Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Page 26
Sigurfmnur Líndal Stefánsson, Gísli Briem og Stefán Magnús Jónsson: Það er spennandi aðfá að vera meðfrá uppbafi ogfá að starfa viðþetta að atvinnu.
Þetta er heillandi starfsem fier adrenalínið til að flœða.
Nýja atvinnuliðið í Fjarðabyggð
Heillandi að fá að vera með frá byrjun
Á vaktinni hittum við fyrir Sigurfmn
Líndal Stefánsson, Gísla Briem og Stefán
Magnús Jónsson. Gísli er uppalinn Reyð-
firðingur og starfaði í verslun áður en hann
réði sig til slökkviliðsins. Sigurfinnur, sem
býr á Norðfirði en kemur úr Reykjavík, var
framkvæmdastjóri og Stefán Magnús vann
á bílaverkstæði. Hann er frá Þórshöfn en
hefur búið seinustu ár á Reyðarfirði. Þeir
voru allir í hlutastarfi sem sjúkraflutn-
ingamenn áður en þeir réðu sig til atvinnu-
slökkviliðsins.
Þeir segja ekki síst spennandi að fá að
starfa við mótun og uppbyggingu nýja
slökkviliðsins.
- Það er spennandi að fá að vera með frá
upphafi, segir Gísli og hinir kinka kolli.
- Það er spennandi að fá að starfa við
þetta að atvinnu. Þetta er heillandi starf
sem fær adrenalínið til að flæða. Það er gef-
andi að hlúa að sjúkum.
Góður árangur hefur náðst á þeim æfing-
um sem liðið hefur farið á.
- Við vorum kallaðir til vegna elds í
vöruskemmu í starfsmannaþorpinu þar sem
sex menn voru fastir inni. Eftir sex mínútur
voru reykkafarar komnir inn í húsið, segir
Sigurfmnur.
Annars hafa fyrstu dagarnir verið rólegir.
- Við erum að þjálfa okkur, handleika
búnaðinn og venja okkur við hann. Við
höldum líka bílunum við og förum reglu-
lega yfir allan búnað. I sumar verðum við á
námskeiðum og svo kemur það líka í okkar
hlut að þjálfa slökkviliðið hjá Alcoa.
Sfp
0aj<a ra meis tarinru
30 ^
SJÚKRAFLUTNINGA SKÓLINN