Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 33

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 33
Eiturefnabúningar prufaðir hjá Slökkviliði Reykjavíkur Borðeyri, 19.01.1988 Pcgar brunavarnir Bæjarhrepps eignuðust nýja dælu nú á haustdögum sem var búin rafstarti og öllum því tilheyrandi datt mér í hug að endurbæta gömlu góðu Climax dæl- una okkar svolítið. En hún hafði einungis handvirka gangsetningu, sem vélamenn slökkviliðsins voru orðnir þreyttir á. Settist ég niður og hannaði startara, altenator og rafgeymir og einnig setti ég á hana vinnuljós. Vélin er einstaklega góð í gang og liprari til muna í allri umgengni. Það er líka ágætt að vita til þess að ef magnettan brennur þá er bara að setja á hana háspennukefli í staðinn á þessa kveikju sem í henni er. Hafi einhverj- ir áhuga á að breyta sínum dælum er þeim velkomið að hafa samband. Sveinn Karlsson slökkviliðsstjóri, Brunavörnum Bæjarhrepps Borðeyri. Gamla góða Climax dœlan. Þess má hér einnig geta að þeir þarna á Borðeyri eru ekki í L.S.S. og allt kaup sem þeir fá fyrir starf sitt leggja þeir beint upp í tækjakaup. (Þetta eru sannakallaðir áhuga- menn). J.R. (Eyjum) SLÖKKVILIÐSMAÐ URINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.