Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Blaðsíða 3
Fylgt úr hlaði Arnþór Helgason. Öryrkjabandalag íslands var stofnað árið 1961. Síðan þá hafa umsvif þess farið vaxandi og bandalagið er nú orðið óum- deildur málsvari og forystusamtök fatl- aðra í landinu, enda eiga nú nær öll félög fatlaðra aðild að Öryrkjabandalagi ís- lands auk nokkurra styrktarfélaga. Það hefur lengi staðið Öryrkjabanda- lagi íslands fyrir þrifum að eiga sér engan vettvang til þess að kynna skoðanir fé- lagsmanna sinna og aðildarfélaga. Það var því þegar á árinu 1984 að ákveðið var að hefja útgáfu fréttabréfs. En af ýmsum ástæðum dróst það á langinn og það var ekki fyrr en bandalagið réð til sín Helga Seljan síðastliðið haust að hægt var að hefjast handa fyrir alvöru. Með fréttabréfi þessu hyggst stjórn Öryrkjabandalags íslands freista þess að ná til aðildarfélaga bandalagsins og fé- lagsmanna þeirra, enda verður blaðið sent hverjum félagsmanni þeirra 14 sam- taka sem eiga aðild að Öryrkjabandalagi fslands. Með fréttabréfi þessu er brotið blað í sögu íslenskrar blaðaútgáfu því að það verður gefið út prentað, á hljóðsnældum fyrir sjónskerta og myndbandi fyrir heyrnarlausa. Pannig vill stjórn banda- lagsins tryggja að hver sá sem hefur áhuga á því sem er að gerast innan vébanda þess geti fylgst með þeirri um- ræðu sem verður á síðum blaðsins og tekið þátt í henni. Þess er vænst að í Fréttabréfi Öryrkja- bandalagsins birtist fréttir af starfi að- ildarsamtaka þess og því helsta sem er að gerast í málefnum fatlaðra hverju sinni. Pess er vænst að forystumenn félaga fatlaðra og styrktarfélaga þeirra ásamt almennum félagsmönnum taki þátt í að móta fréttabréfið og leggi því til efni. Blaðið mun ekki birta að neinu marki fræðilegar greinar um málefni fatlaðra, til þess eru aðrir miðlar hentugri. En þess er vænst að fréttabréfið verði til þess að tengja betur saman aðildarfélög Öryrkja- bandalagsins og styrkja stöðu þess í samfélaginu sem hagsmunasamtaka. Öryrkjabandalag íslands eru hagsmunasamtök fatlaðra. Bandalaginu ber að vera á verði um hagsmunamál fatlaðra hverju sinni og stuðla að úrbót- um í málefnum þeirra. Þrátt fyrir al- menna velmegun hér á landi hafa fatlaðir íslendingar oft borið skarðan hlut frá borði. Síðasta dæmi þess eru ný tollalög og matarskattur, sem bitna harðast á þeim sem síst skyldi. Hagsmunir fatlaðra voru sennilega bornir fyrir borð í þessari lagasetningu vegna vanþekkingar em- bættis- og þingmanna auk þess sem forystumenn fatlaðra sjálfra voru ef til vill ekki nægilega vel á verði. Öryrkja- bandalagið hefur nú sett á oddinn að fá þessi mál leiðrétt væntanlega í góðri samvinnu við þingmenn og embættis- menn. Öryrkjabandalag íslands tekur ekki afstöðu með einum stjórnmálaflokki gegn öðrum. Samt sem áður hlýtur bandalagið að móta sér stefnu í þeim málefnum sem snerta hag fatlaðra án tillits til hagsmuna einstakra flokka eða embættismanna. Því má búast við hagsmunaárekstrum, en þeir verða ætíð í þjóðfélagi sem byggist á því að koma sjónarmiðum á framfæri með þeim bar- áttuaðferðum sem tíðkast nú innan stjórnmálaflokka, verkalýðshreyfingar og annarra hagsmunasamtaka í sam- keppnisþjóðfélagi nútímans. Öryrkja- bandalagið mun meta stöðu sína hverju sinni og taka afstöðu sem hæfir hagsmun- um fatlaðra. Að lokum skal sú ósk borin fram að Fréttabréf Öryrkjabandalag íslands verði starfi þess og aðildarsamtaka þess sú lyfti- stöng sem stefnt er að. Arnþór Helgason, Formaður stjórnar Öryrkjabandalags íslands 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.