Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Blaðsíða 6
Hvernig varð Oryrkjabandalagið til? Það fyrsta, sem ég man eftir af undirbún- ingi undir stofnun Ö.B.Í. var það, að árið 1959 kaus Alþingi milliþinganefnd til þess að rannsaka og gera heildartil- lögur um lausn á atvinnumálum og fél- agslegum vandamálum öryrkja í landinu. Þessi nefnd aflaði sér margháttaðra upp- lýsinga um starfsemi öryrkjafélaganna, og komst að þeirri niðurstöðu að þjóð- hagslega hagkvæmt væri að efla starfsemi þeirra og taldi um leið nauðsynlegt, að félögin hefðu með sér náið samstarf. Það voru svo Sjálfsbjörg og S.Í.B.S., sem ruddu brautina og eins og þú veist var svo bandalagið stofnað 1961. Kom starf þessarar nefndar að nokkru gagni? Ég álít nú að svo hafi verið. Hún aflaði margvíslegra gagna, talaði við forystu- menn félaganna, sem ég held að hafi fengið aukið sjálfstraust og kjark við þess- ar viðræður. Nefndin gekkst svo fyrir því að sum félögin fengu tekjustofna og staða þeirra varð sterkari. Til fróðleiks má geta þess, að nefndin aflaði sér upplýsinga um orsakir örorku á.tímabilinu 1956 — 1959 og útkoman varð þessi: Árið 1958 voru öryrkjar — 50% eða meira 2865. Hlutföll voru þessi á öryrkj- um metnum 1956 — 59. Geðveiki og taugaveiklun 27.0% Berklar 19.0% Hjarta- og æðasjúkdómar 16.5% Slitgigt og liðagigt 12.9% Mænusótt og aðrar bæklanir 3.0% Vangefnir 5.1% Heilablæðing, heilaæxli, flogaveiki 3.5% Astma- og lungnaþan 2.9% Illkynja æxli 2.4% Meltingarsjúkdómar 1.4% Sjóndepra, ýmislegt annað 6.3% Tvennt var það sem olli þeim, er að þessum málum unnu um þetta leyti mest- um áhyggjum. 1. Húsnæðið. Um var að ræða stærsta láglaunahóp landsins og gott húsnæði kostaði alltaf mikið, en engum öðrum hóp nauðsynlegra að búa í góðu húsnæði. 2. Val atvinnu. Til þess að geta lifað með reisn þurfti að vinna. Þótt nokkur vinnugeta væri fyrir hendi var ekki sjálfsagt að vinna fengist. Sumir at- vinnurekendur voru hræddir við að ráða þá, sem þeir vissu, að höfðu verið sjúklingar, aðrir vantreystu getunni. Eftir stofnun Öryrkjabandalagsins varð það svo úr að myndaður var sem sjálfseignarstofnun — Hússjóður Ö.B.Í., er skyldi fá það hlutverk að kaupa og byggja íbúðarhúsnæði, er leigt skyldi öryrkjum fyrir vægt verð. Skipulagsskrá Hússjóðs var staðfest af forseta íslands í febrúar 1966 og í september það sama ár var tekin fyrsta skóflustungan að fyrsta húsi Hússjóðs. Á árunum 1966 — 78 voru svo byggð þrjú háhýsi með 209 íbúðum í Hátúni og háhýsi í Fannborg í Kópavogi með 41 íbúð. Þegar svo kom að því að öll lán voru vísitölutryggð og vextir hækk- andi þá treystum við okkur ekki til þess að halda áfram að byggja enda Jrótt þörfin væri brýn. Tekjustofn Ö.B.I var aðeins 1% af tekjum aðildarfélaganna, sem nægði ekki til rekstrar hvað þá til frekari framkvæmda. Öflugur tekju- stofn var því nauðsyn, ef sinna átti svo mikilvægu verkefni, sem húsnæðismál öryrkja voru. Og þá kom „Lottóið“? Já „lottóið“ kom eins og sending af himnum ofan. Stjórn Ö.B.Í ákvað að fyrstu þrjú árin skyldi Hússjóður fá 80% af „lottó“ tekjum til ráðstöfunar. Það er nú rúmt ár frá því rekstur „lottósins“ hófst. Hússjóður hefur fengið í sinn hlut um 80 milljónir, sem hefur verið ráðstafað þannig: Fest hafa verið kaup á 42 íbúðum og þrem íbúðarhús- um. Flestar af íbúðunum hafa verið keyptar notaðar og gegna þess vegna nú þegar þessu hlutverki, aðrar koma í gagnið á þessu ári. Þessar íbúðir sem eru í sjö sveitarfélögum munu leysa húsnæðisvanda 70 — 80 öryrkja. Eru vandamálin þá óðum úr sögunni? Þótt svo hressilega hafi verið að verki staðið þá er því fjarri að vandamál okkar séu leyst. Þegar fasteignaöflun okkar hófst á ný með tilkomu „lottó“ teknanna, þá voru rúmlega 300 ein- staklingar á biðlista hjá okkur eftir húsnæði. Nú um þessi áramót er þessi biðlisti jafnlangur þar eð 75 öryrkjar sóttu um húsnæði hjá okkur á árinu, sem var að líða. Þannig, að þrátt fyrir mikil umsvif, þá er ekki að sjá að lát sé á þörfinni. Hvers vegna sækir fólk svo mjög til ykkar? Það er meðal annars vegna þess að íbúðirnar eru góðar, þótt þær séu litlar. Fólkið fær nokkra þjónustu, ef þess þarf. Það getur fengið keypt ódýrt fæði, það fær heimilishjálp og heimilishjúkrun frá borginni sé þess þörf. Læknir er á staðnum, sem skapar mikið öryggi. Veigamikið atriði er, að fólkið veit, að því verður ekki sagt upp, nema eitthvað mikið sé að. Þá er leiga hófleg, sem er mjög þýðingarmikið fyrir öryrkja, sem flestir hafa aðeins tryggingabætur. Loks er það mikið öryggisatriði fyrir okkar leigjendur að geta leitað til skrifstofu Ö.B.Í um félagslega fyrir- greiðslu. Og meira fékkst heiðursformaður Ö.B.Í ekki til að láta hafa eftir sér og þótti hér hæfa amen eftir efninu. 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.