Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Blaðsíða 14
Námskeið fyrir foreldra/að standendur fatlaðra barna, Frá því haustið 1984, hafa félögin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna og Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra staðið fyrir námskeiðshaldi fyrir aðstandendur fatlaðra bama. Samstarf um svo brýnt mál varð að raunveruleika fyrir tilstuðlan Sjálfsbjargar lsf., en á þingi Sjálfsbjargar 1984, var gerð ályktun þess efnis, að Sjálfsbjörg skyldi beita sér fyrir foreldra- fræðslu í samstarfi við önnur hagsmuna- félög fatlaðra. Námskeið þessi urðu að raunveruleika, og var fyrsta námskeiðið haldið í Ölfusborgum í nóvember 1984. Samstarf fyrrgreindra félaga hófst frá og með þessu námskeiði í Ölfusborgum. Þessi samtök mynda síðan bakhóp, sem samanstendur af fulltrúa frá hverju félagi, ásamt foreldrafulltrúum frá SAF- ÍR, Styrktarfélagi vangefinna og Styrkt- arfélagi lamaðra og fatlaðra (kvenna- deild). Einnig situr framkvæmdastjóri námskeiðanna alla fundi bakhópsins, og boðar fundi eftir því hvað er að gerast, en allar ákvarðanir varðandi námskeiðin eru teknar í bakhóp. Frá þessum tíma hefur þetta starf verið stöðugt, og haldin hafa verið 15 nám- skeið, flest í Reykjavík, en farið hefur verið um allt land. (Akureyri, Vestfirði og víðar). AIls hafa tekið þátt í þessum námskeiðum um 250 foreldrar. Þessi námskeið hafa verið svokölluð grunnnámskeið, og hefur þar verið fjall- að um m.a. tryggingamál, þjónustu, sál- fræði- og læknisfræðilega hlið mála s.s. greiningu og kreppukenningar, og einnig hefur verið fjaliað um þjálfun og hjálpar- tæki. Þessi námskeið voru mjög stór í sniðum, með 6 fyrirlesurum og foreldra- fulltrúa, auk þess sem boðið var upp á barnagæslu, og voru börn í umsjá sér- menntaðs starfsfólks. Þessi námskeið tókust í alla staði ákaf- lega vel, og var ánægja foreldra (að- standenda) mjög mikil, en við sáum það á því, að í lok hvers námskeiðs var gert námskeiðsmat. Það varð síðan úr, að okkur þótti tími til kominn til þess að þróa þessi nám- skeið áfram, og var settur saman vinnu- hópur til þess að koma með tillögur um það hvernig framhald þessara mála gæti orðið. Vinnu hópsins lauk s.l. sumar, og kom hann með tillögur að fjórum nám- skeiðum: 1. Grunnámskeið. 2. Námskeið fyrir foreldra barna á for- skólaaldri. 3. Námskeið fyrir foreldra unglinga. 4. Fullorðinsárin. Samþykkt var að byrja á því að hafa námskeið fyrir foreldra forskólabarna, svo og foreldra unglinga. Einnig var samþykkt að Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins myndi taka yfir grunnnámskeiðin, þar sem þeir væru í mestum tengslum við foreldra yngri barna svo og hefðu þeir yfirsýn yfir allar nýfatlanir hjá börnum. Þessi námskeið Greiningarstöðvarinnar hófust í febr. s.l. Haldin hafa verið tvö námskeið, eitt af hvorri gerð, (forskólabörn) (unglingar), og voru þau haldin í nóvember 1987, en Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur lánað Reykjadal í Mosfellssveit fyrir námskeiðin. Þetta eru helgarnámskeið, og er ekki gert ráð fyrir barnagæslu eins og á fyrri námskeiðum. Hámarksþátttaka foreldra er 15, og er reiknað með því að foreldrar sofi á staðnum. Einnig er reiknað með 3— 4 foreldrum utan af landi, og er þeim þá greiddur ferðakostnaður. Fyrirlesarar eru fjórir á hvoru námskeiði um sig, og eru þeir þessir: Börn á forskólaaldri. Stefán Hreiðarsson, læknir. Vilhelm Norðfjörð, sálfræðingur. María Björk Ingvadóttir, félagsráðgjafi. Guðlaug Sveinbjörnsdóttir, foreldri. Um unglingsárin. Sveinn Már Gunnarsson, læknir. Tryggvi Sigurðsson, sálfræðingur. Lára Björnsdóttir, félagsráðgjafi. Ásta B. Þorsteinsdóttir, foreldri. Foreldrarfulltrúarnir eru einnig fyrirles- arar. Námskeiðin skiptast á að vera fyrirlestr- ar og hópvinna foreldra. Ákveðið hefur verið að halda tvö námskeið af hvorri gerð fram að vori. Nýr framkvæmdastjóri hefur tekið við námskeiðunum af Guðrúnu Ögmunds- dóttur félagsráðgjafa og er það Kristín Jónsdóttir þroskaþjálfi. Allar nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma 91-32961 milli kl. 17.30 og 19.30. Framkvæmdastjóri námskeiðanna Kristín Jónsdóttir. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra Landssamtökin Þroskahjálp Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Styrktarfélag vangefinna. Eftirtalin námskeið eru í boði: I. FORSKÓLAALDUR — fyrstu skólaárin. Fyrirlesarar eru: Stefán Hreiðarsson, læknir Vilhelm Norðfjörð, sálfræðingur María Ingvadóttir, félagsráðgjafi Guðlaug Sveinbjarnardóttir, foreldri Námskeiðin eru helgarnar 19.—20. mars og 23.—24. apríl. II. Unglingahópur. Fyrirlesarar eru: Sveinn Már Gunnarsson, Iæknir Tryggvi Sigurðsson, sálfræðingur Lára Björnsdóttir, félagsráðgjafi Ásta B. Þorsteinsdóttir, foreldri Námskeiðin eru helgarnar 16.—17. apríl og 7.—8. maí. Námskeiðsstaður er Reykjadalur í Mosfellssveit Þetta eru helgarnámskeið ætluð 15 foreldrum eða einstakl- ingum. Námskeiðsgjald er kr. 1 200,00. Innifalið í því er fæði, gisting og námskeiðsgögn. Ferðakostnaður fyrir fólk utan af landi er greiddur. Öll námskeiðin eru haldin í Reykjadal í Mosfellssveit. Mæting kl. 8.45 á laugardegi. Ath. Allar nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma 91- 32961 milli kl. 17.30 og 19.30. 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.