Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Blaðsíða 17
17
Vigni Erni.
í mönnum. Á endanum varð niðurstaðan
að segja skilið við starfsmannafélögin en
allan 9. áratuginn tóku slökkviliðsmenn
virkan þátt í störfum þeirra og BSRB og
Guðmundur segir stöðu þeirra hafa verið
sterka. Þeir áttu meðal annars sinn þátt í að
styðja Ögmund Jónasson til formennsku í
BSRB 1988 þegar Kristján Thorlacius lét
af embættinu.
Stofnun LSS undirbúin
Slökkviliðsmenn höfðu ekki sjálfstæðan
samningsrétt á þessum árum en tóku þátt
í kjarabaráttu með aðild sinni að starfs-
mannafélögunum allt fram að stofnun LSS
1992. Árið 1973 var fagfélag slökkviliðs-
manna stofnað. Guðmundur gerðist síðasti
formaður þess með það yfirlýsta markmið
að leggja það niður og stofna þess í stað
fagstéttarfélagið LSS. Á aukaþingi gamla
fagfélagsins á Flúðum 1991 var sú afdrifa-
ríka ákvörðun tekin að leggja það niður en
stofna stéttarfélag þess í stað. Þetta gekk
eftir á síðasta þingi gamla félagsins sem
var haldið í BSRB-húsinu í apríl 1992.
Þar voru lögð fram drög að samþykkt
fyrir nýtt félag og nýrri stjórn undir for-
ystu Guðmundar Vignis falið að undirbúa
stofnfund. Fagstéttarfélagið Landssamband
slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna var
svo stofnað í Munaðarnesi 2. maí 1992,
sem fyrr segir. Þessi tímamót áttu sér tals-
verðan aðdraganda. Því fór fjarri að stéttin
væri einhuga um þessa þróun, sumir voru
á móti af trúfestu við starfsmannafélögin,
aðrir voru uggandi um lífeyrisréttindi sín í
nýju umhverfi. Það átti eftir að taka rúman
áratug að sameina stéttina í hinu nýja
landssambandi.
Lét slag standa
- Það hafði lengi verið ljóst að í okkar
röðum kraumaði mikil óánægja með stöðu
okkar innan starfsmannafélaganna og vilji
til að sameina slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamenn í einu fagstéttarfélagi. Ég var
í þessum hópi. Um þetta var þó alls ekki
einhugur. Björn Gíslason og fleiri fram-
sýnir menn byrjuðu að orða það við mig að
leiða þessa breytingu. Þeir töldu að menn
væru tilbúnir til þess að stíga þessi skref.
Ég var lengi í vafa, var til dæmis ekki viss
um að Akureyringarnir væru tilbúnir en
það var grundvallaratriði til að ná lögform-
legum fjölda félagsmanna. En á fundi með
fulltrúum atvinnuslökkviliðanna sannfærð-
ist ég endanlega um að menn væru tilbúnir
í slaginn.
— Við svo búið fannst mér að ég gæti ekki
skorast undan. Ég skynjaði að menn báru
traust til mín og ég taldi að sú reynsla og
þekking sem ég hafði öðlast innan starfs-
mannafélagsins og BSRB myndi nýtast
mér í þessari nýju áskorun. Ég lét því slag
standa, segir Guðmundur.
„Ég skynjaði að menn báru traust
til mín og ég taldi að sú reynsla og
þekking sem ég hafði öðlast innan
starfsmannafélagsins og BSRB
myndi nýtast mér í þessari nýju
áskorun. Ég lét því slag standa."
Baráttan fyrir samningsréttinum
Hann minnist hinnar gríðarlega góðu
stemmningar sem ríkti á stofnfundi LSS
í Munaðarnesi í maí 1992 þar sem hann
var kjörinn fyrsti formaður. En framundan
voru átaka- og umbrotatímar. Stemmning-
in gagnvart hinu nýja landssambandi var
ekki jafn góð í hópi viðsemjenda, ríkis og
borgar. Því tók við harðvítug barátta fyrir
samningsrétti slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamanna. Þeir leituðu nú viðurkenningar
Slökkviliðsmaöurinn