Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 24

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 24
 Séð inn í tækjabíl. björgunartæki í lélegum og þröngum timburskúr. Þvi bar fljótlega á góma að byggja þyrfti nýja slökkvistöð, en það var gert árið 1950 og var það myndarhús fyrir 3 slökkvibíla. 1953 fær slökkviliðið aðra slökkvibifreið og er það bíll mað háþrýstidælu, og er þetta fyrsti háþrýsti-slökkvibíllinn í eigu íslendinga. Árið 1965 fær slökkviliðið 12 m hjólastiga sem tengja má aftan í slökkvibílana og með tilkomu hans jókst mikið björgunaröryggi og eins getur hann verið nauðsynlegur við slökkvistörf. Þetta ár fengum við einnig afkastamikla dælu sem sett var á vagn. 1970 fær slökkviliðið svokallað símaútkall, sem hefur reynst mjög vel og hefur það skapað mikið öryggi, enda hefur það flesta kosti fram yfir sírennu útkallið, sem reyndist ákaílega illa sérstaklega ef eitthvað var að veðri. 1972 kemur svo þriðji slökkvibíllinn, sem er með afkastamiklum dælum og er önnur laus, þannig að nokkrir menn geta tekið hana og borið 22 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN hana að vatnsbóli þótt bíllinn komist ekki þangað. Er þessi bíll nú hentugasta tækið okkar til að sinna útköllum í nágrannasveitirnar, en slökkvilið Akraness sér um brunavarnir í hreppunum sunnan Skarðsheiðar eða nánar tiltekið frá Höfn í Melasveit og inn í Hvalfjarðarbotn. I september 1973 fær slökkviliðið svo kallað millifroðutæki, en það er slökkviefni sem hefur valdið mikilli byltingu í slökkvitækni. Á þessu má sjá að slökkvilið Akraness býr allvel að tækjum og búnaði miðað við stærð bæjarins, þó alltaf vanti eitthvað. 1979 er slökkvistöðin stækkuð mikið, var orðið mjög þröngt í slökkvistöðinni og engin fundaraðstaða, en í nýja hluta er rúm fyrir 2 slökkvibíla, fundarsalur fyrir 30 menn, böð og snyrtingar. Er þessi aðstaða nú orðin mjög góð og ætti að vera fullnægjandi næstu árin. Þetta sama ár fáum við nýjan tækjabíl sem er hið mesta þarfaþing. Við eigum von á nýjum fullkomnum slökkvibíl á fyrri hluta næsta árs og verða bílarnir þá orðnir 5. Fyrsti slökkvistjóri var Teitur Stefánsson, trésmíðameistari, var hann frá 1935 - 1938, þá er Jóhann Guðnason, húsasmíðameistari til 1953 þá tekur Finnur Árnason, húsasmíðameistari við til 1964. Þá er Stefán Teitsson, húsasmíðameistari skipaður og er hann starfandi enn. Núverandi varaslökkvistjórar eru Ársæll Jónsson, húsa- smíðameistari og Sigurbjörn Jónsson, húsgagna- smíðameistari. Allir þeir, sem fyrst voru skipaðir í slökkviliðið eru nú hættir störfum í slökkviliðinu sjálfu, en þó er einn þeirra starfandi með okkur ennþá þótt hann sé ekki starfandi sem slökkviliðsmaður, heldur er hann starfsmaður slökkviliðsins og eftirlitsmaður eldfæra hér í bæ, er þetta Guðjón Bjarnason, á hann því óslitið 46 ára starf með slökkviliðinu á Akranesi og ber að þakka honum það. Akranes hefur ekki farið var hluta af eldsvoðum frekar en önnur byggðalög. Útköll hjá okkur eru venjulega 10- 15ááriogmáþaðteljastvelsloppið í svo stóru byggðarlagi. Stefán Teitsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.