Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Side 8

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Side 8
Guðmundur Fylkisson: Nýr starfsmaður á skrifstofu L.S.S. Nú höfum við fengið nýjan starfsmann á skrifstofu okkar sem er til húsa á Laugavegi 168. Leysir hann Emil Pálsson af sem hætti störfum þann 31. ágúst sl. Guðmundur (Mundi) er Vestflrðingur sem er að reyna að meika það á hitaveitusvæðinu, en við hér á SLÖKKVILIÐSMANNINUM báðum hann að segja okkur smá af sjálfum sér. Fæddur á ísafirði 07.09. 1965. Byrjaði í Slökkviliði ísafjarðar sumarið 1983, sem afleysingamaður. Byrjaði hjá Slökkviliði Hafnarfjarðar í apríl 1987. Var undir stjórn Guðmundar Helgasonar á ísafirði og síðan undir stjórn Þorbjarnar. Er að læra á flugvél eins og Guðmundur Helgason og er nú á launaskrá hjá Landssambandinu eins og Guðmundur Helgason. En eitt eigum við Guðundur ekki sameiginlegt, ég smakka ekki áfengi. Ég þekkist alltaf á rauðu axla- böndunum en stundum geri ég mönnum grikk og fer í peysu utan yfir rauðu axlabönd- in. Versti grikkur sem tengdamóðir mín hefur gert er að hún hefur ekki gefið sig fram ennþá, enda engin furða. Talað er um að bæjarstjórarnir í Hafnarfirði og ísafirði hafi samþykkt að skipta á mér og Þorbirni og eftir skiptin sé bæjarstjórinn á ísafirði í skýjunum en bæjarstjórinn í Hafnarfirði geti aldrei fyrirgefið sjálfum sér mistökin. Afi minn er slökkviliðsstjóri á ísafirði og pabbi er í Slökkviliðinu og mamma hefur einu sinni slökkt á eldspýtu og segið svo að þetta sé ekki í blóðinu. Vona að þú getir moðað eitthvað úr þessu. Kær kveðja Gummi. Gummi Fylkis. Guðmundur Fylkisson. SL ÖKKVILIÐSMAÐ URINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.