Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Side 22
KÍKT VIÐ HJÁ
KRAFTIHF.
Á síðustú 5 árum hafa komið 7 nýir
slökkviliðsbílar (sem sagt fullbúmr og sér-
hannaðir fyrir slökkvistarf) hingað til lands
og hefur einn og sami innflytjandi flutt inn
sex af þessum sjö bílum sem eru allir af
M.A.N. gerð og fannst okkur hér hjá
Slökkviliðsmanninum við hæfi að kíkja við
hjá Erlingi Helgasyni í Krafti og taka hann í
smá spjall.
Við byrjuðum að spyrja hvers vegna
M.A.N. bílarnir væru svona vinsælir? Taldi
Erlingur það vera vegna þess að nú væri
komin góð reynsla á þessa bíla hér á landi og
að þeir væru mjög hagkvæmir í verði miðað
við sambærilega bíla, en núna undanfarið
hafa engar fyrirspurnir um bíla komið inn á
borð til hans, það virðist einhver ládeyða yfir
þessu. En fyrsti bíllinn kom árið 1983 og er
fyrsti útkallsbíll slökkviliðs Reykjavíkur.
Hann var tekinn í notkun 24. des. 1983.
Undirvagninn er M.A.N. 19,298 með drifi á
öllum hjólum og sjálfskiptum ZF hp 500
gírkasssa. Hægt er að splitta afturöxul og
eins milli fram og afturöxla. Hann var
byggður sem slökkvibíll hjá hf. Nielsen í
Danmörku en dælan kemur frá Nilh. Ru-
bergs í Svíþjóð. Það er stórt mannskapshús á
bíinum með sætum fyrir 7 menn, reykköfun-
artæki eru á sætum. Ýmiskonar fjarskipta-
búnaður er í húsinu svo og upplýsingar svo
nota má bílinn sem stjórnstöð. Skáparúmið
kemur þar fyrir aftan, 3 skápar á hvorri hlið
og dælan aftast. Skáparnir eru mjög stórir og
rúmgóðir og er bíllinn byggður þannig upp
að á vinstri hlið eru ýmiskonar slökkviáhöld
en á þeirri hægri er allskonar björgunarbún-
aður auk beranlegrar dælu. í bílnum er 3500
w. rafstöð. Vatnstankur er smíðaður úr
trefjaplasti og tekur 2000 1. Dælan er tegund
R 30/2,5 ELA og er framleidd úr bronsi, allir
öxlar eru úr ryðfríu stáli. Afköst eru 3000
l./min. við 10 BAR og 2,5 m. soghæð og 250
l./min. við 40 BAR. Dælan er útbúin 1 stk.
2Vi“ Stortz inntök 2 stk. 1 Vi“ úthlaup 4 stk.
2Vi“ úthlaup til háþrýstiklefa sem eru með 90
Kraft-maðurinn Erlingur Helgason á skrif-
stofu sinni.
SL ÖKKVILIÐSMA Ð URINN