Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Blaðsíða 7
Starfsfólkið í allri sinni dýrð.
R léttari nótum — og þó.
Nýtt starf þar sem öndvegisfólk er ekkert
að gefa stranga og leiðandi lýsingu á
verksviði og athöfn allri kallar vissulega á
alla athygli þess, sem er að hefjast
handa. Og fyrsta spurningin, sem á hug-
ann leitar er sú, hversu að skuli farið,
hvernig skuli unnið, svo eitthvað gagn
geti orðið af.
Því óneitanlega er það örlítið betra, að
unnt sé að segja, að gagn sé gert, að ekki
sé til einskis unnið.
En jafnframt er líka horft til margra,
óleystra verkefna og glöggt, að ekki
verður verkefnaskortur, ef vilji og hug-
kvæmni leggjast á eitt. Og það er svipast
um á vettvangi og verður fyrst fyrir að
kanna hvað verið sé að iðja allt í kring.
Nýliðinn býr við konuríki mikið en
kært og ekki orð um það meira eitt sér.
En talandi um kvennaveldið, sem öllu
ræður í ríki því, verður nýliðanum vel
ljóst og fljótt fullljóst, að ekki er þar
slegið slöku við. Þar er raunar allt á fullu
alla daga og ótrúlegt hversu mörgu og
misjöfnu er í að snúast — ótrúlegt ekki
raunar þegar þess er gætt, hversu mörgu
er sinnt, og skiptir þá ekki ináli um
skyldu eður ei.
Má víst segja, að fyrirferð þess, sem
ekki tengist starfssviði utan efa sé fullt
eins mikil, ef ekki meiri.
Erindrekstur við skrifstofuna er nánast
ótæmandi og erindi fólks af ólíkum toga.
Það má með sæmilegum sanni segja, að
þar sé sinnt öllu milli himins og jarðar,
þó flest verkefnin séu býsna jarðbundin,
og leyst er úr öllum iífsins gátum —
svona innan mannlegra marka.
Þetta minnir raunar mjög á stórheimili
fyrri tíma, þegar húsmóðirin þurfti að
hafa á öllu góða gát, svo hún fengi þann
dóm að hún væri í senn hjúasæl en samt
athugul og einörð.
Þessum húsmæðrum virðast þær vera
líkar, sem ríkjum ráða á skrifstofu Ö.B.Í.
Til þeirra er leitað af fólki í alls kyns
erindum, mögulegum sem ómögulegum,
allt frá smæstu fyrirgreiðslu yfir í lífs-
vandamálin sjálf í öllu sínu oft yfirþyrm-
andi veldi. Aðeins skal í leiftursýn litið til
þeirra, en ekki gleymt þeim er annars
staðar ráða ríkjum og bera veg nokkurn
og vanda, þó þau vilji eðlilega þoka
nokkuð í mínum huga fyrir náinni návist
eðalkvennanna alltsjáandi og alltgetandi.
Þegar komið er inn á skrifstofuna situr
þar fyrir svörum Guðríður Gísladóttir og
greiðir úr vanda fólks af fjölbreytilegasta
tagi. Oft er þar biðröð fólks, sem er t.d.
að sækja meðölin sín, kaupa frímerki, fá
hina og þessa Ieiðsögn nú eða biðja um
kvinnurnar hinar, sem innar eru.
Peningamálin eru hennar sérgrein
enda húsaleigu- „spesialisti“ Ö.B.I. og
inná milli svarar hún mjúkri rödd í
símann eða vélritar „fingrum fimum með
filmstjörnubros á vör“, eins og eitt sinn
var ort.
Innar á ganginum situr framkvæmda-
stjóri Ö.B.Í. með öll þess þungu mál á
herðum sér, með „lottó“ blik í ljómandi
augum eins og raunar er aðaleinkennið á
staðnum á eftir elskuseminni.
Ásgerður Ingimarsdóttir er félags-
málafrömuður skrifstofunnar og lætur
sér fátt óviðkomandi.
Nýliðinn, sem þekkir hana m.a. úr
fyrra starfi sínu, sem ritara úthlutunar-
nefndar öryrkjabifreiða, veltir því
gjarnan fyrir sér hvernig og hvenær hún
hafi getað sinnt því starfi með einstökum
ágætum, svo erilsamt sem það var — með
öllu öðru. Fundahöld, smá og stór og
skipulagning kringum það, næstu skref 'í
starfinu, að ógleymdum öllum viðtölunum
eru hennar sérgrein svo og er hún sérfræð-
ingur í að sitja fundi og lætur stundum
nærri að hún sitji tvo í einu.
Biðlistinn hennar eftir húsnæði er enn
alltof langur og veldur ógleði oft á tíðum,
en Ásgerður tekur óþoli og argi fólks með
svo kristilegri ró, að hún gæti fengið
verðlaun Fíladelfíu út á það, gott ef ekki
7