Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 11

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 11
Fréttir frá stjórn L.S.S. Frá því síðasta blað af Slökkviliðsmanninum kom út hefur stjórn L.S.S. unnið að ýmsum mál- unt og er það markverðasta að samin hafa verið drög að reglugerð um reykköfun og hlífðarfatnað slökkviliðsmanna. Þessi drög voru samin af Höskuldi Einarssyni núverandi form. L.S.S. og Guðmundi Magnússyni verkfræðingi en Arnmundur Backmann aðstoðarmaður félags- málaráðherra hafði falið þeim að semja þessi drög eftir að hafa fengið heimsókn frástjórn L.S.S. þar sem honum voru kynnt og sýnd bæði reykköfun- artæki sem send höfðu verið til viðgerðar og einnig hlífðarkápur sem höfðu bráðnað og brunn- ið á slökkviliðsmönnum við slökkvistörf. Drög þau sem nú liggja fyrir hafa verið send út til umsagnar en það hefur valdið vonbrigðum bæði okkar og brunamálastjóra hve fáar umsagnir hafa borist og viljum við hvetja þá sem enn eiga eftir að skila inn umsögnum sínum að gera það sem allra fyrst en þessi seinagangur tefur framgang máls- ins óþarflega. I sumar hefur stjórn L.S.S. gert talsvert að því að heimsækja slökkvilið út um land bæði formlega og óformlega. Heimsótt slökkviliðin á Skagaströnd Siglufirði, Akureyri, Akranesi og síðast en ekki síst á Húsavík en þar var haldinn fundur og einnig var haldin æfing og gafst þá stjórnarmanni L.S.S. að fylgjast með æfíngunni og var það sérlega fróðlegt og skemmtilegt. Vonast stjórnin til að framhald geti orðið á þessum heimsóknum en til þess þurfum við að fá vitneskju um væntanlegar æfingar eða fundi í félögunum og getum við í stjórn L.S.S. gagnrýnt bæði stjórnir aðildarfélaganna og slökkviliðanna fyrir slælegt upplýsingastreymi til stjórnar L.S.S. En vonandi stendur það til bóta. A fundi sem stjórn L.S.S. hélt með brunamála- stjóra nú nýlega var ákveðið að koma af stað fund- um um landið með stjórnendum slökkviliða, for- mönnum aðildarfélaganna, stjórn L.S.S. og brunamálastjóra og verður fyrsti fundurinn haldinn á Akureyri í nóvember og verð- ur hann fyrir slökkviliðin á norðurlandi og fljótlega þar á eftir verður haldinn fundur á suðurnesjum og svo koll af kolli þangað til að flestum slökkviliðum hefur verið gefið tækifæri á að sitja þessa fundi. Megin tilgangur þeirra er að fá upplýsingar hjá slökkviliðunum hvað helst er ábótavant hjá þeim og einnig að kynna það sem stjórn L.S.S. erog hefur verið að starfa undanfar- ið, einnig mun brunamálastjóri geta skýrt frá störfum og stefnu B.M.S.R. Vonumst við ístjórn L. S. S. til að þessir fundir geti orðið bæði gagnleg- ir og fróðlegir og auki upplýsingastreymi milli þeirra aðila er fundina sækja. Eins og fram kemur í grein annars staðar í blaðinu fór einnig einn stjórnarmaður á ráðstefnu í Gautaborg í Svíþjóð á vegum L.S.S. en trygg- ingarfélögin styrktu hann mjög ríflega til þeirrar farar. í þeirri ferð var einnig Norski brunavarða- skólinn heimsóttur og kom þeim aðilum er hann kynntu sér saman um að þarna væri hentugur skóli fyrir okkur. Á síðasta þingi kom fram hjá brunamálastjóra að fengist hefði heimild til þýðingar á öllum kennslugögnum skólans og hefur stjórn L.S.S. ákveðið að fylgja því máli vel eftir og hefur hún samþykkt að styðja við bakið á Brunamálastofnun í stefnu hennar í fræðslumál- um slökkviliðsmanna. Af öðrum málum er stjórn L.S.S. hefur unniðí er m.a. að yfirfara og gefa umsögn sína um drög að reglugerð um lágmarksútbúnað slökkviliða og vatn til slökkvistarfa og hefur stjórnin ekki enn getað skilað inn umsögn sinni en mun gera það von bráðar. Einnig hefur stjórnin fylgst með mál- um Sigurðar Magnússonar á Egilsstöðum og einnig málum Starfsmannafélags slökkviliðs- manna á Kefiavíkurflugvelli en í hvorugu tilfell- inu var farið fram á aðstoð L.S.S. Þá hafa kjaramál slökkviliðsmanna verið mjög í brenni- depli og hefur stjórnin þar verk að vinna og hefur þegar verið hafist handa í þeim efnum og viljum SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.