Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Qupperneq 15

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Qupperneq 15
hér séu aðeins vaxtarverkir á ferð, sem verða til þess að vatnsúðunarkefi reynast jafnvel hér á landi sem annarsstaðar. Ég hef per- sónulega fulla trú á að svo verði því þegar landinn snýr sér að hlutum fyrir alvöru þá er ekki hálfkák þar á ferð. Að lokum þá eru hér nokkrar ábendinar um lykilatriði, sem menn skyldu hafa í-huga gagnvart uppsetningu þessara kerfa. 1. Að skola mjög vel út vatnsæð þá sem tengja á kerfið við. Ég hef séð steina allt að 5 sm. í þvermál koma úr Ieiðslum úðakerfa. Augljóst er hvaða afleiðingar slíkt getur haft í för með sér. Ef kerfið er tengt 6“, þarf að láta renna úr 2Vi, opnu í minnst 5 mín., helst tveim slíkum opum. 2. Gjarnan hendir að einn aðili hannar úðakerfið og annar loftræstikerfi sama húss og enn annar rafkerfið og þar með staðsetn- ingu ljósa o.s.frv. Því miður er oft lítið samband á milli aðila og þegar kemur að uppsetningu, bjarga iðnaðarmenn sér fyrir horn en slík björgunarstörf verða oft á kostnað úðakerfisins. Ef einhverj ar breyting- ar þarf að gera frá upprunalegri hönnun er bráðnauðsynlegt að gera það í samráði við hönnuði. 3. Slökkviliðsstjórum er nauðsynlegt að kynnast úðakerfum, sem eru í húsnæði á þeirra yfirráðasvæði, t.d. hvaðan fær kerfið vatn? Er hætta á að þeir svelti úðakerfið er þeir tengja slökkviliðsbíl sinn á brunahana í nágrenninu? Hvar er slökkviliðstengið inn á kérfið? Öll úðakerfi eru útbúin með sérstöku tengi fyrir slökkvilið, sem þeim er ætlað að dæla í til að auka þrýstinginn og þar með árangur kerfisins. Menn geta ímyndað sér hvern úðastút, þá slökkviliðsmenn má ekki skorta vatn. Því er rétt að hugsa fyrst og fremst um vatn í úðakerfið áður en hleypt er á slöngur. Svona er hægt að halda áfram að ræða um vatnsúðaslökkvikerfi, enda hafa verið skrifaðar margar bækur um málefnið. Vonandi finna slökkviliðsmenn einhver fróðleikskorn um úðakerfi í þessari grein eða þá að hún vekur með þeim einhverjar spurn- ingar, og þeir leiti svara við þeim. Verk- fræðingar brunamálastofnunar ríkisins eru líklega manna fróðastir í þessum málum hér á landi, ég veit að þeir mundu með ánægju svara öllum spurningum, sem beint er til þeirra. Ástvaldur Eiríksson varaslökkviliðsstjóri, Keflavíkurflugvelli ÁRMULA 36, REYKJAVÍK SÍMI82466 ÖLL SLÖKKVITÆKJA- HLEÐSLA & ÞJÓNUSTA SELJUM: SLÖKKVITÆKI REYKSKYNJARA ELDVARNARTEPPI BRUNASLÖNGUHJÓL ÖRYGGISWÓNUSTA Póroddsstodum v/Skógarhlið, Reyk|avík Pósthólf 1101. 121 Reykjavík S 91-29399 - Simaþjónusta allan sólahringinn £ SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.