Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 26

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 26
AKRANES Norðan við mynni Hvalfjarðar gengur nes út í Faxaflóa, sem nefnt er Akranes. Akrafjall stendur á miðju nesinu, sem annars er láglent og gróður- sælt. Nafnið er dregið af kornrækt og akurlendi. I heimildum er greint frá því að strax árið 1000 er sótt korn á Akranes. Jafnvel er talið að korn frá Akranesi hafi verið flutt út á 14. öld. Akuryrkju Skagamanna má vafalaust rekja til góðra land- kosta og veðurskilyrða fyrr á öldum og enn í dag eru landkostir ágætir og veðurfar gott. SÖGULEGT YFIRLIT Akranes var numið á síðari hluta landnámsald- ar af tveimur írskum bræðrum er hétu Þormóður og Ketill Bresasynir. í landnámi þeirra tóku fleiri írskir menn sér bólsetu. Hér á Akranesi, Kjalar- nesi og í Botni í Hvalfirði reis kristin írabyggð, sem er sérstæð í landnámssögu íslands. Virðast írarnir með nábýli hafa leitað stuðnings hvors annars gagnvart hinum heiðnu norrænu landnemum. Ásólfur Alskik var dóttursonur Ketils Bresa- sonar. Hann kom til landsins austur áfjörðum, en settist að undir Eyjafjöllum, þar sem Ásólfsskáli heitir. Þau undur fylgdu honum, að hvar sem hann kom voru öll vötn full af físki. Eyfellingar vildu ekki hafa svo fjölkunnugan mann nálægt sér og hröktu hann á brott. Hann settist að á Kirkju- bólstað á Akranesi í skjóli frænda sinna og sagt er að fískisæld hans hafí síðan fylgt Akurnesingum. Skipakostur hefur sennilega alltaf verið tals- verður. T.d. greina heimildir frá því, er Snorri Sturluson fór stefnuför á Seltjarnarnes, kom ríðandi til Akraness, fékk þar tvær ferjur og hafði 40 manns á hvorri. Ferjuleið Akraborgarinnar er því ekki alveg ný af nálinni. Um miðja 17. öld hóf Brynjólfur Skálholts- biskup, stórútgerð á Skipaskaga. Hann eignaðist mikið af Skaganum, sem var jörð á ysta tanga Akraness neðan núverandi Merkigerðis, sem er gata er liggur að vestan og sunnan við Sjúkrahús Akraness. Við þessa jörð eru Akurnesingar oft kenndir og kallaðir Skagamenn. Margs er að minnast úr sögunni. Hér skal nefnt eitt dæmi frá þeim tíma er svartnætti dönsku einokunarverslunarinnar grúfði yfír landinu. Jörðin Reynir eða Reyn, er suðvestanvert við Akrafjall. I jarðabók frá 1706 kemur fram, að þá bjó þar stórbóndinn Jón Hreggviðsson og átti m.a. tvö tveggjamannaför og áttæring. Jón gerðist sekur um smá þjófnað, sem var alvarlegt afbrot á þeim tíma og var dæmdur til lífláts. Áður en sú athöfn varð framkvæmd, gerðu þeir sér glaðan dag hann og böðullinn og lauk gleði þeirri á þann hátt að Jón drap böðulinn í ölæði, strauk og gerði yfírvöld gráhærð fyrir tímann. Jón var talinn með betri bændum samkvæmt heimildum. Smám saman rofaði til. Akranes varð löggilt- ur verslunarstaður 1864. Fyrsti mótorbáturinn kom 1903 og kaupstaðarréttindi fékk Akranes 1942. Réttindi þessi náðu þó ekki til Akraness alls, heldur sveitarfélagsins, sem er yst á nesinu og hét 24 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.