Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Síða 30

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Síða 30
KÁTIR VORU KARLAR Akraborgin kl. 10 laugardagsmorguninn 31. október. Hópur slökkviliðsmanna af Keflavíkurflugvelli alls 23 manns gengur um borð, fljótlega verður vart tveggja blaðasnápa frá Landssambandi slökkviliðsmanna. Eins og augljóst er, er ferðinni heitið til Akraness, tilgangurinn er að heimsækja slökkvi- lið Akraness. Allt frá því í októberbyrjun hafði verið gælt við þá hugmynd að heimsækja eitthvert slökkviliðið í grendinni, minnugir þess að aðrar heimsóknir okkar til annarra slökkviliða færðu okkur ekki bara ánægjuna af að hitta og ræða við starfsfélaga okkar, heldur einnig ómældan fróðleik um viðkomandi stað og starfsaðstöðu slökkviliðs- manna þar. Um það leyti sem Akraborgin lagði að bryggju, var svipast um hvort einhver kunnugleg andlit sæust, ekki bar á öðru, þarna voru Stefán, Ársæll og Þórhallur mættir auk fleiri slökkviliðsmanna til móttöku okkar. Er gengið var frá borði urðu fagnaðarfundir, því margir okkar þekktust frá fyrri tíma. Var okkur skipt niður í bíla félaga okkar og ekið sem leið lá í byggðarsafn Akraness og dvalið þar næsta klukkutímann. Óhætt er að segja að byggðarsafn Akraness er til fyrirmyndar og mikil vinna hefur verið lögð í söfnun muna frá fyrri tíð. Hádegisverður var snæddur að Stilliholti og var okkur síðan ekið vítt um bæinn, sagt frá og sýndir þeir staðir þar sem eldsvoðar höfðu átt sér stað. Aðeins var degi tekið að halla er komið var í slökkvistöð Akraness og þvílík slökkvistöð. Björt, rúmgóð og hreinleg með afbrigðum, slökkvibílar allir í góðu standi, greinilegt að umsjónarmaður hússins situr ekki aðgerðarlaus. í slökkvistöðinni var boðið upp á kaffi og bakkelsi. Ræddust menn þar við í bróðerni, skipt- ust á skoðunum og sögðu frá reynslu sinni. Kl. 5.30 lagði Akraborg frá með ánægða slökkviliðsmenn, ánægða vegna þess hve ferðin tókst vel, ánægða vegna þessa tækifæris að fá að kynnast félögum okkar af Skaganum. Við kunnum slökkviliðsmönnum Akraness bestu þakkir fyrir móttökuna, vonandi hafið þið tækifæri til að líta við hjá okkur bráðlega. Akraborgin nálgast Reykjavík, frá borði hljóm- ar kröftugur söngur. „Og allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó“. Karlakór Akraness átti ekki leið til Reykjavíkur þennan dag. K arl T*QTr1/>r Félagar í S.S.K. fyrir framan Byggðasafn Akraness. 28 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.