Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Síða 34
sönnunargögnum sem leitað er að og finnast þau
ekki án langrar og vandasamrar athugunar.
Reynslan hefur sýnt að slökkviliðsmönnum er
gjarnt á að kveða upp úr um orsök íkveikju án
hreinna og klárra sannana. Hér virðist vera
eðlislæg tregða á að viðurkenna að maður er ekki
viss, auk þess að tímaþröng gefur ekki tækifæri til
þess að eyða þeim tíma sem til þarf til að komast
að raunverulegum orsökum og finna sannanir
fyrir þeim. I staðinn eru fljótfærnislegar getgátur
oft látnar gilda án rökstuddra sannana.
Uppáhalds orsakir sem gjarnan er gripið til þegar
ekki er augljós orsök fyrir hendi.
1. Rafmagn: ruslakistan. Rafmagni er mjög oft
kennt um því það er svo handhægt, en í raun
þekkja fáir til eðli rafmagns aðrir en rafvirkjar.
Mjög oft brennur einangrun af rafleiðslum og
tækjum í bruna og þá orsakast útleiðsla sem gæti
litið út við fyrstu sín sem orsök eldsins.
2. Sjálfsíkveikja. Slökkviliðsmönnum er kennt að
sjálfsíkveikja orsakist í olíublautri tusku sem
geymd er í lokuðu íláti. Staðreyndin er raunar sú
að slíkt er töluvert langsótt.
3. Neistar frá kynditæki.
4. Óvarleg meðferð sígarettu eða tóbaks. Líklegt
er talið að sígarettum sé kennt um fleiri elda en
sanngjarnt er.
Ekki má skilja orð mín svo að þessir þættir valdi
ekki ívkeikju heldur er ég að benda á hitt að menn
ættu ekki að gefa út yfirlýsingar um þessa hluti
nema full vissa sé fyrir hendi. Nú er bruna-
rannsóknum hér á landi þannig háttað að ef ekki
liggur fyrir hvað olli íkveikju þá er Rannsóknar-
lögregla ríkisins kölluð til, á þeirra vegum er fólk
sem er sérþjálfað í rannsóknum allskonar. Ég tel
að til þeirra ætti að leita mikið oftar en raun ber
vitni. Eldvarnareftirlitsmenn eiga mjög brýnt
erindi á vettvang brunarannsókna, þeir og
yfirmenn slökkviliða gera frumrannsókn og kalla
til lögreglu ef þörf er talin á. Umfram allt þarf
frumrannsóknin að vera framkvæmd á skipulegan
hátt og strax eftir að slökkvistarfi er lokið eða
jafnvel fyrr ef mögulegt er. Stjórn rannsóknar
þarf að vera á einni hendi. Röð rannsóknar ætti að
vera sem næst í þessari röð.
32 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
1. Slökkvistöð. Hver tilkynnti eldinn og hvenær
og hvað sagði viðkomandi?
2. Vitni. Hver varð eldsins fyrst var, hvað sa
hann, t.d. lit á reyk, hvar sást reykurinn,út um
hvaða glugga eða hurðir, sá viðkomandi eldtung-
ur, hvar, hvernig litar?
3. Slökkviliðsmenn. Klukkan hvað komu þeir’
veður og vindátt, hvar sást reykur, litur, hvernig
var aðkoma, voru gluggar eða hurðir opnar eða
brotnar, hvar sást eldur, litur, magn miðað við
brunamat, tóku þeir eftir grunsamlegum
mannaferðum frá brunastað eða í hópi áhorfenda?
4. Athuga húsnæðið sem brann, byrja utanhúss,
veggi, glugga, hurðir,þök, brunaferlar, hvar mest
og hvar minnst.
5. Þá skal fyrst fara inn og rekja sig eftir bruna-
ferlum frá þeim stöðum sem þeir eru minnstir að
meiri og bera saman ferla utanhúss og innan.
6. Að lokum er maður kominn að því svæði
innanhúss sem mest er brunnið. Þar eru bruna-
ferlar vandlega rannsakaðir og venjulega er hægr
að rekja sig niður að þeim stað sem upptökin áttu
sér stað.
Þessi röð atvika gengur nokkuð vel fyrir sig og
er auðrötuð, nema þegar kemur að 6. atriðinu, þa
er alltof oft búið að gjörbreyta öllum aðstæðum
frá því sem var áður en kviknaði í vegna
aðgangs í slökkvistarfinu sjálfu. Húsgögn og
flestir munir komnir út á hlað, jafnvel búið að
þrífa alla ösku og rusl út úr húsinu. Þeir aðilar sem
eiga að framkvæma nákvæma rannsókn á íkveikju
koma því miður oftast að staðnum eins og lýst er
hér að framan. Slíkar aðgerðir torvelda ekki
aðeins allar rannsóknir, heldur jafnvel beinlíms
valda því að ómögulegt er að rekja sig áfram og
komast að niðurstöðu. Þeir aðilar sem stjórna a
brunastað þyrftu að hafa þessi atriði í huga þegar
verið er að ganga frá eftir slökkvistarf. Ennfremuf
slökkviliðsmenn, þegar þeir þurfa að færa
einhverja hluti úr stað, að setja á minnið hvar og
hvernig þeir voru áður. Ef við frumrannsókn
kemur í ljós að um grunsamlega íkveikju er að
ræða eða ekki ljóst hvers vegna, sérstaklega ef
orðið hefur slys af völdum brunans, þá þarf að
kalla á lögreglu sem allra fyrst, ganga frá ölluU1