Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 42

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 42
Að kynna sér „Gasdrakt”. í heimsókn á slökkvistöð. F.v. Þórir Hilmarsson, Eggert Vigfússon, Kjell Johannsson, Gísli Kr. Lórenzson. A myndina vantar Höskuld Einarsson. Kvöldið leið með móttöku hjá borgarstjóran- um í Gautaborg og síðan smá rölt um bæinn. Á miðvikudagsmorguninn vorum við ræstir kl. 6.30 og lagt af stað í fímm strætisvögnum til Torslanda, þar sem annar sænsku skólanna er staðsettur. Voru þar sýndar ýmsar tegundir af slökkvi, sjúkra, björgunar og stjórnbílum. Einnig voru sýndar ýmsar æfíngar með elda m.a. í samvinnu við tvær af þyrlum sænska sjóhersins, var mjög fróðlegt að sjá hvernig hægt er að virkja ólíka aðila til að vinna saman að björgunarmálum ef viljann vantar ekki. Um hádegisbil var öllum hópnum boðið til hádegisverðar í afgreiðslusal gömlu flugstöðvar- innar í Torslanda og höfðu einhverjir á orði að svona hlyti heimurinn að líta út eftir árás með nifteindasprengju, því í afgreiðslusalnum voru enn uppi öll skilti flugfélaganna, þ.á.m. Loftleiða og allt leit út eins og salurinn hefði verið yfirgefinn í snarheitum. Kl. 13.00 héldu síðan fyrirlestrarnir áfram og var að mínu áliti fróðlegastur fyrirlestur um metanol, skúm og fl. Höfðu verið gerðar tilraunir með slökkviefni og kom þar fram að venjulegt skúm nægði ekki, vildi metanolið of oft ná að brenna sig uppúr froðunni. Var sýnd fróðleg 40 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN kvikmynd frá tilraunum þessum og þyrftum við íslenskir slökkviliðsmenn að fylgjast náið með þessum tilraunum því stutt er í að metanol verður notað í mun meira magni hérlendis en hingað til. Fimmtudagurinn byrjaði með fyrirlestri um skiptingu útkalla slökkviliðsins í Gautaborg, kom þar fram að fölsk útköll eru um 2% af útkallafjöld- anum og var mikið um það rætt hvernig mætti lækka þá tölu. Eftir hádegi fórum við í skoðunarferð í kjarn- orkustöðina í Ringhals, voru það stór og mikil mannvirki og þótti okkur sérstaklega mikið til koma að sjá hvernig þeir höfðu komið fynr Sprinklerkerfi hreint út um allt, jafnvel í hinum minnsta skúr sem er yfir kjarnaofninum sjálfum i stöðvarhúsinu. Enda kom í ljós að í kjarnorkuver- inu voru dælur sem dælt gátu þrem milljónum lítrum á mínútu og hægt var að beina inna Sprinklerkerfið. Um kvöldið heimsóttum við eina af slökkvi- stöðvum Gautaborgar og nutum þar mikillar gestrisni Kjells Johannssonar aðalvarðstjóra og manna hans. Voru okkur sýnd húsakynni öll, tækjakostur stöðvarinnar og búnaður allur.- Stöð þessi sér um eftirlit á reykköfunartækjum fyrir allar slökkvistöðvarnar í Gautaborg og skoðuðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.