Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Blaðsíða 31
Gunnlaugur Jónsson fékk bronsverÖlaun í enduro. Hann er lengst til hagri á myndinni.
Heimsleikar lögreglu- og slökkviliðsmanna
(WPFG) voru haldnir í Adelaide í suður
Astralíu dagana 16.-25. mars. Að þessu
sinni voru það 16 Islendingar sem lögðu á
sig tæplega tveggja sólarhringa ferðalag til
að taka þátt. Voru þarna á ferð 14 slökkvi-
liðsmenn frá SHS, einn lögreglumaður frá
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og liðs-
stjóri/sjúkraþjálfari frá SHS. Tóku þeir þátt
í sjö keppnisgreinum og hrepptu þrenn
verðlaun á leikunum.
Gunnlaugur Jónsson, Erling Þór Júlínus-
son og Kristmundur Carter tóku þátt í mot-
orcross og enduro (þolakstri) og fékk Gunn-
laugur bronsverðlaun í enduro. Jón Trausti
og Asgeir Gylfasynir kepptu í bekkpressu
og fengu þeir báðir silfur í sínum flokkum.
Ingólfur Olafsson og Jón Kristinn Valsson
tóku þátt í badminton. Pálmi Hlöðversson
keppti í golfi og Öttar Karlsson keppti í
TCA (Toughest Competitor Alive).
Hermann Maggýarson, Sævar Dór Hall-
dórsson, Viðar Ólafsson, Pálmi Hlöðvers-
son og Óskar Örn Steindórsson tóku þátt
í körfubolta og með þeim spilaði Baldur
Ólafsson lögreglumaður.
Liðsstjóri og sjúkraþjálfari var Elías
Níelsson íþróttafræðingur hjá SHS. Öll
úrslit frá leikunum má nálgast á heimasíðu
leikanna, www.2007wpfg.com
Svo er bara að safna liði og senda enn fleiri
á næstu leika sem fara fram í Kanada 2009
en allar upplýsingar um þá leika má finna á
heimasíðu leikanna, www.2009wpfg.ca
Golf og fótbolti
á Skaganum
I sumar fer að venju fram landsmót
LSS í golfi og að þessu sinni fer það
fram á Garðavelli á Akranesi þann
11. ágúst. Mótshaldarar stefna að því
að hafa þetta besta golfmót sem LSS
hefur haldið enda hefur Garðavöllur
verið einn besti golfvöllur landsins
undanfarin ár. Frekari upplýsing-
ar um mótið verða birtar á vef LSS
innan tíðar.
I haust er svo stefnt að frekari
keppni en þá fer fram knattspyrnu-
mót LSS. Skagamenn hafa í nógu að
snúast en þeir koma til með að sjá
um mótið að þessu sinni. Þátttaka
hefur verið þokkaleg undanfarin ár
en mjög góð stemmning. Samt sem
áður væri stemmningin óneitanlega
meiri ef við næðum fleiri þátttakend-
um og áhorfendum á mótið.
Hluti íslenska hópsins við setningu leikanna.
Slökkviliðsmaðurinn