Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Page 32

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Page 32
aðstoða fyrrgreindan tæknimann við útgáfu- starfsemi. Ef fengist að ráða þessa tvo starfsmenn er ég fullviss um að afköst innan stofnunarinnar myndi aukast miklu meira en sem næmi hlutfallslegri aukningu starfsmanna. Að síðustu og ekki síst vil ég minnast á tillögur nefndar þeirrar er skilaði tillögum um fræðslu- og þjálfunarmál slökkviliðs- manna. Ég er mjög ánægður með þessar tillögur og mun reyna að framkvæma þær eftir bestu getu eftir því sem aðstæður leyfa. Ekki er því samt að neita að þar skiptir mestu máli fjárhagur Brunamálastofnunar eins og ég minntist á hér í upphafi þessa erindis. Óska ég svo slökkviliðsmönnum allra heilla í starfi sínu og þakka þeim vel unnin störf. Bergsteinn Gizurarson, brunamálastjóri ríkisins. Atvinnumenn í stað áhugamanna Nú um síðustu áramót voru stór þáttaskil í sögu Brunavarna Suðurnesja. En þá var sett upp fast slökkvilið. Fram að þessu hefur slökkviliðið verið rekið sem útkallslið, og notast hefur verið við símaboðunakerfi og lúður. Einnig hafa nú Brunavarnir Suðurnesja tekið að sér alla sjúkraflutninga, en hingað til hefur sá liður verið alfarið á vegum Heilsu- gæslu Suðurnesja. Ráðnir sem fastir starfsmenn hjá Bruna- vörnum Suðurnesja eru því í dag 12 menn, en þeir eru: Ingi Þór Geirsson, slökkviliðs- stjóri sem reyndar hefur sinnt því embætti um árabil. Jóhannes Sigurðsson aðstoðar- slökkviliðsstjóri sem hefur einnig starfað í mörg ár sem yfirmaður eldvarnareftirlitsins, en starfaði áður sem eldvarnareftirlitsmaður ásamt Jóhannesi. Lárus Kristinsson fluttist til Brunavarna Suðurnesja, en hefur starfað í mörg ár sem sjúkraflutningsmaður hjá TIL SOLU - LÍFLÍNUR - SÚREFNISTÆKI - Neyðarblikkljós - ÖRYGGISBELTI Spiromatic - REYKKÖFUNARTÆKI frá Interspiro AB (A.G.A.) PRÓFUN HF. Fiskislóð 1 19 B - 121 Reykjavík P.O. Box 1406 - Sími: 91-26085 Heilsugæslunni, einnig var Lárus slökkviliðs- maður áður en hann hóf störf á sjúkrabílnum og eldvarnareftirlitsmaður í Keflavík. Ingimar Guðnason, Gísli Viðar Harðarson og Hjörleifur Ingólfsson fluttust til til Bruna- varna Suðurnesja, en hafa starfað sem sjúkraflutningsmenn hjá Heilsugæslunni. Baldur Baldursson, Örn Bergsteinsson, Gylfi Ármannsson og Davíð Eyrbekk voru nú fastráðnir en hafa um árabil verið í útkallsliði Brunavarna Suðurnesja. Auk þeirra var ráðinn Sigurgísli S. Ketils- son, en hann starfar sem eldvarnareftirlits- maður. Aðsetur Brunavarna Suðurnesja SLÖKKVILIÐSMAÐ URINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.