Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Blaðsíða 5

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Blaðsíða 5
5 er ekki hægt að veita nokkra aðhlynningu og sjúklingur jafnvel í lífshættu. Auðvitað er það ekki í lagi að þjónustu- stigið sé eitthvað allt annað á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu. Hvaða stjórnmálamaður eða forstöðumaður heilsugæslu léti hafa eftir sér að það sé nú bara í lagi að fólk jafnvel látist vegna þess að ekki sé hægt að veita eðlilega þjónustu af því að þetta sé úti á landi og útköll þar færri? Þetta er þó staðreynd og sorglegt til þess að vita að allt of víða er málum þannig háttað enn í dag. Sjúkraflutningamenn í hlutastarft fá nú greidda þóknun fyrir þá kvöð að vera ávallt til taks. Hún er þó ekki nema lítill hluti af eðlilegum bakvaktargreiðslum sem annað heilbrigðisstarfsfólk fær. Eg sæi til dæmis lækna og hjúkrunarfræðinga fá greidda slíka þóknun í stað bakvakta sem fólki þó ber. Frá stofnun LSS hefur margt verið fært til betri vegar. Þó er enn margt ógert og enginn verkefnaskortur framundan. Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegs sumars og megi gæfan fylgja ykkur í störfum ykkar. Tvær nýjar orlofsíbúðir á Akureyri Orlofssjóður LSS hefur tekið á leigu einbýlishús á tveimur hæðum að Klettastíg 12 á Akureyri og gert þar tvær íbúðir til útleigu fyrir félagsmenn LSS. Ibúðirnar eru mjög vel staðsett- ar skammt frá Glerártorgi og er aðeins um tíu mínútna gang- ur niður í bæ. Ibúðirnar eru mjög vel búnar fyrir sex manns í hvorri. I íbúðunum eru sjónvarp, DVD, gasgrill, barnarúm og tvær auka dýnur. Félag slökkviliðsmanna á Akureyri hefur tekið að sér að sjá um lykla og lín ásamt tuskum og viskastykkjum. Þeir afhenda slíkt á slökkvistöðinni og er fólk svo beðið um að skila á sama stað óhreinu líni að dvöl lokinni. Enn eru einhverjar lausar helgar í sumar þannig að það er um að gera að hafa samband við skrifstofu LSS sem allra fyrst og tryggja sér sérdeilis hagstæða orlofsíbúð. Gerum þaó rétt og gott betur Gutenberg Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 545 4400 Fax 545 4401 www.gutenberg.is Gutenberg Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.