt. 2.5. Innan 5 ára frá gildistöku þessarar reglu- gerðar skal allur hlífðarfatnaður slökkvi- liða fullnægja ákvæðum hennar. (Reglugerð þessi er sett skv. lögum nr. 55/1969 um brunavarnir og bruna- mál). Umsögn L.S.S. Eftirfarandi breytingar verði gerðar á fyrsta kafla: 1.1. í samræmi við reglugerð um brunavarnir og brunamál nr. 269/1978 gr. 5,6,7 er sala reykköfunartækja háð samþykki Bruna- málastofnunar ríkisins. Öll reykköfunartæki í landinu skulu vera viðurkennd af B.M.S.R. 1.2. Seljanda (innflytjanda) slíkra tækja og tilheyrandi búnaðar er skylt að láta Bruna- málastofnun í té lýsingu á íslensku af tækj- unum, áður en til sölu kemur. Stofnunin skal skrásetja öll slík tæki og sjá til þess að spjaldskrá yfir þau sé sífellt í góðu lagi. 1.6. Þegar hætt er notkun reykköfunartækja af einhverjum ástæðum, skulu þau send Brunamálastofnun eða prófunarstöðinni, og skulu þau þar merkt á viðeigandi hátt sem ónothæf til reykköfunar enda sé reglubundinni skoðun lokið, og síðan send viðkomandi slökkviliði. 1.8. Reykköfunartæki skal ávallt geyma á þurrum stað í lokuðum skáp. 1.12. Óheimilt er að setj a til reykköfunarstarfa í slökkviliðum aðra en handhafa slíkra skírteina. 1.14. Ekki skulu fara færri en tveir reykkafarar 16 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN saman inní eld eða reyk. Skal a.m.k. einn úr reykkafarahóp búinn talstöð eða öðru fullnægjandi viðvörunartæki er gefur til kynna staðsetningu hans ef hann þarfnast aðstoðar við starf sitt. 1.11. Þar bætist við: Undanþágu má veita frá þessum aldurstakmörkunum með sér- stakri umsókn til B.M.S.R. og mun fylgja henni læknisvottorð ásamt umsögn slökkviliðsstjóra um hæfni viðkomandi. Að komið verði á árlegri læknisskoðun fyrir þá menn er starfa við reykköfun. 2.1. Eftirfarandi breytingar verði gerðar á öðrum kafla: Sveitarfélög sem hafa slökkvilið, samkvæmt lögum nr. 55 frá 1969 um brunavarnir og brunamál, skulu sjá slökkviliðsmönnum fyrir hentugum hlífðarfatnaði til nota við slökkviliðsstarf. Avallt skal vera til reiðu ákveðinn fjöldi hlífðarbúninga samkv. reglum er Bruna- málastofnun ríkisins setur hverju slökkviliði. Þessi grein þarf einnig að ná yfír þau slökkvilið sem rekin eru af öðrum sveitar- félögum s.s. Isal, Aburðarverksmiðjunni, Varnarliðinu og fleirum. Svona eiga hlífðarkápur slökkviliðsmanna „ekki að vera”.

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.