Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Qupperneq 11

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Qupperneq 11
C: Brunaálag í húsnæðinu meira en uppruna- leg hönnun gerði ráð fyrir. D. Viðhald og eða eftirlit ábótavant. Það er því Iykilatriði að kunnáttumenn hanni þessi kerfi og geri á þeim raunhæfa úttekt áður en þau eru tekin í notkun og í beinu framhaldi af því sé viðhaft strangt og markvisst eftirlit samkvæmt ýtrustu kröfum Brunamálastofnunar Ríkisins. Lýsing Sjálfvirkt vatnsúðunarslökkvikerfi saman- stendur af vatnslögn, sem tengist nægjanleg- um vatnsforða og dreifist um húsnæðið, samkvæmt ákveðnum stöðlum um gildleika og fjölda úðastúta ræðst af því brunaálagi sem gert er ráð fyrir í húsinu. Þar sem stofninn kemur inn í húsið er flæðiskynjari, sem gefur frá sér boð ef einn eða fleiri úðastútar opnast. Venjulega tengist þessi skynjari viðvörunarkerfi hússins ef það er fyrir hendi, og setur það í gang eða þá að hann tengist einhverri varðstöð t.d. slökkvi- liði, lögreglu. Þá er ávallt bjalla utan á húsinu sem drifin er með vatni, sem flæðiskynj ari opnar fyrir um leið og vatn fer að hreyfast í leiðslum. Úðastútarnir eru mjög vandlega hannaðir. Helstu hlutar þeirra eru: Stútur venjulega l/2“, bræðivar, sem heldur honum lokuðum og síðan dreifiplata sem breytir beinni vatnsbunu í ákveðið úðaform. Bræðivarið er þannig gert að við ákveðið hitastig bráðnar það og opnar stútinn. Hægt er að velja um 7 mismunandi bræðimörk, frá 60°C og allt að 340°C. Það bræðimark sem valið er ræðst af umhverfishita þeim sem vænst er í rýminu. Hitastig hvers bræðivars er venjulega stimplað í rammann sem það er fest í, einnig er ákveðinn litakvóti fyrir hvert hitasvið. T.d. er stútur með hvítum ramma með bræðimark milli 80°C-107° en það er lang algengasta sviðið. Dreifiplatan er ýmist gerð þannig að stúturinn snýr upp og platan dreifir bununni niður, en það er venjulega gerðin og æskilegast, ef ekki er hægt að koma þannig stútum við geta þeir snúið niður og dreifiplatan sinnir sama hlutverki. Ástæðan fyrir því að uppréttir stútar eru æskilegir er sú, að með tímanum geta óhreinindi sest í stútinn og stíflað hann, en með eðlilegu og víðtæku eftirliti ætti það ekki að ske. Þá eru einnig dreifiplötur sem dreifa úðanum út á hlið þannig að staðsetja má stútinn út við vegg og myndi hann síðan dreifa úðanum samkvæmt ákveðnu munstri þaðan. Mismunandi tegundir Margar tegundir af vatnsúðunarkerfum eru á markaðnum til að sinna hinum mismun- andi þörfum. Augljóst er að gjörólíkar að- stæður eru fyrir hendi í t.d. skrifstofuhúsn- æði, stóru vöruhúsi eða flugskýli. Þá er 0PEN SPRJNKLIRS OR NO'ZZLES SL ÖKKVILIÐSMA Ð URINN S /

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.