Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 6
Þetta er eitthvað
sem maður getur
auðvitað ekki látið afskipta-
laust.
Jóhann Helgason, tónlistarmaður
Umhverfisvænn
bambus-
klósettpappír
OFUR MJÚKURÓBLEIKTURÞÉTTUR Í SÉR
ÚR BAMBUSSJÁLFBÆR
FÆST
NÚ Á
ÍSLAN
DI!
Jóhann kynnti í apríl 2018 nýja atlögu að því að leita réttar síns vegna meints stuldar á Söknuði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
DÓMSMÁL Michael Machat, lög-
maður Jóhanns Helgasonar í laga-
stuldarmálinu um Söknuð, lagði
fram á þriðjudag áfrýjun vegna
frávísunar málsins fyrir dómstóli
í Los Angeles.
„Það er óhjákvæmilegt að bregð-
ast við og ekki valkostur að gefast
upp,“ segir Jóhann. Máli hans var í
byrjun apríl vísað frá dómi í Los
Angeles að kröfu lögmanna Warner
og Universal og f leira tónlistarfyr-
irtækja sem var stefnt auk höfunda
lagsins You Raise Me Up.
Dómarinn taldi samanburðar-
greiningu tónlistarfræðings sem
vann fyrir Jóhann vera gallaða.
Ekki væru slík líkindi með lögun-
um Söknuði frá 1977 og You Raise
Me Up frá 2001 að það jafngilti
lagastuldi.
Lögmaður Jóhanns hefur nú
nokkurn frest til að leggja fram
rökstuðning sinn fyrir áfrýjuninni.
Meðferð mála fyrir áfrýjunar-
dómstólnum mun dæmigert taka
um eitt og hálft ár. Vinni Jóhann
áfrýjunarmálið fer það aftur á
borð dómarans sem vísaði því frá í
apríl. Það er því enn löng vegferð
fram undan hjá Jóhanni. Engin
uppgjafartónn er þó hjá honum.
„Maður verður að líta á þetta
þannig að það sem skiptir máli eru
verðmætin í líf inu, f jölskyldan
og slíkt en þetta er eitthvað sem
maður getur auðvitað ekki látið
afskiptalaust; það hefur aldrei
verið valkostur,“ segir Jóhann
sem undirstrikar að hann hafi
aldrei beðið um að lenda í þess-
ari atburðarás. „En það hefði ekki
verið eðlilegt að sinna því ekki.“
Málinu fylgir mikil vinna og
kostnaður sem eykst mikið úr því
málinu var vísað frá. Bæði krefjast
lögmenn Warner og Universal
nú 48 milljón króna í málskostn-
að frá Jóhanni og hann þarf að
leggja í áfrýjun á málinu sjálfu auk
þess að halda uppi vörnum vegna
málskostnaðarkröfunnar.
„Ég er alveg búinn að taka út
höfundarlaunin mín næstu fjög-
ur árin,“ segir Jóhann. Krafan á
hendur honum varðandi 48 millj-
ón króna málskostnaðinn verður
tekin fyrir í Los Angeles 5. júní.
Eins og fram hefur komið lýsir lög-
maður hans kröfunni sem svívirði-
legri í andmælum til réttarins.
Meðal þess sem dómari tiltók
fyrir í frávísun sinni er að Sökn-
uður og You Raise Me Up sæki
bæði byggingu sína til írska þjóð-
lagsins Danny Boy. Jóhann segir
að það fráleitt. Fyrrnefndu lögin
tvö séu miklu líkari innbyrðis en
hvort um sig írska laginu. Enskur
lögmaður sem greindi mál hans
árið 2008 hafi strax þá bent á að sé
textinn við You Raise Me Up sung-
inn við lagið Söknuð eftir Jóhann
hljómi það áfram eins og You Raise
Me Up en sé textinn sunginn við
Danny Boy sé eins og verið sé að
syngja Danny Boy. „Þetta er mjög
af hjúpandi og þeir sem hafa talað
um Danny Boy í þessu samhengi
hætta því.“ gar@frettabladid.is
Áfrýjar fyrir Jóhann
sem gefst ekki upp
Lagastuldarmálinu um Söknuð var í vikunni vísað til áfrýjunardómstóls Los
Angeles af lögmanni Jóhanns Helgasonar. Kostnaður hleðst upp og hefur
Jóhann meðal annars ráðstafað höfundarlaunum sínum næstu fjögur árin.
HONG KONG Kínversk stjórnvöld
áforma nú að setja ný lög um þjóð-
aröryggi í Hong Kong. Þetta kom
fram í máli talsmanns kínverska
þingsins í gær. Samkvæmt fjöl-
miðlum í Hong Kong er lögunum
ætlað að koma í veg fyrir öll utan-
aðkomandi afskipti af málefnum
sjálfstjórnarhéraðsins.
Kínverska þingið kemur til starfa
í dag og mun fjalla um málið. Gríð-
arleg mótmæli spruttu upp í Hong
Kong á síðasta ári vegna lagafrum-
varps sem hefði heimilað framsal
grunaðra glæpamanna til Kína.
Stjórnarandstæðingar í Hong
Kong hafa lengi barist gegn lögum
um þjóðaröryggi. Þeir telja slík
áform ógna sjálfstjórn héraðsins
sem hefur verið tryggð með megin-
reglunni „eitt land, tvö kerfi“ frá því
að Bretar létu af stjórninni 1997.
Reuters fréttastofan hafði eftir
stjórnarandstöðuþingmanninum
Dennis Kwok að verði löggjöfin
samþykkt muni það þýða endalok
Hong Kong. Donald Trump Banda-
ríkjaforseti sagði að Bandaríkin
myndu bregðast harkalega við láti
Kínverjar verða af áformunum. – sar
Fyrirhuguð lagasetning veldur ólgu
Talsmaður kínverska þingsins á fréttamannafundi í gær. MYND/GETTY
Scheveningen í Hollandi MYND/GETTY
COVID-19 Hækkandi hitastig og til-
slakanir á útgöngu- og samkomu-
bönnum urðu til þess að almenn-
ingur í norðanverðri Evrópu nýtti
frídaginn í gær og f lykktist á bað-
strendur. Yfirvöld og sérfræðingar
hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni.
Í fyrradag lokuðu þrír bæir í norð-
vesturhluta Frakklands ströndum
sínum vegna þess að fólk hafði ekki
virt fjarlægðarmörk. Um síðustu
helgi voru hundruð stranda í Frakk-
landi opnaðar fyrir hlaupara, sund-
fólk og veiðar en ekki fyrir sólböð.
Mikill fjöldi heimsótti strandir
Hollands og hvöttu sveitarfélög
Þjóðverja til að fara ekki yfir landa-
mærin til að fara á ströndina. Gripið
var til þeirra ráða að loka vegum í
strandbænum Vlissingen. Í Lim-
burg-Noord, sem er nálægt landa-
mærunum að Þýskalandi, vöruðu
yfirvöld við því að þeir sem ekki
virtu reglur yrðu sektaðir.
Yfirvöld í Southend á suðurströnd
Englands íhuga nú einnig aðgerðir
eftir að strandir fylltust af fólki. – sar
Flykktust á ströndina
INDLAND Rúmlega áttatíu manns
létu lífið og þúsundir misstu heimili
sín vegna fellibylsins Amphan sem
reið yfir borgir og bæi við strendur
Indlands og Bangladess í fyrradag.
Stjórnvöld keppast nú við að veita
íbúum aðstoð á svæðum sem hafa
mörg hver þegar orðið fyrir barðinu
á kórónuveirunni á undanförnum
vikum.
Flóð og rústir hafa hamlað sam-
göngum og torveldað björgunarað-
gerðir.
Talið er að nokkrir dagar geti liðið
áður en stjórnvöld átti sig fyllilega
á umfangi eyðileggingarinnar og
fjölda þeirra sem hafa slasast.
Amphan er sagður vera öflugasti
fellibylur sem mælst hefur í Bengal-
f lóa og skildi hann eftir sig slóð
eyðileggingar. Um er að ræða fyrsta
ofurfellibylinn á svæðinu frá 1999.
Fjöldi heimila eru gjörónýt, brýr
hafa losnað frá undirstöðum sínum
og svæði í dreifbýli eru án rafmagns
og fjarskipta. – eþá
Meira en 80 manns létu
lífið af völdum Amphan
Amphan er talinn
öflugasti fellibylurinn sem
mælst hefur í Bengalflóa.
2 2 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð