Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Page 44
við aðstöðu þessarar prófunarstöðvar mjög
gaumgæfilega. Einnig skoðuðum við þar
svokallaða „gasdrakt” en það er búningur
fyrir slökkviliðsmenn er þurfa að kljást við kemisk
efni margskonar. Búningur þessi er svipaður
samfestingi nema úr gúmmí og til viðbótar kemur
hetta sem síðan lokast að framan með andlits-
maskanum, búningurinn er síðan tengdur reyk-
köfunartækjum, þannig að á öllum búningunum
er yfírþrýstingur. Vorum við sammála um að ekki
væri forsvaranlegt annað en íslensk slökkvilið
komi sér upp svona búningum að einhverju marki
og þá sérstaklega atvinnuliðin. Dvöldum við
þarna á stöðinni í dágóðan tíma og kunnum við
Kjell og félögum hans bestu þakkir fyrir mót-
tökuna.
Föstudaginn 11.9. flugum við síðan yfir til Osló
og strax eftir hádegi fórum við með lest til Grorud
og tóku þar á móti okkur Folde rektor og yfir-
kennari skólans. Ræddum við um samvinnu
BMSR, L.S.S. og norska brunaskólans um
skólamál og komu okkur viðtökur þeirra svo
sannarlega á óvart, því eftir nokkrar viðræður
lýstu þeir því yfir að þeir vildu gera allt sem í
þeirra valdi væri til að aðstoða okkur, t.d. senda
okkur öll sín kennslugögn og taka á móti
nemendum á sína kúrsa og þjálfa kennaranema
fyrir okkur og allt annað sem okkur gæti að gagni
komið. Leist okkur mjög vel á þessa byrjun á
íslenskum brunaskóla og héldum nokkru síðar
glaðir og kátir inn til Osló.
HEIMFERÐIN
Laugardaginn 12.9. var síðan haldið til Kaup-
mannahafnar og þar var svo slegið sér rækilega
upp og haldið uppá árangursríka og ánægjulega
ferð.
Allar tryggingar hjá
Sjóvá
UMBOÐIÐ AKRANESI - SÍMI 2000
SOKKAR
Framleiöandi:
FATAGERÐIN hf.
AKRANESI
42 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN