Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 8
kvæmt útreikningum samtakanna
Global Footprint Network, hefur
fullnýtt þær auðlindir sem jörðin
getur endurnýjað á einu ári. Eftir
þann dag er mannkynið komið í
skuld við náttúruna og plánetuna.
Dagsetningin fæst með því að
bera saman árlega neyslu og kol-
efnisspor mannkyns og getu jarðar
til endurnýjunar auðlinda, það árið.
Að auki er tekið með í reikninginn
hversu skaðleg áhrif mannkynið
hefur á náttúruna hverju sinni.
Samtökin hafa reiknað út þennan
dag árlega frá árinu 1970 og færist
hann á hverju ári nær byrjun ársins.
Við fyrstu mælingar var dagurinn
þann 29. desember, árið 1990 var
hann 11. október, og árið 2010 var
það 8 ágúst. Á síðasta ári var dagur-
inn 29. júlí, sem þýðir að við nýtum
auðlindir jarðarinnar 1,75 sinnum
hraðar en hún endurnýjar þær.
Auðvitað má deila um slíka
útreikninga, en þetta gefur engu
að síður nokkra mynd af því hvert
stefnir. Aukin mannfjölgun gengur
sífellt hraðar á vistkerfi jarðar. Auk-
inni fjölgun fylgir neysla, minna
pláss, meiri mengun og stöðugt er
gengið á búsetusvæði villidýra.
Líffræðilegri fjölbreytni ógnað
Líffræðileg fjölbreytni er forsenda
tilvistar mannkyns. Við nýtum
ákveðnar tegundir sem byggja á
f lókinni náttúrukeðju. Fjölbreytt
vistkerfi, á borð við regnskóga, eru
undirstaða alls lífs á jörðu.
En æ fleiri dýra- og plöntutegund-
ir hafa verið ofnýttar, eða útrýmt.
Hnignun vistkerfa verður einn-
ig rakin til mengunar, notkunar
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11.000.000.000
✿ Fólksfjölgun frá Kristsburði
2100
2050
2020
1987
1960
1928
0 1000 2000
10,9 milljarðar
9,7 milljarðar
7,8 milljarðar
5 milljarðar
3 milljarðar
2 milljarðar
Samk væmt Bar nahjálp Sa meinuðu þjóða nna munu 386.000 börn fæðast í dag. Þau bætast við þær 7.795 milljónir sem nú lifa. Okkur fjölgar hratt og því
finnur umhverfið fyrir.
Áhrif mannfjölgunar á umhverf-
ismál og náttúruvernd eru óum-
deild, en eru sjaldnast rædd. Þótt
hnattræn hlýnun sé eitt stærsta
verkefni samtíðarinnar skal ekki
dregið úr mikilvægi þess að hugað
sé að umhverfisáhrifum fjölgunar
jarðarbúa.
Mannfjölgunin ræðst af barns-
fæðingum og dauðsföllum. Á hverju
ári fæðast 140 milljón manns og um
58 milljónir kveðja jarðvistina. Það
þýðir fjölgun um 82 milljónir á ári.
Þótt mörg börn lifi verður fyrsta
vika tveggja milljóna nýbura líka
þeirra síðasta.
Undanfarna tvo áratugi hefur
heimurinn séð áður óþekkta fram-
för í að börn lifi frumbernskuna af.
Bætt heilsa fjölgar íbúum og dregur
úr dánartíðni. Á móti kemur að í
mörgum ríkjum eignast konur færri
börn. Að endingu eru líkur á að það
dragi verulega úr örri fólksfjölgun
á heimsvísu.
Mannfjöldasprenging
Mestan hluta sögu mannkyns fjölg-
aði íbúum svo hægt að jaðraði við
kyrrstöðu. Frá Kristsburði til árs-
ins 1700 fór mannfjöldi úr um 200
milljónum í um 600 milljónir. Árið
1800 náði mannkyn varla einum
milljarði. En með iðnbyltingunni
varð sprenging í íbúafjölda. Fyrst
í Bretlandi og Bandaríkjunum, þá í
öðrum ríkjum Evrópu og að lokum
í Asíu. Í árslok 1920 urðu jarðarbúar
tveir milljarðar að tölu. Þeir náðu
þremur milljörðum í kringum 1960
og fjórum milljörðum árið 1975.
Síðan þá hefur fjöldi jarðarbúa
nærri tvöfaldast.
Sameinuðu þjóðirnar áætla að
árið 2100 verði jarðarbúar um
10.875 milljónir. Þá hafi hin mikla
fólksfjölgun náð hámarki sínu.
Auðvitað verður fjölgun afar
mismunandi eftir heimssvæðum
og ríkjum. Meðan fjölgar á sumum
svæðum gríðarhratt mun íbúafjöldi
annarra svæða dragast saman.
Þannig er áætlað að íbúar Afríku,
sem í dag eru um 1,3 milljarðar,
verði um 4,3 milljarðar í lok aldar.
Það eru um 39 prósent jarðarbúa.
Þessar tölur byggja á meðaltals-
spám. Eðlilega kunna ýmsir þættir
að hamla þessari miklu fjölgun.
Fólksflutningar í þéttbýli, hungur
og átök um auðlindir, heimsfaraldr-
ar og loftslagsbreytingar gætu haft
veruleg áhrif.
Lýðfræðingar hafa áætlað aðra
sviðsmynd. Í f lestum þeirra eru
meginskilaboðin þau að fólks-
fjölgun morgundagsins velti á því
sem við gerum í dag. Þannig er til
að mynda talið að aukin menntun
ungra Afríkubúa, ekki síst stúlkna,
sé einhver mikilvægasti áhrifa-
þáttur á fjölgun mannkyns. Til að
draga úr vexti skipti mjög miklu
máli að stúlkur hljóti menntun og
verði virkir samfélagsþátttakendur,
í stað barneigna frá unga aldri og
að þær lendi í fátæktargildru sakir
menntunarskorts. Með þeim hætti
gætu þær öðlast sjálfstæði og haft
framfærslu á efri árum af eigin
rammleik, í stað þess að reiða sig
eingöngu á afkomendur.
Gengið er hraðar á auðlindir
Allt fólk þarf að fæða og klæða.
Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Mannfjölgun þrengir að vistkerfinu
Sameinuðu þjóðirnar segja jarðarbúa nú vera 7.795 milljónir og áætla að fólksfjöldinn fari í 10.875 milljónir um aldamót. Sífellt er
gengið hraðar á auðlindir náttúrunnar. Þessi mikla mannfjölgun setur baráttu fyrir umhverfismálum og náttúruvernd í forgrunn.
eiturefna og loftslagsbreytinga. Ein
stærsta ógn við fjölbreytni vistkerfa
er skerðing náttúrulegra búsvæða,
þegar meira jarðnæði er nýtt af
mannavöldum. Minna rými verður
fyrir tegundir sem við deilum lífríki
jarðar með. Afleiðingin er hnignun
vistkerfa og minni líffræðileg fjöl-
breytni. Eftir því sem vistkerfi eru
einfaldari verða þau viðkvæmari
fyrir ytri ógn, eins og f lóðum eða
pestum.
Alþjóðanáttúruverndarsjóður-
inn (WWF) hefur áætlað að 60 pró-
sent villtra hryggdýra hafi tapast
frá árinu 1970. Meira en helmingur
allra fugla, spendýra, skriðdýra,
froskdýra og fiska hvarf á aðeins
50 árum. Hjá hryggleysingjunum
gengur ekki betur.
Alþjóðlegu náttúruverndarsam-
tökin (IUCN), alþjóðastofnun sem
helgar sig vernd náttúruauðlinda,
hafa frá árinu 1964 haldið úti svo-
kölluðum „rauðum lista“ yfir þær
lífverur sem vá er talin steðja að.
Þetta er í dag virtasta upplýsinga-
veita heims um alþjóðlega nátt-
úruverndarstöðu dýra, sveppa og
plöntutegunda. Samtökin segja að
nú séu meira en 31.000 tegundir
í útrýmingarhættu. Það eru 27
prósent allra þeirra tegunda sem
metnar hafa verið.
Að auki sé maðurinn að breyta líf-
fræðilegum fjölbreytileika á annan
veg. Í dag er talið að um 4-12 pró-
sent fugla séu kjúklingar og aðrir
alifuglar, en miðað við lífmassa eru
þeir 70 prósent allra fugla.
Mikil mannfjölgun er því ástæða
þess að umhverfismál og náttúru-
vernd skyldu sett í forgrunn. Þótt
hnattræn hlýnun sé eitt mikil-
vægasta verkefni okkar tíma, má
ekki draga úr því að hugað sé að
umhverfisáhrifum mannfjölgunar.
Fólk kælir sig í innisundlaug í borginni Suining í Sichuan-héraði í Suðvestur-Kína. Árið 1990 voru íbúar Suining 140 þúsund en eru nú 700.000. MYND/ GETTY
Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur
varað við því að heimurinn muni
eiga í vandræðum með fæðuöflun
á komandi áratugum, nema ráðist
verði í „meiriháttar umbreytingar“
á framleiðslu matar og dreifingu.
Stofnunin áætlar að ef metta eigi
10 milljarða árið 2050 þurfi land-
búnaðarframleiðsla að aukast um
50 prósent. Á sama tíma og þeim
fækkar sem stunda landbúnað. Árið
2050 munu 70 prósent íbúa heims-
ins búa í þéttbýli. Aukin hagsæld
ríkja á borð við Kína og Indland
eykur eftirspurn eftir kjöti, eggjum
og mjólkurafurðum og þrýstir á
ræktun korns og sojabauna til eldis
nautgripa, svína og hænsna. Til að
mæta þessu þarf sífellda nýrækt. Því
er ákaft sótt að auðlindum heimsins.
Í stað þess að krefjast meira af
landbúnaði, ryðja land og rækta,
verður að finna jafnvægi við matar-
framleiðslu komandi kynslóða.
Einungis þannig er hægt að bregðast
við fordæmalausum áskorunum um
fæðuöryggi og umhverfisvernd.
Yfirdráttardagur jarðar
Að mati ýmissa alþjóðasamtaka á
sviði umhverfisverndar og vernd-
unar vistkerfisins er ágengni mann-
kynsins á auðlindir komin fram úr
því sem náttúran ber.
Þessi ágengni ræðst af fjórum
meginþáttum: Framleiðslugetu
vistkerfis náttúrunnar; skilvirkni
framleiðslunnar; neyslu; og síðast
en ekki síst, mannfjölda.
Aukin tækni og öf lugri aðföng
hafa aukið framleiðni, en það svarar
ekki kröfum um auknar auðlindir
og fjölgun jarðarbúa.
Á hverju ári að haldinn svokall-
aður „Yf irdráttardagur jarðar“
(e. Earth Overshoot day). Það er
sá dagur þegar mannkynið, sam-
Davíð
Stefánsson
david@frettabladid.is
UMHVERFIÐ OKKAR
Mannfjölgunin gengur
sífellt hraðar á vistkerfi
jarðar. Henni fylgir meiri
neysla, minna pláss, meiri
mengun og stöðugt er gengið
á búsetusvæði villtra dýra.
2 2 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð