Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Page 20
Fræðslusjóður
Eins og framkemur ígrein fráþingi L. S. S. var
samþykkt tillaga frá kjaranefnd að næsta stjórn L.
S. S. beitti sérfyrir því að stofnaðir yrðu fræðslu-
sjóðir í hverju aðildarfélagi fyrir sig. Stjórn
L.S.S. vill því hér með beina því til stjórna
aðildarfélaganna að þeir kanni hvort möguleiki og
áhugi sé á stofnun slíkra sjóða. Til að auóvelda
mönnum sem áhuga hafa viljum við hér með birta
drög að reglugerðum fyrir slíka sjóði en að
sjálfsögðu getur hvert félag samið sína reglugerð.
M
L gr.
Sjóðurinn heitir Fræðslusjóður Félags
Slökkviliðsmanna á----------Heimili hans og
varnarþing er í-á--------
2. gr.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja bæði félagið
og félagsmenn til að afla sér fræðslu og kynnast
nýjungum í vinnubrögðum við slökkvistörf t. d.
með kynnisferðum bæði innanlands og utan og á
annan þann hátt er að gagni gæti komið.
3. gr.
Tekjur sjóðsins eru eftirfarandi til dæmis: 1)
tillag slökkviliðsmanna 5 % af launum og á móti
kemur 5% tillag frásveita-bæjar eða hreppsnefnd.
2) gjafir. 3) aðrir þeir fjármunir er til falla. 4)
vextir. Sjóðinn skal ávaxta á hæstu mögulegum
vöxtum.
4. gr.
Stjórn sjóðsins skipa 3 menn. Slökkviliðsstjóri
er sjálfskipaður formaður sjóðsins en aðrir
stjórnarmenn skulu kosnir á aðalfundi félagsins.
5. gr.
Sjóðurinn hefur sjálfstætt reikningshald og
skulu reikningar hans miðast við almanaksárið.
Endurskoðandi félagsins endurskoðar reikninga
sjóðsins, og skulu þeir lagðir fyrir aðalfund.
Stjórn L.S.S. er að sjálfsögðu tilbúin til að
veita nánari upplýsingar og aðstoða félögin við að
stofna þessa sjóði eftir bestu getu.
En nú þegar eru tvö aðildarfélög með slíka s jóði
og hafa þeir gefist mjög vel. srj6 r c S
•Höfum til sölu sumarhús af ýmsum
stærðum
•Lönd undir sumarhús á einum fegursta
stað, miðsvæðis í Borgarfirði.
•Ýmsar byggingavörur, verkfæri, búsá-
höld, reykskynjarar, slökkvitæki.
Trésmiðja Sigurjóns og Þorbergs hf.
Þjóðveg 13 - 300 Akranes - Símar: 93-1722 & 93-2722
18 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN