Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Page 48

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Page 48
réttu andartaki til að valda mjög hröðum bruna þessara lofttegunda, en útþensla þeirra getur orðið næg til að valda sprengingu. Slík sprenging er venjulega kölluð reyksprenging. Kraftur reyksprengingar er kominn undir stigi byrgingar, magni heitra lofttegunda ásamt hraða og magni þess ferska lofts, sem steymir að, eins og sýnt er á mynd 15. Þessar aðstæður má gera hættulausar með skynsamlegri reyklosun. Ef byggingin er rofín á hæsta stað mögulegum, dragast heitar lofttegundir og reykur út og minnka hættuna á sprengingu. 9. LEIÐSLA HITANS Hiti getur ferðast um brennandi byggingu með einni eða fleirum fjögurra aðferða, sem venjulega eru nefndar leiðni, geislun, steymi og logasnerting. Þar sem hiti innan efnis orsakast af mólekúlverkunum, verður hitinn meiri en sveiflutíðni mólekúlanna eykst. LÖGMÁL HITAFLÆÐIS Þetta náttúrulögmál eðlisfræðinnar segir, að hiti hafi tilhneigingu til að flæða úr heitu efni yfir í kalt efni. Er þá gert ráð fyrir hæfni eins efnis til að taka í sig hita úr öðru. LEIÐNI Ferill leiðninnar er yfírleitt fremur tengdur hitaflutningi en loga. Hitamáleiðafráeinumhlut til annars með beinni snertingu tveggja hluta eða með milligöngu hitaleiðara. Teikningin í mynd 16 sýnir hitaflutning með leiðni. Magn og hraði hitaflutnings með þessari aðferð er háð leiðsluhæfni efnisins, sem hitinn fer í gegnum. Al, kopar og járn eru góðir leiðarar. Önnur föst efm, svo sem steinn og tré, eru slæmir leiðarar. Trefjakennd efni svo sem lín, vefnaður og pappir eru slæmir leiðarar. Vökvar og lofttegundir leiða hita illa vegna óbundinna hreyfínga mólekúla þeirra. Loft eru mjög slæmur leiðari. Viss föst efni, sem skorin eru í trefjar og pakkað í fóðringar, eru góð einangrun vegna þess að efnið er sjálft slæmur leiðari og loftrúm eru milli fóðringanna. Tvöfaldir veggir bygginga með loftrúmi á milli tryggja betri einangrun. Hinn kaldari af tveimur hlutum, er 46 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.