Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 16
Molta þykir frábær jarð-vegsbætir en hún gerir jarðveginn frjósamari og heilbrigðari og með jarðgerðinni er hægt að nýta lífrænan úrgang til uppgræðslu fyrir gróðursetningu og sem áburð. „Lífrænn úrgangur veldur lang- varandi myndun gróðurhúsaloft- tegunda ef hann er urðaður og því er jarðgerð frábær leið til þess að bæta umhverfið. Þetta er því gott skref inn í grænt hringrásar- hagkerfi, að nýta betur það sem við höfum í stað þess að kaupa innfluttan áburð,“ segir Líf Lárus- dóttir, markaðsstjóri Terra. Hvernig hefja skal moltugerð í jarðgerðartunnu Líf segir mikilvægt að setja 10-15 sentimetra lag af fínklipptum trjá- greinum í botn tunnunnar þegar hefja á moltugerð í jarðgerðar- tunnu. Það er gert til þess að búa til loftrými, sem flýtir fyrir rotnun. Næst skal bæta lagi af fínum garðúrgangi, lauf blöðum og grasi ofan á trjágreinarnar. Því næst er tilbúin molta eða næringarrík mold sett í tunnuna. „Í fyrstu má einungis setja garða- og grænmetisafganga í tunnuna. Svo þarf að bíða þangað til niðurbrot er hafið. Þetta tekur vanalega nokkrar vikur, þá má bæta við kjöt- og fiskafgöngum,“ útskýrir Líf. „Í jarðgerðartunnunni fer fram lífræn öndun eða loftháð niður- brot. Hitastig í tunnunni getur farið allt upp í 60-70°. Ef jarð- gerðartunnan er einangruð þá næst meiri hraði í þetta ferli. Við þetta hitastig eyðileggjast f lestöll fræ til dæmis arfafræ. Flestar gerðir óæskilegra baktería svo sem E.coli, Enterococcus og Salmonella drepast einnig.“ Eitt kíló af lífrænum úrgangi verður að um það bil 0,6 kílóum af moltu. Líf segir að ferlið sé nánast lyktarlaust en ef úrgangurinn er farinn að lykta er hann sennilega of blautur. „Þá er gott að bæta við þurrum Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Líf segir mikil- vægt að blanda úrganginum vel saman í tunn- unni. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ANTON BRINK Í fyrstu má einungis setja garða- og grænmetisúr- gang í tunnuna. Svo þarf að bíða þangað til niðurbrot er hafið, þá má bæta við kjöt- og fisk- afgöngum. Þegar moltan er tilbúin er að gott að dreifa um tíu sentimetra óblönduðu lagi af henni í blómabeð, í matjurtagarða eða við tré og runna. Framhald af forsíðu ➛ garðúrgangi. Heimilisúrgangi þarf að blanda vel saman við moltuna. Hrærið. Ekki skilja heimilisúr- ganginn bara eftir efst á toppi hrúgunnar. Blandið vel. Þetta heldur rotnun gangandi , jafnvel í frostköldu veðri.“ Hvað má fara í jarðgerðartunnuna? Mikilvægt er að ekkert fari í jarð- gerðartunnuna sem ekki má fara þangað. Líf segir að eftirfarandi úrgangur megi fara í tunnuna: n Ávextir og grænmeti n Kjöt- og fiskafgangar n Mjólkurvörur n Egg, eggjabakkar og eggjaskurn n Brauð n Kaffi, te n Kaffisíur og tepokar n Hveiti, pasta og hrísgrjón Hún nefnir líka annan lífrænan úrgang svo sem: n Pappírsþurrkur n Visnuð blóm n Aðrar plöntur n Sag Auk þessi má allur garðúrgangur fara í tunnuna eins og: n Gras n Mosi n Niðurklipptar runnagreinar n Trjákurl „Niðurrifin dagblöð eða pappi má líka gjarnan fara í tunnuna því þessi úrgangur er kolefnisríkur og er stundum kallaður stoðefni. Til að fá rétta blöndu af stoðefnum á móti næringarefnum í tunnuna, þarf að gæta að góðri dreifingu framangreindra efna og úrgangs. Einnig er hægt að kaupa sérstök stoðefni sem tryggja rétta með- ferð,“ segir Líf. „Mikilvægt er að hafa fjölbreytt- an lífrænan úrgang í tunnunni, það tryggir bestu moltuna. Eins er mikilvægt að blanda og hræra vel.“ Eftirfarandi er úrgangur sem Líf nefnir sérstaklega að þurfi að forðast að setja í moltutunnuna. n Stór bein n Timbur n Ryksugupoka n Gler og plast n Ösku og kol n Hunda- og kattasand n Ólífrænan úrgang n Einhæfan úrgang Lokaferli við moltugerð Moltugerð getur tekið vikur og mánuði. Það veltur allt á því hvað sett er í tunnuna, hvort lofti um úrganginn, fjölbreytileika úrgangsins og að hrært sé reglulega í tunnunni. „Þegar moltan er tilbúin er gott að dreifa um tíu sentimetra óblönduðu lagi af henni í blóma- beð, í matjurtagarða eða við tré og runna. Á vorin er gott að dreifa moltunni nokkrum vikum fyrir sáningu eða plöntun,“ segir Líf. „Ef ætlunin er að planta blómum eða trjám er mjög gott að blanda saman moltu og mold í hlutföll- unum einn hluti af moltu og tveir hlutar af mold. Lífrænn úrgangur verður að moltu, allt í garðinum þínum!“ Úrvals jarðgerðartunna frá Terra sem er einangruð Terra hefur um árabil framleitt moltu og lagt mikinn metnað í þá framleiðslu. Terra starfar meðal annars með Landgræðslunni og er með verkefni í gangi að nota moltu við uppgræðslu á örfoka svæðum. „Við hjá Terra hvetjum alla til þess að setja lífrænan úrgang á réttan stað og jafnvel að hefja sína eigin heimajarðgerð. Við bjóðum upp á úrvals jarðgerðartunnu sem er einangruð. Einangrunin bæði flýtir fyrir niðurbrotsferlinu og gerir tunnunni kleift að standa úti við íslenskar aðstæður allt árið um kring,“ segir Líf. „Jarðgerð og garðvinna er ekki einungis sjálf bær lífsstíll heldur er friðsemdin og útiveran góð fyrir þig. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að gerlar og efni í mold og moltu geti haft jákvæða virkni á andlega heilsu. Það kætir því, bætir og hressir að vaða með berar hendur ofan í moldina og garð- verkin.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.