Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Síða 20

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Síða 20
ELDUR Pótt hlífðarbúnaöur slökkviliðsmanna í dag standi langtum framar en það sem tíðkast hefur í langan tíma, þá er það nú svo að eldri búnaðurinn var „lélegri en betri“ vegna þess að slökkviliðsmenn urðu fyrr varir við hættuna sem að þeim stafaði heldur en gerist þegar notað er það besta í dag. Hitageislun kom fljótt í ljós í gegnum gömlu gúmmívettlingana og maður varaði sig fyrr á hitanum á úlnliðum, hálsi, eyrum, í gegnum stígvélin og þegar kápan gaf sig. Þar sem þjálfunin hér áður fór fram í öndunar- færu andrúmslofti án reykköfunartækja þá urðu slökkviliðsmenn varir við hitann í andlitinu. Slökkviliðsmenn eru búnir full- komnari vörn í dag en nokkru sinni fyrr. Slökkviliðsmenn fara lengra inn í eldsvoðann og dvelja lengur. Allur ytri slökkvistarfs- hlífðarbúnaðurinn er svo ótrúlega mikil vörn fyrir slökkviliðsmanninn að aðvörunarkerfi líkamans fer ekki í gang. Hlífðarbúnaðurinn gefur sig áður en vart verður við ofurhitann í raun og veru. Það er áríðandi að gera sér grein fyrir því að hlífðarbúningurinn gefur sig snögglega en ekki hægt, þannig að maður verði var við hættuna. Eftirfarandi atriði verður að hafa í huga þegar notaður er nútíma hlífðarbúnað- ur við slökkvistörf. 1. Nýju viðurkenndu vettlingarnir leiða ekki hita eins og gömlu gerðirnar. 2. Hlífðarkápur úr nýjustu efnum eru einu og hálfu kílói léttari en þyngstu tegundir „NOMEX“ fatnaðar, sem er mjög mikið notað, brunaþolið efni. 3. Hjálmar búnir til úr plastblöndum eða leðri með sérstakri einangrun þola meiri hita en áður hefur þekkst. 4. Slökkviliðsmenn sem nota reykköfunar- tæki með yfirþrýstingi athuga ekki eins vel að gríma sé þétt á andlitinu. Slíkt háttarlag minnkar notagildi tækisins og slökkviliðs- mannsins. 5. Traust slökkviliðsmannsins á búnaðinum gefur falska öryggistilfinningu . Ef hlífðar- búnaðurinn gefur sig snögglega þá er mikil hætta á því að maðurinn verði ofsahræddur eða hann fari offörum. 6. Slökkviliðsmaður fullbúinn til slökkvi- og björgunarstarfs ber á ser búnað sem er 20-25 kg. Þessi aukna þyngd orsakar meira álag á hjarta og öndunarfæri. Þó svo að slökkviliðsmenn hafi alltaf verið þjálfaðir til snöggra og ákveðinna starfa, þá er augljóst að með nýjum útbúnaði, verður maður síður var við hættuna í tíma til und- ankomu. Við kennum slökkviliðsmönnum að vera ákveðnir við starfið og að sækja fram af krafti þegar þörf er, en jafnframt verðum við að leggja áherslu á varúð og að ávallt sé einhver undankoma möguleg þegar verið er að fara inni á hættusvæði. Þýtt og endursagt. Haraldur Stefánsson, Slökkvistjóri Keflavíkurflugvelli. Breytingar á stjórn L.S.S. Á síðasta þingi urðu tvær breytingar á stjórn L.S.S. Þeir Baldur S. Baldursson frá Reykjavík og Ágúst Magnússon frá Selfossi gáfu ekki kost á sér aftur í stjórn og viljum við þakka þeim fyrir gott starf í þágu félagsins, en núverandi stjórn skipa eftirtald- ir heiðursmenn. Guðmundur Helgason, formaður (Reykja- víkurflugvelli.) Sími-91-667172. Baldur Baldursson, varaformaður (Keflavík- urflugvelli) Sími-92-12694 Birgir Ólafsson, gjaldkeri ( Keflavík) Sími- 92-13624 Arnlaugur Bergsson, meðstjórnandi (Sel- fossi) Sími-99-2246 Kristján Finnbogason, meðstjórnandi (Isa- firði) Sími-94-3931 Björn Gíslason, meðstjórnandi (Reykjavík) Sími-91-672294 2(9 SLÖKKVILIÐSMAÐ URINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.