Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Qupperneq 40

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Qupperneq 40
UR DAGBOK NORÐURLANDAFARA AÐDRAGANDINN Það var í ágústmánuði sem umræður hófust um hvort senda skyldi fulltrúa L.S.S. á brunatækni-ráðstefnu í Gautaborg þann 7.-10. september. í umræðum stjórnar þótti ekki þessi ráðstefna ein sér nægilega áhugaverð til að leggja í þann mikla kostnað sem er samfara því að senda fulltrúa erlendis og því málið tekið útaf dagskrá að sinni. Eitt sinn er undirritaður átti síðan viðræður við brunamálastjóra, barst þessi ráðstefna í tal og kom m.a. fram þar að brunamálastjóri hyggðjst sitja hana. Ræddum við um gagn sem við mættum hafa af svona ráðstefnum yfirleitt, uppúr þeim viðræðum spannst að ekki væri vitlaust að reyna að kynnast framámönnum í skólamálum hinna norðurlandanna og vorum við nokkuð sammála um að Noregur og norski brunaskólinn myndi standa okkur næst enda töldum við að mesta áhersla skyldi lögð á að ná sambandi við forráðamenn hans. Lagði ég síðan málið fyrir stjórn L.S.S. og lýsti þeim áhuga mínum og brunamálastjóra að L.S.S. sendi fulltrúa á ráðstefnuna og að heimsækja norska brunaskól- ann og jafnvel reyna að ná samningi við þá varðandi bréfaskólann og fleiri gögn skólans. Ræddi stjórnin mál þetta vítt og breitt og komst að þeirri niðurstöðu að þetta tækifæri til að koma fræðslumálum slökkviliðsmanna á skrið væri of gott til að sleppa því. Akvað stjórnin því að senda einn fulltrúa, þó með fyrirvara um að útvegun á styrkjum væri nægjanleg. Með hjálp tryggingafélaganna tókst að útvega nægilegt fé til að réttlætanlegt væri að senda þennan fulltrúa L.S.S., sem reyndist svo eftir ákvörðun stjórnar vera undirritaður. Ber að þakka hve vel tryggingarfélögin reynast ávallt L.S.S. þegar við leitum til þeirra i þessum „betli- leiðöngrum“. Til viðbótar við okkur Þóri 38 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN Hilmarsson brunamálastjóra voru væntanlegir til Svíþjóðar- og Noregsfarar, þeir Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri í Reykjavík, Eggert Vigfússon, slökkviliðsstjóri á Selfossi og Gísli Kr. Lórenzson, varaslökkviliðsstjóri, Akureyrb „aldeilis tigið lið og harðsnúið“. FERÐIN Sunnudagurinn 6. 9. rann upp og eldsnemma um morguninn vorum við ferðalangarnir allir (að Rúnari undanskildum, hann ætlaði að koma á mánudeginum) mættir útá Keflavíkurflugvöll og byrjuðum ferðina ólíkt flestum íslendingum í ferðahug á þessum stað, því við fengum okkur snæðing en ekki bjór á barnum, vorum við þvi heldur montnir af þessu afreki okkar í upphafi ferðar. I stuttu máli gekk ferðin til Gautaborgar ljómandi vel nema að á flugvellinum í Gautaborg tapaði ég stresstösku L.S.S., en sem betur fór fannst hún nú fljótlega í töskuflóði því sem brunamálastjóri var með og höfðu menn uppi ýmsar getgátur um hví hún væri þar niðurkomin og þær ýmsar miður fallegar. Einnig fannst ferðafélögum mínum þeir helst þurfa að klína rauðum varalit yfir andlitið á mér svo ég væri ekki svona áberandi litlaus eftir töskumissisáfallið. Komum við okkur síðan fyrir á hótelum okkar og um kvöldið könnuðum við síðan næturklúbb sem staðsettur var á fyrstu hæð hótelsins. Staður þessi er sérstaklega mikið sóttur af Finnum og finnski drykkurinn Korskinkorfa teygaður drjúgt af flestum viðstöddum. Mánudagurinn hófst kl. 05.30 að íslenskum tíma og mættum við á ráðstefnustað, létum skrá okkur, tókum á móti gögnum þeim er okkur var ætlað og greiddum ráðstefnugjaldið. Ráðstefnan sjálf átti ekki að hefjast fyrr en kl. 14.00 og var tíminn notaður í búðarráp. I þeim leiðangri var mikið spekúlerað í því hvort ekki væri hægt að fá

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.