Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Qupperneq 12
einnig atriði hvort húsnæðið er upphitað eða
ekki. Hinum ýmsu tegundum kerfa hefur
verið gefin nöfn, venjulega á ensku því flest
eru þau upprunnin í Bandaríkjunum og
Englandi. Nú er oft vandi að íslenska slík
tækniorð en ég mun leitast við að gera það á
eigin ábyrgð þannig að nafnið gefi til kynna
tegundina eftir eðli kerfisins, en enska nafnið
fylgir með.
1. Blaut kerfi (Wet system)
2. Þurr kerfi( Dry system)
3. Flóð kerfi (Deluge system)
4. Forhlaups kerfi (Pre-action system)
5. Takmörkuð kerfi (Limited water supply
system)
6. Útanhúss kerfi (Outside system)
7. íbúðarkerfi (Residetil sprinkle)
1. Blaut kerfi eru eins og nafnið bendir til,
fyllt vatni að hverjum úðastút og úða vatni
um leið og stúturinn opnast. Þessi kerfi eru
algengust enda einföldust og fljótvirkari, en
gallinn er sá að þau þola ekki frost, nema ef
til vill lítill hluti kerfisins sem er þó hliðtengd-
ur á sérstakan máta aðalkerfinu og fylltur
með frostlegi.
2. Þurr kerfi eru eins og hin utan þess og að
ekki er í þeim vatn fyrr en eftir að úðastútar
þeirra opnast. í þeim kerfum er hafður
loftþrýstingur, sem heldur lokuðum vatns-
lokanum þar til að lokinn megi opnast. Þessi
kerfi þola frost, utan aðallokinn og inntöku-
stofninn en þeir eru þá hafðir í sér herbergi
eða rými sem er upphitað. Þessi kerfi eru
seinvirkari en þau blautu því venjulega tekur
nokkurn tíma fyrir vatnið að ryðja loftinu út
úr rörunum og komast að úðastútunum sem
hafa opnast. Venjulega er sjálfvirk loftdæla
tengd við kerfið, til að halda í því eðlilegum
loftþrýstingi. Bili þessi loftdæla, fer í gang
viðvörunarboði, því komist vatn inn í kerfið
og það nær að frjósa er voðinn vís. Þau kerfi
eru því flóknari en þau blautu, eru viðhalds-
og eftirlitsfrekari og þar að auki er stærð
þeirra takmörkuð, þ.e. eitt þurrt kerfi getur
ekki varið eins stórt rými og eitt blautt.
3. Forhlaups kerfi má segja að sameini kosti
hinna tveggja, þ.e. þau eru normalt þurr en
fyllast vatni áður en bræðivar frysta úðastúts
opnast. Dreifing vatnslagna og úðastúts er
hin sama og fyrir blaut kerfi. Istað þess að
opnun bræðivars í úðastút orsakaði gangsetn-
ingu hinna kerfanna þá er aðalvatnsloki
kerfisins tengdur brunaviðvörunarkerfi, sem
ýmist virkar frá hita, reyk eða eldskynjurum
og opnast um leið og það kerfi fer í gang.
Vatn streymir inn í allar leiðslur og er
DEFLECTOR
DEFLECTOR SCREW
FRAME
FEMALE LEVER
ROLLER KEY.
LINK PLATES
FUSIBLE LINK AUTO-
MATIC SPRINKLER.
gjarnan komið á sinn stað opnist úðastútur,
en bræðivör þeirra eru seinvirkari en skynjar-
ar viðvörunarkerfa. Þessi kerfi eru helst
'notuð á stöðum sem eru viðkvæmir fyrir
vatnsskaða t.d. töflu eða rafeindarými, söfn
o.s.fr.v. þar sem möguleikinn einn á móti
milljón er jú fyrir hendi að úðastútur bili eða
vatnslögn. En þau eru dýrari, viðhalds- og
eftirlitsfrekari en hin tvö.
4. Flóð kerfi eru uppbyggð á sama máta og
með tilheyrandi vatnslögnum og úðastútum.
En úðastútarnir eru ekki með bræðivar,
heldur eru þeir allir opnir þannig að þegar
kerfið fer í gang úðast vatn úr öllum stútum í
senn sannkallað flóðkerfi. Þar sem allir
stútar eru opnir þarf venjulega geysilegt
vatnsmagn til að allstaðar úðist jafnt, því eru
gjarnan samfara þessum kerfum sérstök
vatnsdælustöð og mjög afkastamikið vatns-
veitukerfi eða jafnvel sérstakur vatnsforða-
tankur. Gangsetning flóðkerfa er á þann veg
að meðfram vatnsdreifikerfinu í loftrými
þess sem verja skal eru hita eða eldskynjarar
sem tengdir eru sérstökum búnaði er opnar
fyrir vatnið, setur dælurnar og viðvörunar-
kerfi rýmisins í gang og sendir boð á
varðstöð. Þessi kerfi eru notuð á stöðum þar
sem hætta er á að ef eldur verður laus á annað
borð þá verður hann mjög stór strax í
upphafi, t.d. í flugskýlum, í efnaiðnaði með
mikið af mjög eldfimum efnum o.s.frv.
5. Takmörkuð kerfi eru eins og nafnið bendir
til, takmörkuð að því leyti að vatnsbirgðir
eru nýjar. Þau eru notuð þar sem nægjanlegt
vatn frá veitu eða kælikerfum er ekki fyrir
hendi. Úðakerfið sjálft getur verið ýmist
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN