Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 30
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÞETTA ERU KANNSKI HLUTIR SEM ER GAMAN AÐ SKOÐA NÚNA, EKKI GAMAN AÐ SKOÐA EFTIR NOKKRA MÁNUÐI OG VERÐUR SÍÐAN ÓGEÐSLEGA GAMAN AÐ SKOÐA EFTIR TÍU ÁR. Þórður ÍSLENDINGAR ERU NÁTTÚRLEGA SVO- LÍTIÐ KALDHÆÐNIR OG ÞAÐ ER OFT AUÐVELDARA AÐ TÆKLA HLUTINA ÞANNIG. Viktor Ég er sjálfur í sóttkví og verð í sóttkví á opnun-inni,“ segir Þórður Hans Baldursson, sem kom nýlega heim frá Hollandi og er rétt rúmlega hálfn- aður með tveggja vikna sóttkví. Þórður er þannig í nokkuð kald- hæðnislegri pattstöðu þar sem hann getur ekki haft þráðbeina aðkomu að uppsetningu sýning- arinnar Sóttqueen sem hann og Viktor Weisshappel Vilhjálmsson, félagi hans hjá Postprent, opna í Ásmundarsal á laugardaginn. „Þetta er svolítið fyndið. Sérstak- lega þegar kemur að skipulagn- ingunni, uppsetningunni og öllu því dæmi,“ segir Þórður og Viktor bendir á að þótt hann sé maðurinn á staðnum sé hann ekki einráður. Í iPad á hjólum „Vikan var bara tekin með trompi í upphengingum með Þórð í iPad- inum,“ segir hann um andlega nær- veru félaga síns. „Ég get verið að skipa hinum í teyminu rosalega mikið fyrir og haft rosa miklar skoðanir á því hvernig allt á að vera án þess að þurfa að gera neitt sjálfur,“ segir Þórður og bætir við að hann fái þó ekki að sjá árangur erfiðisins fyrr en bara rétt áður en sýningin verður tekin niður. Þórður verður þó ekki víðs fjarri góðu gamni þegar sýningin verður opnuð klukkan 17 á laugardaginn þar sem hann mun mæta í krafti tækninnar. „Við erum búin að redda svona róbóta sem Þórður verður í,“ segir Viktor. „Ég verð þarna á hjólum í iPad. Þannig að ég fæ nú að vera eitthvað með,“ útskýrir Þórður úr iPadinum og Viktor tekur undir. „Þannig að hann mun keyra svona um á sýn- ingunni og fær að vera með þótt hann sé heima hjá sér.“ Sneiðmynd af plágulist Strákarnir hugsa sýninguna sem einhvers konar uppskeruhátíð þeirrar listar sem orðið hefur til í COVID-ástandinu og er afrakstur þess sem þeir söfnuðu saman raf- rænt og hafa sýnt jafnóðum á Instagram undanfarna tvo mánuði. „Hugmyndin spratt í raun upp þegar ástandið skall á,“ segir Viktor og bætir við að segja megi að Sótt- queen sé í raun viðbragð við stór- f lóði leiðinlegra og erfiðra frétta. „Þá langaði okkur að gera eitthvað gott úr þessum skrýtnu tímum og sendum sem sagt út svokallað opið kall og óskuðum eftir verkum frá listamönnum sem tengdust ástand- inu á einhvern hátt,“ útskýrir Viktor og gefur félaga sínum orðið. „Við vildum endilega fá að sjá hvað listamenn eru að fást við á þessum fordæmalausu tímum samkomubanns og sóttkvíar og fengum alveg góða sneiðmynd af því hvað fólk er að spá og gera,“ segir Þórður og bætir við að viðbrögðin hafi komið þeim félögum á óvart en um 200 listamenn hafi brugðist við kallinu. Gaman eftir tíu ár „Við fengum þvílíkt magn og héldum uppi netsýningu á Post- prent Instagraminu okkar. Við er u m með þessa prent sölu- síðu og ákváðum bara að nota þann miðil til að dreifa þessu,“ skýt- ur Viktor inn í og Þórður bætir við að sýningin á samfélagsmiðlinum hafi vakið áhuga í Ásmundarsal þar sem hún mun nú raungerast. „Þau í Ásmundarsal langaði að taka þetta saman og sýna þegar færi gæfist. Þetta eru kannski hlutir sem er gaman að skoða núna, ekki gaman að skoða eftir nokkra mánuði og verður síðan ógeðslega gaman að skoða eftir tíu ár.“ Þeir félagar segja að þótt verkin séu nánast jafn ólík og þau eru mörg megi þegar vel er að gáð ef til vill greina ákveðna samfellu, rauðan þráð. „Verkin sýna ákveðna þróun, einhvers konar sorgarferli kannski,“ segir Þórður og nefnir einhvers konar grín eða húmor sem algengt varnarviðbragð. „Ég held að þetta sé alveg rétt,“ tekur Viktor undir. „Íslendingar eru náttúrlega svolítið kaldhæðnir og það er oft auðveldara að tækla hlutina þannig. Það var gaman að fylgjast með þessu og maður sér einhvern sameiginlegan takt þegar maður fylgist með ástandinu í gegnum listina.“ toti@frettabladid.is Hjólar í sóttkví um eigin sýningu á iPad Viktor Weisshappel og Þórður Baldursson báðu um sýnishorn af myndlist fordæmalausra tíma og úr varð sýningin Sóttqueen sem opnuð verður í Ásmundarsal á meðan Þórður er í sóttkví. Viktor á staðnum og Þórður, með rafræna nærveru, en sýninguna setja þeir upp ásamt Ólöfu Rut Stefánsdóttur. „Hún er okkur til halds og trausts,“ segir Þórður og Viktor tekur undir. „Hún er frábær,“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 2 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.