Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 1 7 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 2 . M A Í 2 0 2 0 Nýr Škoda Superb iV Rafmagn & bensín Verð frá 5.190.000 kr.HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/skodasalur www.skoda.is Fjöldi manns lagði leið sína á Klambratún í gær þar sem veitingamenn höfðu lagt matarvögnum og seldu borgarbúum skyndibita. Flestir voru úlpuklæddir þrátt fyrir ágætt veður. Miðað við veðurspána ætti þeim að vera óhætt að skilja úlpurnar eftir heima um helgina því spáð er blíðviðri á Suðvesturlandi bæði í dag og á morgun og allt að 18 stiga hita. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL Frumvarp forsætis- ráðherra um breytingar á ýmsum lögum um eignarráð og nýtingu jarða mætir nokkuð harðri and- stöðu meðal landeigenda. Meðal markmiða frumvarpsins er að sporna gegn of mikilli samþjöppun í eignarhaldi lands og uppkaupum erlendra lögaðila á íslensku jarð- næði en undirbúningur frumvarps- ins hófst um svipað leyti og breski auðmaðurinn Jim Ratcliffe jók enn við jarðeignir sínar hér í fyrra. Í umsögnum um frumvarpið er því haldið fram að tiltekin ákvæði frumvarpsins fari í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um eignarrétt, atvinnufrelsi og jafnræði. Með umsögn Veiðifélagsins Strengs í Vopnafirði, sem er að mestu í eigu Ratcliffes, fylgir ítarlegt lögfræðiálit Dr. Carls Baudenbacher, fyrrver- andi forseta EFTA-dómstólsins, sem unnið var fyrir Streng vegna máls- ins. Í álitinu eru færð rök fyrir því að tiltekin ákvæði frumvarpsins fari í bága við ákvæði EES-samningsins. Ákvæðið sem helst sætir gagn- rýni varðar áskilnað um samþykki ráðherra fyrir aðilaskiptum að landi ef kaupandi eða aðilar honum tengdir eiga samanlagt 1.500 hekt- ara lands fyrir. Gagnrýnt er hve opið og vítt vald ráðherra hefur til að samþykkja eða banna aðilaskiptin. En í álitsgerð Bauden bachers fyrir Streng er sérstaklega fjallað um ákvæði þess efnis að ef kaupandi eða tengdir aðilar eigi samanlagt 10.000 hektara lands eða meira skuli ráðherra synja umsókn um aðilaskipti nema unnt sé að sýna fram á sérstaka þörf kaupanda fyrir meira landrými. Í álitinu segir að þótt frumvarpið hafi í sjálfu sér lögmæt markmið, feli 10.000 hektara hámarkið í sér óréttlætanlega takmörkun á frjálsu flæði fjármagns og frelsi til atvinnu- rekstrar. Þá sé meðalhófs ekki gætt þar sem vægari úrræði virðist til- tæk, ákvæði frumvarpsins fari í bága við meginreglur um jafnræði fyrirsjáanleika laga. „Það kemur mér ekki á óvart að þeir sem hafa verið að safna að sér jörðum leggist gegn takmörkunum á slíkri samþjöppun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og bætir við: Ég vænti þess að sérfræðingar sem unnu málið fyrir mig muni bregðast við þessum athugasemd- um.“ – sar Telur frumvarpið í andstöðu við EES Frumvarp forsætisráðherra um takmarkanir á eignarhaldi jarða mætir andstöðu meðal hagsmunaaðila sem segja það andstætt stjórnarskrá. Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins segir það fara gegn EES-samningnum í áliti sem félag í eigu Jims Radcliff aflaði. Það kemur mér ekki á óvart að þeir sem hafa verið að safna að sér jörðum leggist gegn takmörkunum á slíkri samþjöppun eigna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.