Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 2
Veður Hægt vaxandi norðaustlæg átt, 8-13 síðdegis og þykknar upp, en bjartviðri S- og V-lands. Norðan 13-18 undir Vatnajökli annað kvöld og smá skúrir eða slydduél austanlands. SJÁ SÍÐU 16 Dimmiterað í Kvennó Karlmaðurinn sem fluttur var slas- aður með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri síðastliðið þriðjudagskvöld er látinn. Hann var 67 ára og lést seinnipart miðviku- dags á gjörgæsludeild Landspítala. Vettvangsrannsókn á upptökum brunans var framkvæmd af tækni- deild lögreglu í fyrradag. Að sögn lögreglu er rafmagnstæki meðal þess sem tekið verður til frekari skoðunar. Að öðru leyti sé rannsóknin á frumstigi og ekki unnt að veita frekari upplýsingar. Húsið sem er þriggja hæða timb- urhús er talið gjörónýtt. Það er eitt elsta hús bæjarins byggt árið 1905. Slökkvilið var aftur kallað að hús- inu í gærmorgun þegar eldur bloss- aði upp á ný. Talið er að eldur hafi kviknað út frá glæðum. Að sögn slökkviliðs tókst að slökkva eld- inn um tuttugu mínútum seinna. Til stendur að rífa húsið á næstu dögum. – eþá Maður látinn eftir eldsvoða SAMFÉL AG „Ramadan snýst að miklu leyti um að koma saman, hitta vini, fjölskyldu og að tengjast fólkinu í kringum okkur. COVID- 19 hefur haft mikil áhrif á fjölda fólks um allan heim á Ramadan,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, meistaranemi við Háskóla Íslands, aðspurður um áhrif COVID-19 á Ramadan, helgasta mánuð mús- lima. Á morgun er síðasti dagur Ramadan, Eid al-fitr, það er helgasta hátíð múslima. Ramadan hefur staðið yfir frá því 23. apríl. Í Ramadanmánuði neita mús- limar sér um allar girndir lífsins frá sólarupprás til sólarlags, þar með talið mat og drykk. „Hefðbundinn dagur hjá mér á Ramadan hefst á því að ég vakna klukkan þrjú að morgni og bið. Síðan fæ ég mér smá að borða og vel mér eitthvað sem er hollt og næringarríkt, svo passa ég mig á að drekka nóg af vatni. Svo hefst fastan á bilinu hálf fjögur og fjögur,“ segir Muhammed. „Fyrstu dagarnir eru erfiðir en eftir nokkra daga líður manni ótrú- lega vel. Ég sé mun á húðinni minni og tönnunum og allt kemst í betra jafnvægi. Ég er fullur af krafti sem ég nýti í að hjóla, æfa og hlaupa. Maður fer að hugsa öðruvísi um mat og það verður auðveldara að stjórna því hvað maður borðar,“ segir hann. Múslimar á Íslandi fara margir eftir sólargangi í Frakklandi á föstu- tímabilinu. „Sólstöðurnar hér gera það að verkum að við myndum fasta í 18 til 22 tíma. Við förum því eftir frönskum sólargangi og ástæðan er staða landsins. Fastan á nefnilega ekki að vera kvöð, heldur veljum við okkur sjálf að fasta. Þeir sem vilja það ekki eða geta ekki, til dæmis þeir sem eru veikir, eiga í einhvers konar erfiðleikum eða ófrískar konur, sleppa því,“ útskýrir Muhammed. „Ramadan snýst ekki bara um að borða ekki, heldur um að horfa ekki þangað sem þú átt ekki að horfa, snerta ekki það sem þú átt ekki að snerta, láta af slæmum ávönum og láta ekki eftir öllum þínum þrám, heldur hjálpa þeim sem á þurfa að halda og setja þig í þeirra spor. Það er það sem er kallað Stóra Jihad [Stóra stríðið]. Það er hugtak er oft misskilið og hefur fengið ranga merkingu,“ segir Muhammed. „Stóra Jihad snýst um að berjast við eigin langanir, hemja neikvæðar hugsanir og vera besta útgáfan af sjálfum þér,“ bætir hann við. „Stór hluti dagsins fer í bænir og vaninn er að fara til moskunnar og biðja á hverjum degi þegar fastan er brotin en í ár höfum við ekki geta gert það, vegna aðstæðna. Bæna- haldið hefur því verið meira heima hjá fólki. Ég hef lesið meira í Kóran- inum en vanalega vegna þessa en ég hef líka sett auka fókus á að sinna góðgerðarmálum í ár, það hafa margir vinir mínir líka gert,“ segir hann en góðgerðir og hjálparstarf spila stóran þátt í Ramadan. „Tilf inning in sem þú upp- lifir þegar þú neitar þér um mat og drykk, það að vera svangur, sú tilfinning hjálpar okkur að setja okkur í spor þeirra sem þjást og líður illa,“ segir hann. birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 hefur haft mikil áhrif á Ramadan Ramadan, helgasta mánuði múslima, lýkur á morgun með Eid al-fitr. Áhrif COVID -19 á helgihald hafa verið mikil og múslimar þurft að breyta ýms- um áherslum. Muhammed Emin hefur lagt aukna áherslu á góðgerðarmál í ár. Muhammed Emin Kizilkaya, meistaranemi við HÍ. MYND/AÐSEND Útskriftarnemar Kvennaskólans dimmiteruðu í gær mun seinna en venjulega. Námsárið hefur verið vægast sagt óvenjulegt vegna áhrifa heims- faraldurs kórónuveirunnar og menntskælingar þurft að vinna heima. Vorið er stúdentum því kærkomið eftir erfiðan vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL Menntamálaráðherra hefur enn ekki gef ið út reglu- gerð um tímabundna heimild til greiðslu sérstaks rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla. A lþi ng i s a mþyk k t i ý m s a r aðgerðir til að mæta efnahags- legum áhrifum heimsfaraldursins þann 11. maí síðastliðinn, þar á meðal nýtt bráðabirgðaákvæði í fjölmiðlalög um heimild til að veita fjölmiðlum rekstrarstuðning. Hefur ráðherra heimild til að verja 400 milljónum til þessa stuðnings en þegar er gert ráð fyrir þeirri fjárhæð í fjárlögum yfirstandandi árs vegna fjölmiðlafrumvarpsins umdeilda sem enn er til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd. Ný s a mþyk k t br áð abi r gð a- ákvæði tók töluverðum breyting- um í meðförum þingsins og ráð- herra setti nánari fyrirmæli um ákvörðun styrkfjárhæða en ráðgert var í frumvarpinu, meðal annars að fjárhæð taki ekki aðeins mið af fjölda stöðugilda á ritstjórnum heldur einnig af út gáfu tíðni og f jölbreytileika. Endanlegt hlut- fall styrkja skuli ráðast af fjölda umsókna. Þá var fellt brott ákvæði frumvarpsins um að stuðningur verði hlutfallslega meiri til minni fjölmiðla. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur við vinnslu fréttarinnar og því ekki ljóst hvenær vænta megi reglu- gerðarinnar sem hið nýja ákvæði kveður á um, en samkvæmt því þarf úthlutun rekstrarstuðnings að hafa farið fram fyrir 1. septem- ber næstkomandi. – aá Ekkert bólar á styrkjareglum Lilja Alfreðsdótt- ir, mennta- og menningarmála- ráðherra. 2 2 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.