Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Síða 49

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Síða 49
snertast, tekur í sig hita þangað til báðir hlutir hafa sama hitastig. geislun Sólarhitinn gerir brátt vart við sig eftir að sólin er komin upp. Þegar sólin sest, byrjar jörðin aftur að kólna með svipuðum hraða. Við berum sólhlífar til að skýla okkur fyrir sólarhitanum. Ef slökkviliðsmaður úðar vatni milli síns og eldsins, finnur hann að hitinn af eldinum minnkar. Þar sem loft leiðir nánast ekki hita er augljóst að hiti getur ferðast þar sem efni er ekki til. Þessi tegund hitaflutnings er nefnd hitageislun. Hita- og Ijósbylgjur eru mjög áþekkar í eðli sínu en mismunandi að lengd. Hitabylgjur eru lengri en Ijósbylgjur og eru stundum nefndar innrauðir geislar. Hitabylgjur fara í gegnum geiminn þangað til þær koma að þéttum hlut. Þegar hluturinn verður fyrir hitageislun, geislar hann hitanum aftur frá yfirborði sínu. Hitaflutningur með geislun er sýndur á mynd 17. Hitageislun er ein af meginorsökum eldsútbreiðslu og er því krafist skjótra varnaraðgerða á þeim stöðum, sem verða fyrir sterkri geislun. HITASTREYMI Þegar vatn er hitað í gleríláti er hægt að skoða hreyfingarnar inni í ílátinu gegnum glerið. Ef sag er sett út í vatnið verða hreyfingarnar augljósari. Því heitara sem vatnið verður þeim mun meira verður útþennsla þess og jafnframt léttist það. Þetta skýrir hreyfingar þess upp á við. A sama hátt hitnar loft nálægt ofni með hitastreymi; það þennst út, léttist og hreyfist upp á við. Þegar heita loftið fer upp, kemur kalt loft þess í stað neðan til í vistarverunni. Þegar vökvar og lofttegundir eru hitaðar, byrja þessi efni að hreyfast innbyrðis. Þessi hreyfing er ólík mólekúlhreyfingunum, sem áður var getið, og er nefnd hitastreymi. Hitastreymi er mikilvægari hvað snertir eldsatlögu og reyklosun en báðar þær aðferðir, sem getið var um við útbreiðslu hitans. Hitastreymi er því skilgreint sem flutningur á hita með hreyfingum lofts og vökva. Heitt loft í byggingu þenst út og stígur upp. Af þessari ástæðu er eldsútbreiðsla með hitastreymi mestmegnis upp á við, þótt loftstraumar geti flutt hitann í allar áttir. Loft, sem streymir upp á við, ÚTIHURÐIR ÁÆTLUN AKRABORGAR í janúar, febrúar, mars, nóvember og desember: Frá Akranesi Kl. 8,30 — 11,30 — 14,30 — 17,30 FráReykjavík Kl. 10,00 — 13,00 — 16,00 — 19,00 I apríl og október verða kvöklferðir á sunnudögum. — f maí, júni og september verða kvöktferðir á föstudögum og sunnudögum. — f júli og ágúst verða kvöldferðir alla daga, nema laugardaga. Kvöldferðlr eru frá Akranesi kl. 20,30 ogfráReykjavikkl. 22,00. Afgreiðsla Akranesi simi 2275 Skrifstofan Akranesi simi 1095 Afgreiðsla Rvíksími 16050 Símsvari í Rvíksími 16420 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 47

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.