Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Síða 5
Til
lesenda
Jæja, loksins er blað nr. 21 kom-
ið út eftir langa bið. Ég ætlaði
upphaflega að koma því út í júní á
síðasta ári en vegna gífurlegra erfið-
leika við auglýsingaöflun ásamt
því að ég gerðiþetta í aukavinnu og
var oggulitið kærulaus með það að
kýla þetta áfram. T.d. hringdi ég
yfir 500 símtöl við auglýsingaöflun
og virðist vera sem fyrirtæki séu
alveg orðin uppgefin á því sviði,
svo að við verðum að fara að gera
þetta á einhvern annan veg til að
bldðið okkar geti haldið áfram að
koma út, þvíþað er alveg nauðsyn-
legur hlekkur til að slökkviliðs-
menn á öllu landinu getifylgst með
því sem aðrir eru að gera.
Undanfarið ár hefur verið mikil
gróska innan L.S.S. og er greinilegt
að félagið er á réttri leið og mikiíl
áhugi á því sem er að gerast innan
þess. T.d. með því að halda reyk-
köfunarnámskeið og sýna slökkvi-
liðsmönnum á landinu þannig að
félagið séfyrir þá.
En svona að endingu þá vil ég
þakka þeim er ég þurfti að leita til
bæði með greinar og viðtöl og
einnig þá sem styrktu okkur með
auglýsingum því að án þeirra hefði
þetta ekki verið hægt.
SLÖKKYILIÐS-
MAÐURINN
NR.21 15. árg. l.lbl.1988
ÚTGEFANBI:
Landssamband slökkviliðsmanna
Laugavegi 168 - Reykjavík
P.O.Box 4023-® 91-10670
SLÖKKVILIÐSMAÐURIM
Box 4023 Reykjavík
RITSTJÓRNOG
ÁBYRGDARMENN
Jóhann Freyr Ragnarsson,
® 98-2453.
StjórnL.S.S. ®91-10670.
AUGLÝSINGAR:
Jóhann Freyr Ragnarsson.
Júlía Bergmannsdóttir. ,
FORSÍÐUÉYND:
Hrafn Snorrason.
SETNING, UMBROTOG
PRENTUN:
Eyjaprenthf.
Strandvegi 47, Vestmannaeyjum.
S 1210 & 1293.
SLÖKKVILIÐSMAÐ URINN