Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Blaðsíða 13
13
Gist í gömlum olíutönkum
í 3.700 metra hæð
Eftir tveggja daga ferðalag hófst fyrsti
dagur í aðlögun í bongóblíðu. Lagt var upp
frá bænum Cheget og gengið upp í 3.400
metra og skíðað niður brattar og skemmti-
legar brekkur. A öðrum degi í aðlögun var
gengið á skíðum upp fyrir Dieselhut sem er
í 4.300 metra hæð.
A þriðja degi var farið upp í Pastuck-
hovRock, upp í um það bil 4.700 metra
hæð. Fjórðu nóttina gistum við í Barrels-
huts sem er í 3.700 metra hæð. Barrelshuts
eru gamlir olíutankar og er allur aðbúnaður
þar kominn til ára sinna og greinilegt að
Rússar gera ekki miklar kröfur um þægindi.
Maturinn var ekki mjög góður en Vera eld-
húsmamma hugsaði samt vel um okkur og
var kartöflusúpa í öll mál. Túlkurinn hét
Yuri, 38 gamall Rússi sem hafði farið yfir
60 sinnum á Elbrus. I Barrelshuts var tek-
inn hvíldardagur og hentaði það mjög vel
þar sem það snjóaði þennan dag og viðraði
illa.
Kristján Maack Ijósmyndari ogfjallagarp u r í
Barrelshuts.
Á toppinn
Klukkan þrjú nóttina eftir var síðan lagt af
stað á toppinn. Mikill ís var á fjallinu. Þó
að fjallið láti ekki mikið yfir sér þá hefur
það reynst mörgum hættulegt og má nefna
að þann 26. apríl dó pólskur
göngumaður og 1. maí fórst
svissneskur göngumaður.
Ferðin á toppinn gekk vel.
Sterkur vindur var en þegar
sólin kom upp lagaðist veðr-
ið. Þegar komið var upp í
5.000 metra fóru menn að
finna fyrir erfiðleikum við
að anda. Háfjallaveiki er
kvilli sem getur komið þegar
menn aðlagast of hratt upp,
oftast yfir 2.500 metra hæð.
Orsakir veikinnar eru minni
loftþrýstingur og lítill súrefn-
isstyrkur í mikilli hæð. Hún
hefur áhrif á taugakerfið,
lungu, vöðva og hjarta. Allt frá því að vera
væg til þess að vera lífshættuleg (sjá vís-
indavefinn).
Næstu tvo daga var síðan gengið upp í
rúma 4.000 metra hæð í frábæru veðri og
ekki voru brekkurnar af verri endanum.
— Elías Níelsson
Línuhönnun
verkfræðistofa
► sérfræðingar í
m rýmingaráætlunum og rýmingaræfingum
m viðbragðsáætlunum við bruna og annarri hættu
öryggisúttektum og áhættumati
m vinnuvernd starfsmanna
m hönnun brunavarna og eftirlitskerfa
Suðurlandsbraut 4A | 108 Reykjavík | sími: 585 1 500 | www.lh.is | oryggi@lh.is
Slökkviliðsmaðurinn