Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Blaðsíða 10
Frá dagvistinni. — M.S. Formálsorð Örlítinn formála finnst mér ég skulda að skrifa hér — skulda segi ég — því ég átti svo undurgóða stund með þeim hjá M.S. félaginu í Álandi 13, á dimmum desemb- erdegi — dvöl sem ég á enn ylinn frá. Ég naut einstaklega ánægjulegrar stundar með fólkinu og öll var aðkoman sem aðbúnaður eins og best varð á kosið. Þarna eru einstaklingar á ýmsum stig- um sjúkdómsins, illa farnir sumir hverjir, en það er sem lífsgleðin ljómi af brá. Þarna er við ýmislegt unað, en einmitt jólin voru í vændum og því við ýmislegt föndrað og fengist sem þeim tengist. Fagna ber því að ráðuneytið skuli leita fyllsta samstarfs um þessi vandmeðförnu mál og væntir stjórn Ö.B.I hins besta af samstarfinu. Alþingi eða nefndir þess hafa einnig leitað umsagna um tvær þingsályktunartillögur, sem þar eru á ferð og þjóna eiga heyrnar- skertum. Væri betur að ævinlega þegar mál, er snerta fatlaða væru rædd á þingi, að þau væru send til beinnar umsagnar m. a. tryggingamál, húsnæðismál og síðast en ekki síst fjármál. Eftir því mun verða gengið af stjórn Ö.B.Í. Þá hefur stjórn Ö.B.Í ritað félagsmála- ráðherra bréf vegna greiðslna til foreldra og forráðamanna vegna umönnunar barna skv. 10. gr. laga um málefni fatlaðra. Þessar greiðslur höfðu á sínum tíma viðmiðun við lágmarkstaxta Dagsbrúnar félagið. og kynning. Allur andblær var með ágætum og ég hafði það á tilfinningunni, að allir væru eins og heima hjá sér, enda veit ég frá góðvini mínum, að hvergi unir hann sér eins vel. Það er enda margt, sem mælir með staðnum. Verði limir lúnir — leggur fólk sig bara, eða og ekki er það síðra er farið yfir til Bjargar sér til bjargar og betrunar í sérhæfri sjúkraþjálfun. Ég fékk ekki færi á að prófa, en ég fékk að njóta þess, hversu frábær matur er þar á borðum og frjálslegt var að fara um, allir höfðu samband við alla, engin óbrúanleg gjá, (8.taxta). Nú munar hér verulega á í upphæðum skv. sambærilegum taxta Dagsbrúnar eða a.m.k. 7000 kr. á mánuði. Félagsmálaráðherra hefur verið beðinn um skýringu þessa mikla mismunar, sem hlýtur að teljast mjög alvarlegur. Öskað hefur verið eftir tafarlausri leiðréttingu á þessu lögum samkvæmt. Fjármálaráðherra hefur og fengið sitt bréf frá stjórn Ö.B.Í. Tilefnið varðar þá miklu gjörbyltingu á skatta- og tollamál- um, sem urðu um áramótin. Ráðherra hefur verið beðinn um fullnægjandi greinargerð til öryrkja um áhrif þessarar breytingar á kjör og hagi öryrkja í landinu. í sjónvarpsviðtali var svo að skilja á ráðherranum, að hagur þeirra lakast settu mundi vænkast við þessa uppstokkun alia og því ástæða til að fá frekari rökstuðning fyrir þessari fullyrð- ingu. ekkert hyldýpi — allt eins og það á að vera. En ég hlýt þá að geta þess, hversu vel mér var tekið af þeim sem húsum ráða. Leiðsögn Hafdísar Hannesdóttur stjórnarmanns, Ö.B.Í á staðinn og um staðinn var slík, að ég fann, að frá upphafi var ég einnig eins og heima hjá mér. Læknirinn — John Benedikz tók mér opnum örmum og það eina erfiða við hans svör var það, að ég náði þeim ekki öllum niður, en það var ekki fræði- kenning á framandi tungu eða réttara sagt með framandi tungutaki, heldur ljós og einföld, en þó margþætt skýring, sem látin var ljúflega í té. Með honum í för og inni á skrifstofu voru þær Gyða Ólafs- dóttir, formaður félagsins og Oddný Lárusdóttir sem veitir dagvistun for- stöðu. Af einstakri elskusemi leiddu þau mig í ljósan sannleik — eftir því sem ég var maður til að meðtaka — um sjúk- dóm, sjúklinga, félagsstarf, föndrið frammi og yfirleitt allt það, er hér fer á eftir í knöppu og samandregnu formi, sem kynning á M.S. félaginu. En hér er sú kynning, óbrengluð af ónákvæmni og óskyldu orðaflóði mínu og ekkert eftir nema að segja: Kærar þakkir og gjörið þið svo vel góðir lesarar: M.S. félag íslands (Multiple Sclerosis) en M.S. hefur verið þýtt yfir á íslensku heila- og mænusigg sem við viljum ógjarnan nota og höldum okkur því við alþjóðlegu skammstöfunina M.S. Sjúkdómurinn veldur lömun, stjórn- leysi og skynjunartruflunum í útlimum. Einnig getur komið til truflun á sjón með tvísýni eða/og sjóndepru. Sjúkdómurinn getur komist á jþað stig að sjúklingurinn verði bundinn hjólastól eða jafnvel rúm- fastur. Magnleysi, þreyta og úthaldsleysi er oftast til staðar og mikil ráðgáta, þó greinilega af líkamlegum ástæðum. Félagið var stofnað í september 1968 og verður 20 ára í ár. Það er aðili að Öryrkjabandalagi Islands. Aðalhvata- maður að stofnun þess var Kjartan R. Guðmundsson yfirlæknir taugalækninga- deildar Landspítalans. Félagsfundir með fræðslu- og skemmtiefni háfa verið haldnir reglulega frá upphafi. Árið 1985 fengum við skrifstofuaðstöðu í húsi Krabbameinsfélags íslands í Skógar- hlíð. Þar höfðum við viðtalstíma og ráð- gjöf okkar fólki til handa, einu sinni í viku. Stjórnin mætti þar öll iðulega til skrafs og ráðagerða um undirbúning að öðru og meira starfi, því okkur fannst ekki mætti sitja auðum höndum öllu lengur. Nú yrðum við að koma okkur upp dagvist (til að byrja með) þörfin væri greinilega mikil, bæði fyrir M.S. fólk og aðstandend- ur þeirra. Hafist var handa haustið 1985 með því að bjóða hinum ýmsu líknarfé- lögum fræðslu og kynningu um M.S. sjúk- dóminn. Var því vel tekið og vorum við gestir víðs vegar, bæði innan borgrinnar 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.