Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Side 36
aðstæðum eftir föngum eins og var er kviknaði í,
alls ekki þrífa gólf eða annað og loka staðnum fyrir
öllum utanaðkomandi, jafnvel eigendum. Þetta
atriði getur verið erfitt í framkvæmd, sérstaklega
gagnvart eigendum, og verða menn að gera það
upp við sig hversu alvarlegs eðlis málið er hverju
sinni. Finnist á eldstað sönnunargögn sem vekja
grun um íkveikju þarf að meðhöndla slíka hluti
sem allra minnst, helst að hreyfa þá ekki nema í
viðurvist vitna, helst lögreglu, og taka af þeim
myndir eins og þau fundust.
Nokkur atriði um eðli bruna:
Frá sjónarhóli brunarannsókna má flokka elda í
tvennt, þ.e. logaeldar og glóðareldar. Logaeldar
kallast þegar logatungur eru fyrir hendi, en til að
slíkt geti átt sér stað þarf nægilegt súrefni. Flestir
eldar eru af því tagi, og geta byrjað, brunnið og
slokknað sem slíkir eða geta breyst í glóðareld og
öfugt, glóðareldar geta orðið að loga. Glóðar-
eldar aftur á móti hafa þau einkenni að logi sést
ekki, t.d. bruni viðarkola, hlöðubrunar, bruni 1
uppstoppuðum húsgögnum sem kviknar fra
sígarettu byrjar gjarnan sem glóðarbruni en
breytist síðan í loga. Mikilvægt atriði í bruna-
rannsóknum er að vita hvað var að brenna. Flest
efni ^ „a á mismunandi hátt. Þekking á hvaða
litur á loga og reyk fylgir hinum mismunandi
efnistegundum bendir mönnum strax í vissa átt,
t.d. ef svartur reykur kemur frá eldi í húsnæði þar
sem normalt er efni sem gefur frá sér gráan reyk
við bruna.
Eftirfarandi er smá tafla yfir venjuleg efni og loga og reyklitir sem eru samfara bruna þeirra:
EFNI LOGI REYKUR
1. Olíuefni: plast, gúmmí dökkur orange eða rauður svartur
2. Föst efni: viður, pappír, vefnaður mildur orange eða gulur grár
3. Málmar hvítur hvítur
4. Gas, alcohól blár eða ósýnilegur enginn
5. Kemisk efni: flestar tegundir hvítur hvítur
Þess ber að geta að þessi litaröð er ekki óskeikul
því vissar aðstæður geta breytt henni, en
upplýsingar um liti loga og reyks geta styrkt aðrar
upplýsingar sem finnast á vettvangi.
Ávallt þegar eldur er laus leitar hiti og reykur
frá honum til lofts og leggur hvort tveggja fram út
um hurðir og glugga eða einhver önnur op ef þau
eru fyrir hendi. Þessi hreyfing hitaog reyks skilur
ávallt eftir sig vissa ferla og má mjög oft rekja sig
að upptökum eftir þeim. I lokuðu herbergi sem
eldur hefur logað í sést t.d. á veggmyndum eða
einhverjum ójöfnum á veggjum hvernig hiti og
reykur hefur leikið um neðri brún rammans eða
ójöfnu neðan frá, þeim megin herbergisins sem
upptökin áttu sér stað, síðan liggur straumurinn
eftir lofti, ljósakróna myndi sýna glögglega hvoru
megin hitastreymið sótti að henni og þegar kemur
að vegg hinumegin herbergis er straumurinn
34 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
niður, sem sést glöggt á myndarömmum eða
ójöfnum en það er þá meira kolað að ofan en
neðan. Ennfremur sést oft glögglega hvernig hiti
og reykur hefur streymt fram hjá horni á vegg upp
við loft, en þá er sótferillinn alveg í kverkinni eld-
megin en víkur frá kverkinni fyrst þegar kemur
fyrir hornið..Þá má lesa út úr brunaferlum hvort
um var að ræða logaeld eða glóðareld. Ferlar eftir
logaeld uppvið vegg líta út líkt og „V“ í laginu á
veggnum með oddinn í átt að upptökunum en
hallandi til beggja hliða uppávið. En aftur eru
ferlar við sömu aðstæður eftir glóðareld öfugir
þ.e. „V” á hvolfi, breiðast neðst en hallandi hvor
hlið að annarri upp á við.
Ekki er óalgengt að eldur byrji sem glóðareldur
og myndast þá öfugt V en breytist síðan i logaeld
og myndast þá rétt V ofan í hlið fyrra þannig að
útkoman verður einskonar „X”.