Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 53
NOKKRIR ALVEG eldhressir...
Smásagan:
Það var einu sinni lítill spörfugl, sem ákvað að
fljúga ekki suður á bóginn, þega tók að hausta.
En þegar kólnaði í veðri og litla fuglinum varð
kalt fór hann að hugsa málið. Þá ákvað hann að
fljúga af stað, suður á bóginn. En á leiðinni lenti
hann í dimmu éli og hlóðst snjór á vcengina svo
litlifuglinn féll til jarðar og hafnaði í túnfœtinum
á bóndabce nokkrum. Þar lá hann í snjónum og
var hreint alveg að krókna. Þá bar belju eina þar
oð sem hann lá og skeit beljan á litla fuglinn.
Euglinn hélt að nú vceri öllu lokið. En skíturinn
yljaði honum notalega og varð hann brátt svo
kátur að hann tók að syngja fullum hálsi. Þá var
það sem kötturinn á bcenum heyrði til hans, tók
fuglinn, skóf af honum skítinn og át hann.
Þessi saga kennir okkur þrennt:
1. Sá sem skítur á þig er ekki endilega óvinur
þinn.
2. Sá sem kemur þér úr skítnum er ekki endilega
vinur þinn.
3. Ef þér líður vel ískítnum, hafðu þá vil áþví
halda kjafti.
,,Jceja, þá er brunaútkall. Ég verð víst að
drífa mig. “
,,Hvenœr gekkst þú í slökkviliðið, Kalli?“
,,Ég er alls ekki íslökkviliðinu, en maður vin-
konu minnar er það hinsvegar. “
Stiginn var reistur að svefnherbergis-
glugganum á brennandi húsi og ungur slökkvi-
liðsmaður þaut upp. I herberginu var gullfalleg
blondína í gegnscejum náttkjól.
,,Aha, “ sagði slökkviliðsmaðurinn. ,,Þú ert
þriðja ófríska konan sem ég bjarga á þessu ári. “
,,Já, en ég er alls ekki ófrísk. “
,,Það er heldur ekki búið að bjarga þér
ennþá. “
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 51