Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Page 25

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Page 25
Reykköfunarnámskeið á vegum L.S.S. Nemendur ásamt kennurum. Dagana 29., 30. og 31. febr. ‘87 var haldið reykköfunarnámskeið um borð í Sæbjörg skólaskipi Slysavarnarfélags íslands og hófst það kl. 20:00. Námskeiðið setti núverandi formaður L.S.S., Guðmundur Helgason og byrjaði hann á að bjóða nemendur velkomna og sagði þetta vera stóra stund hjá L.S.S. Minntist hann einnig á sérskóla fyrir slökkvi- liðsmenn sem því miður væri ekki sjáanlegur í næstu framtíð en fylgjast yrði vel með þeim málum og hrósaði hann Þóri og Höskuldi fyrir þeirra baráttu í þeim efnum og sagði svo að lokum að hann og aðrir í stjórn L.S.S. vonuðu að þetta námskeið mætti vera okkur til mikils gagns. Byrjað var að fara yfir eðli elds og voru það Höskuldur Einarsson og Þórir Gunnars- son sem sáu um það. Þeir reyndu að koma mönnum í skilning um hvað eldurinn væri í raun hættulegur og að við gerðum okkur grein fyrir hvað eldurinn væri mikill og reyna að sjá hversu heitur hann væri eftir lit hans og þá hversu mikið vatnsmagn þyrfti. Einnig var farið í rétt slökkvistarf og rætt um helstu slökkviefni sem eru vatn, (sjór), duft, kol- sýra, froða, létt vatn og halon og við hvaða aðstæður ætti að nota hvert um sig. Og um kl. 23:00 var tekin pása þangað til næsta morgun. Kl. 08:00 var ræst og beið þá ljúffengur morgunmatur á borðum og þegar menn höfðu nærst var tekið við fyrri iðju ásamt sömu kennurum en nú var farið í bóklega reykköfun. Tekið var fyrir hlífðarfatnaður reykkafara, reykköfunartæki og rétt öndun SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.