Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Blaðsíða 5
ber á liðnu ári. Kynnt voru drög að frumvarpi um félagsíbúðasjóð. Markmiðið er að knýja fram breytingar á hinu félagslega húsnæðislánakerfi til að létta hag þeirra, sem ekki eiga þess kost að taka þátt í baráttunni á hinum almenna húsnæðismarkaði. Um aðild Ö.B.Í. að nefndum, stjórnum og starfhópum er birt sérstök skrá og vísast til hennar. Minnt var á aðild að tveimur alþjóða- samtökum: Nordisk förening for rehabilit- ering og Rehabilitation International. Greint frá utanferðum í tengslum þar við. Tölvumiðstöð fatlaðra. Rætt var um Tölvumiðstöð fatlaðra, hlutverk hennar og nauðsyn á eflingu hennar, en hún hefur nú starfað í tvö ár. Fjárveiting hefur verið af skornum skammti og nauðsyn ber til að aðildarfé- lög veiti þar meira fé. Hugmyndir hafa komið upp um það (O.’O), að bandalagið ætti að standa að framleiðsu og þróun hjálpartækja. Allt er þetta til athugunar og væntan- legra aðgerða í framhaldi af því. Sértæk verkefni — styrkir. Með bættum hag opnast leiðir til að veita styrki til ýmissa sértækra verkefna. Drög að reglum gera ráð fyrir að ákveðinni prósentu af þeim hluta, sem ætlaður er til félagslegra framkvæmda verði varið til styrkveitinga. Samstarf við löggjafann. Því var fagnað að það færðist í vöxt að Alþingi leitaði umsagnar bandalagsins um mál er varða fatlaða. Hins vegar var harmað það samráðs- leysi er var við setningu laga um kaup öryrkja á bifreiðum, en sú lagasetning var keyrð gegnum þingið á örskotshraða. Samning reglugerðar var hins vegar í samráði við samtök fatlaðra og þar var reynt að stoppa í göt svo sem unnt var. Þáttur heyrnarlausra. Ýmis fleiri mál voru reifuð í skýrslu formanns. Sérstaklega var getið fundar stjórnar Ö.B.Í. um málefni heyrnarlausra. Gagn- merkur fundur, þar sem fjölmargt skýrð- ist og rætt var um brýnar úrbætur. í framhaldi af þessu var vikið sérstak- lega að fjölmiðlamálum heyrnarlausra. Vítavert er hverja meðferð táknmáls- fréttir hafa hlotið í dagskránni hjá núver- andi fréttastjóra sjónvarps. Daufheyrst hefur verið við öllum ósk- um Félags heyrnarlausra og Ö.B.Í. Réttilega var bent á hinar miklu beinu tekjur sjónvarps af „lottóinu“ sem skipta miljónum. Réttmæt krafa að einhverju af þeim fjármunum, sem R.Ú.V. fær þannig á silfurfati verði varið til að rétta hlut þeirra, sem eiga einskis annars fjölmiðils völ en sjónvarps. Félagsmálaráðherra hefur lýst ein- dregnum vilja sínum til þess að taka sérstaklega á málefnum þessa hóps. Ýmislegt að lokum. Vakin var athygli á því að greiðslur til forráðamanna barna skv. 10. grein laga um málefni fatlaðra væru alltof lágar og ráðuneytið væri að brjóta launasaminga með þeim. Væntanlegt er rit um líf og starf fatl- aðra, gefið út af fyrirtækinu Frjáls mark- aður. Bandalagið var beðið um að tilnefna fólk í ritnefnd og var svo gert. Ritinu mun verða dreift í 85000 eintökum og er út- koma þess líkleg á útmánuðum. Að síðustu ræddi formaður framtíðar- sýn og fjölgun verkefna. Gat sérstaklega um fasta ráðningu framkvæmdastjóra Ásgerðar Ingimars- dóttur hjá Ö.B.Í. Stjórnarfundir á starfsári voru 15 og svipaður fundafjöldi hjá framkvæmd- aráði. r Oddur Olafsson — atgervismaður, engum líkur. Við berum gjarnan saman fortíð og nú- tíð, þegar okkur þykir sem árangur hafi orðið sem umtalsverður sé, þegar áfang- ar hafa náðst, sem skila okkur vel fram á veg. Ekki þarf langt til baka að leita til að sjá verulegar andstæður á allflestum svið- um þjóðlífs okkar. Ekki hvað síst á þetta við, hvað varðar heilsugæslu og félagslega aðstöðu hvers konar. Par hefur margt breyst svo, að til byltingar má fremur teljast. Að baki liggur mikil barátta, sem fjöldi fólks hefur háð fyrir sameigin- legum áhugamálum á leið til betra og bjartara lífs. Þar hefur afl fjöldans sagt til sín um áhrif og úrbætur, en ekki mun minna um vert að á hverri tíð hafa einstaklingar til forystu valist og í fremstu víglínu barist, sem öðrum fremur hafa haft kjark og kraft, lipurð og lagni, ásamt með ódeigri baráttulund. Mörg góð nöfn munu þar geymd fyrir sögu síðari tíma, en oft njóta einstaklingar þessa ekki í nútíðinni svo sem vert væri. Par kemur oft til hógværð og hjartans lítillæti þeirra, sem eiga þó að baki hvað besta baráttusögu. Þegar ég fór að huga að fréttabréfi Ö.B.Í. ómaði þó sterkar og var efst í huga eitt nafn margra ágætra, en það var nafn Odds Ólafsonar fyrrum alþingis- manns og yfirlæknis og núverandi heiðursformanns Ö.B.Í. Oddi kynntist ég ágæta vel á öðrum vettvangi, á Alþingi og mat hann því meir, sem ég fékk færi betri og fleiri til að kynnast honum og hugðarefnum hans. Á vettvangi Alþingis var hann sífellt vakinn og sofinn í hvers konar réttinda- baráttu fyrir fatlaða og sjúka. Með dæmafárri elju og óbilandi sannfæringarkrafti vann hann þessum málum öllum hið mesta gagn, enda var reynslan ærin og frábær þekking kom honum að góðu gagni. En einmitt á vettvangi Öryrkjabandalagsins á Oddur starfssögu hvað besta og bjartasta og væri ekki við hæfi að minnast þess í litlu viðtali, þó enn sé Oddur að, þó enn njóti Ö.B.Í. hans ágætu starfsorku. Byggingarsaga Ö.B.Í. er ævintýri lík- ust og eins og í öllum góðum ævintýrum er einhver undrasproti á ferð, einhver prins, sem úr álögum leysir og úr læðingi vekur áður óþekkta krafta. Og er nú ekki best að byrja að spyrja: 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.