Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 14
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Hugmyndaauðgin var ótrúleg hjá fólki þegar kom að því að safna fé, enda þurftum við á öllu að halda. Það verður til stórt átak þegar tekst að sameina svona mörg félög og stofn- anir sem annars eru í sam- keppni innbyrðis. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús Valsteinn Tryggvason Víðilundi 20, Akureyri, lést föstudaginn 15. maí síðastliðinn á Kristnesi. Útför hans fer fram laugardaginn 23. maí kl. 14 að Möðruvallaklausturskirkju. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu fer útförin fram aðeins með nánustu aðstandendum. Útförinni verður útvarpað á FM 106,9 á kirkjusvæðinu. Magnús Magnússon Ingveldur Ólafsdóttir Valrún Helga Magnúsdóttir Jóhann Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og tengdamóðir Þórunn Símonardóttir Barðavogi 26, (Gallerý Hjá Tótu) lést á líknardeild LSH í Kópavogi þann 14. maí. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju 26. maí kl. 11.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja einn af eftirtöldum aðilum, krabbameinsdeild 11G/11C, HERA 1, líknardeild Kópavogi og Ljósið. Eins berum við sérstakar þakkir til þessara sömu aðila fyrir ómetanlega hlýju og umönnun. Harald Peter Hermanns Símon Adolf Haraldsson Birna Markúsdóttir Svanhildur Luise Haraldsdóttir Leonard B. Francis Ragna Steinunn Haraldsdóttir Kristinn Bjarnason og barnabörn. „Þetta er saga svo margra,“ segir Ásgeir um nýju bókina sem hann skrifaði um Sunnuhlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Úr ávarpi Ásgeirs á vígsluhátíð Sunnuhlíðar … það skeði hér fyrir nokkrum kvöldum síðan að ákveðið var að ganga í síðasta sinn í hús til að leita eftir fjárframlögum á heimilum í Kópa- vogi. Þetta ákveðna kvöld vill svo til að úti eru 7 vindstig að norðan og 5 stiga frost, fáir sem héldust utan dyra vegna kulda. Samt komu nær 100 manns á öllum aldri saman hér í þessu húsi, tóku skjöl og kvittanir og leituðu á vit samborgara sinna um stuðning við þetta heimili. Eftir eina og hálfa klukkustund var fólkið komið til baka með 150 þúsund, eða 15 gamlar milljónir, frá því fólki sem heima hafði verið. Þetta er aðeins lítið dæmi um dugnað, samhug og fórnfýsi fólksins í Kópavogi við að koma þessari byggingu í höfn. Ég skrifa þetta þeim til heiðurs og minningar sem komu við sögu svo að hjúkrunarheimilið yrði að veruleika. Þar lögðu margir sitt pund á vogarskálar,“ segir Ásgeir Jóhannes- son um bók sína: Sunnuhlíð – Ævin- týri fólks og félaga í Kópavogi 1979- 1999. Hún er nýkomin úr prentun og hefur að geyma lýsingu á því and- rúmslofti sem skapaðist í Kópavogi er allir bæjarbúar tóku höndum saman, söfnuðu fé og komu upp myndarlegu hjúkrunarheimili á tveimur árum. Fyrsta skóflustungan var tekin í janúar 1980 af elsta íbúa bæjarins, Ragnhildi Guðbrandsdóttur 101 árs gamalli og heimilið var vígt á upp stigningardag árið 1982 með mikilli viðhöfn, að viðstöddum 3.000 manns, aðallega bæjarbúum sem þá voru um 13.000. Þetta var þeirra hús. En hvernig hófst ævin- týrið? Ásgeir svalar fúslega forvitni fréttamanns. „Það var nýstofnaður Soroptism- istaklúbbur Kópavogs sem vakti fyrst máls á því að hér í bæ vant- aði sárlega aðstöðu til að hjúkra öldruðum. Hann boðaði tíu félög í bænum á fund og hvatti þau til að skora á bæjarstjórn og ríki að byggja hér hjúkrunarheimili. Sú hugmynd var svo kynnt í hverju félagi. Ég var formaður Rauða kross deildarinnar og þar komumst við að þeirri niður- stöðu að ekki væri í okkar verka- hring að skora á aðra, heldur gera þá hluti sem þörf væri á. Á næsta fundi viðraði ég þá hugmynd hvort félögin sjálf, með allan sinn kraft, ættu ekki að ráðast í að byggja hjúkrunarheimili. Það varð úr að níu félög slógu sér saman. Vandinn var sá að enginn vildi leiða starfið og mér var stillt upp við vegg. Ég var forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins, hafði setið í bæjarstjórn og verið í bankaráði svo ég þekkti kerfið. Eftir nokkra umhugsun tók ég þetta að mér. Allt á sínar orsakir. Ég er Húsvíkingur og var byrjaður í MA á sínum tíma en veiktist af lömunarveiki sem lék mig grátt. Nú hugsaði ég: Hér eru hugmyndir að þörfu verkefni. Er ég of góður til að leggja samfélaginu lið úr því ég komst á fætur og get staðið upp- réttur?“ Tókst vel að ná til fólks Ásgeir segir strax hafa verið stefnt að því að byggja hjúkrunarheimilið á tveimur árum. „Og við gerðum það, þó engir peningar væru til í byrjun og engin lóð í hendi, okkur tókst svo vel að ná til fólks, bæði innan bæjar og utan. Gísli Sigur- björnsson, forstjóri elliheimilisins Grundar, byrjaði á að gefa okkur 3.000 peningabauka sem við dreifðum í hús í bænum og hér voru fjórar kynslóðir sem lögðu sitt af mörkum til byggingarinnar. Elsta kynslóðin lagði peninga í baukana, stjórnsýslukynslóðin hélt utan um framkvæmdina, tán- ingarnir gengu um bæinn og skiptu um bauka og yngsta kynslóðin hélt tombólur, hún er nú um fimmtugt. Það eru góðar myndir í bókinni af um hundrað tombólubörnum því ljósmyndarinn Jón Aðalbjörn baust til að taka myndir af þeim. Hugmyndaauðgin var ótrúleg hjá fólki þegar kom að því að safna fé, enda þurftum við á öllu að halda. Það verður til stórt átak þegar tekst að sameina svona mörg félög og stofnanir sem annars eru í sam- keppni innbyrðis. Við héldum friði og dampi með því að stofna Sunnu- hlíðarsamtökin. En verðbólgan fór í 130% á þessum tíma og það varð að æða áfram með framkvæmdina svo fjármunirnir brynnu ekki upp.“ Ásgeir tekur fram að allir verk- takar hafi fengið greitt fyrir sína vinnu á venjulegum töxtum. Það var söfnunin sem var unnin í sjálf- boðavinnu og öll yfirstjórn. Fólk gaf lon og don til heimilisins. Konurnar í kvenfélaginu saumuðu gardínur, Auður Sveinsdóttir gaf okkur teikn- ingu að lóðinni, okkur voru gefnar þökur og blóm og Rauðakross- konur unnu sem sjálf boðaliðar við að skemmta fólki á heimilinu,“ bara svo dæmi séu tekin. Þeir lýsa því í bókinni, Hilmar Þorbjörnsson arkitekt og Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem lagði fram ómælt starf, að sá andi og gleði sem hafi fylgt þessu verkefni hafi blásið þeim kraft í brjóst til framtíðar. Byggðu líka íbúðir Sunnuhlíðarsamtökin gerðu betur en reisa fyrsta sérhæfða hjúkrunar- heimili landsins, þau byggðu líka 109 vistlegar íbúðir fyrir aldraða. Ásgeir býr í einni slíkri en eigin- kona hans, Sæunn Sveinsdóttir frá Ólafsvík dvelur nú á hjúkrunardeild Sunnuhlíðar. Hann kveðst hafa verið kominn yfir áttrætt þegar hann byrjaði á bókinni. Ég vildi ekki að sagan tapaðist, þess vegna skrifaði ég hana niður og fór með handritið á héraðsskjalasafn bæjar- ins, þar komst Sögufélag Kópavogs í hana og fannst efnið það þýðingar- mikið að það ákvað að gefa bókina út. Anton Helgi Jónsson er ritstjóri hennar. Ég tel að þessi saga eigi erindi við fólk í dag því hún sýnir hverju kynslóðir á ólíkum aldri fá áorkað þegar þær leggja saman.“ gun@frettabladid.is Það voru allir íbúarnir með okkur í liði Einstakur samtakamáttur fjögurra kynslóða í Kópavogi var undirstaða þess að Sunnuhlíð, fyrsta sérhannaða hjúkrunarheimili lands- ins, reis fyrir 40 árum. Sagan um Sunnuhlíð er komin út á bók eftir Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi formann Sunnuhlíðarsamtakanna. Sögufélag Kópavogs gefur bókina út. 2 2 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.