Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Blaðsíða 4
4
Leiðarinn
Vernharð Guðnason, formaður LSS
Margt hefur áunnist
í fimmtán ára sögu LSS
Þann 2. maí síðastliðinn varð fagstétt-
arfélagið Landssamband slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna (LSS) 15 ára. Menn
sýndu mikla djörfung á sínum tíma með
því að fara út í stofnun LSS, ekki síst vegna
þeirrar andstöðu sem hið nýja félag mætti
strax frá upphafi. Ströng skilyrði þurfti að
uppfýlla til að af stofnun hins nýja félags
gæti orðið. Stóð afar tæpt um tíma að af
því gæti orðið en vegna óbilandi trúar á
ágæti þess að sameina í eitt fagstéttarfélag
slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn lands-
ins hafðist það á endanum. Allar götur
frá stofnun LSS hefur það verið eitt helsta
markmið þess að sameina þessar tvær fag-
stéttir í einu félagi. Það hefur tekist.
Allt önnur kjör
Olíku er saman að jafna, kjörum okkar í
dag og fyrir 15 árum. Slökkviliðsmenn í
hlutastarfi höfðu launatöflu fagfélagsins
LSS að styðjast við. Sú launatafla byggðist
ekki á neinum samningum heldur var ein-
hliða birt af hálfu LSS sem þá var fagfélag
slökkviliðsmanna án samningsréttar. Víða
var alls ekkert greitt fyrir þessi mikilvægu
störf og með höppum og glöppum hvort
og hvernig menn væru tryggðir á æfing-
um og í útköllum. A sumum stöðum voru
ekki haldnar æfingar reglulega og menntun
almennt í skötulíki í faginu.
Þetta er gjörbreytt í dag. Mjög góður
skilningur sveitarfélaganna er á mikilvægi
þess að hafa vel menntað og þjálfað slökkvi-
lið til þjónustu við íbúa og vegfarendur.
Mikil aukning hefur og verið á þeim
verkefnum sem slökkviliðunum er falið að
sinna. Með lögum hafa viðbrögð við eit-
urefnaslysum verið sett á ábyrgð slökkvilið-
anna og vonir standa til að sérhæfð björgun
með þeim búnaði sem í daglegu tali kallast
klippur verði lögformlega á hendi slökkvi-
liðanna. Samkvæmt núgildandi lögum er sú
ábyrgð á hendi lögreglu þrátt fyrir að í nær
öllum tilvikum hafi sú vinna verið fram-
kvæmd af slökkviliðum landsins allt frá því
snemma á áttunda áratugnum þegar fyrsti
sérhæfði búnaðurinn til að bjarga fólki úr
bílflökum kom til landsins.
Framfarir í sjúkraflutningum
Sjúkraflutningar hafa verið snar þáttur í
starfi slökkviliðsmanna mjög lengi og er
það vel. Þessi störf fara ákaflega vel saman,
ekki síst fyrir það að í slökkviliðunum er til
mikill mannauður sem nýtist mun betur
fyrir alla aðila með þessu fyrirkomulagi.
Um þetra hefur LSS meðal annars ályktað
og hvatt sveitarfélög og ríki til að semja um
framkvæmd sjúkraflutninga á landsvísu og
að sveitarfélögin fælu sínum slökkviliðum
framkvæmdina.
Það var árið 1999 sem Landssamband
sjúkraflutningamanna og LSS sameinuðust
og var það mikið heillaskref að mínu mati.
Menntun, þjálfun og þekking sjúkraflutn-
ingamanna til að veita vandaða og árang-
ursríka þjónustu á ögurstundu hafa tekið
miklum framförum, Það er ótrúlega stutt
síðan ekki var um neina skipulagða mennt-
un og þjálfun að ræða heldur voru menn
að vinna af bestu getu við ótrúlega erfiðar
aðstæður. Þar hefur Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri sýnt mikinn metnað í að taka
að sér rekstur Sjúkraflutningaskólans og
eru uppi byltingarkenndar hugmyndir um
aukna menntun sjúkraflutningamanna.
Kjaralega hefur sömuleiðis margt breyst
hjá sjúkraflutningamönnum. Lengi hafnaði
ríkið því að sjúkraflutningamenn sem störf-
uðu hjá ríkinu hefðu samningsrétt. Það var
ekki fyrr en um áramótin 2005-2006 sem
loks var viðurkennt að sjúkraflutninga-
menn hefðu rétt til að semja um sín kjör
við ríkið.
Aður en af því varð hafði LSS gert sam-
komulag við samninganefnd ríkisins um
með hvaða hætti sjúkraflutningamönnum í
hlutastarfi yrði greitt fyrir sína vinnu.
Bæta þarf kjör og þjónustu
úti á landi
Mikið hefur áunnist í þessum efnum.
Enn viðgengst það þó á nokkrum stöð-
um á landinu að aðeins einn sjúkraflutn-
ingamaður er sendur í útköll og flutninga
á sjúklingum. Þetta er algjörlega ólíðandi
og þekkist ekki í þeim löndum sem íslend-
ingar helst vilja miða sig við. Hverslags
þjónusta er það að við alvarleg veikindi og
slys sé sendur sjúkrabíll með einum manni?
Halda stjórnendur heilsugæslunnar og
stjórnvöld að það sé í lagi að ekki sé hægt
að framkvæma til dæmis virka endurlífg-
un á fólki úti á landi af því að útköllin eru
færri þar?
Er það í lagi að í Borgarnesi og nærsveit-
um er einn sjúkraflutningamaður til taks
í útköll þar sem er eitt stærsta sumarhúsa-
svæði landsins og öll umferð norður og
vestur fer um? Er það í lagi að frá utanverðu
Snæfellsnesi er einn sjúkraflutningamaður
sendur með alvarlega veika sjúklinga alla
leið til Reykjavíkur? Við þannig aðstæður
Slökkviliðsmaðurinn