Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2020, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 02.06.2020, Qupperneq 6
Ríkisstjórnin getur að mati Landvernd- ar nú fylgt eftir yfirlýsingum sínum um 40 prósenta sam- drátt í losun gróðurhúsaloft- tegunda fyrir 2030 af fullum krafti. Auður Önnu Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Landverndar Ævintýrið hefst í Brimborg! Kauptu eða leigðu ferðabílinn fyrir sumarævintýrið Kauptu nýjan eða notaðan ferðabíl eða leigðu sumarbílinn í Brimborg. Öll bílaþjónusta á einum stað. Byrjaðu ævintýrið í Brimborg! Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 og 8 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 799 32% 25% 39% 48% 44% 33% 24% 35% 35% 47% 35% 25% 22% 36% 27% 39% 28% 28% 25% 25% 24% 23% 24% 32% 31% 36% 28% 22% 30% 30% 31% 33% 28% 31% 40% 29% 27% 31% 24% 28% 31% 35% 28% 28% 26% 25% 25% 17% 19% 23% 21% 21% 21% 22% 37% 34% 18% 15% 22% 29% 6% 12% 10% 13% 12% 8% 22% 23% 21% 17% 18% 20% 8% 10% 6% 4% 6% 5% 5% 5% 5% 9% 8% 7% 11% 6% 12% 8% 10% 13% 7% 9% 9% 8% 6% 10% 9% 4% 10% 9% 7% 7% 1% 9% 7% 6% 7% 9% 15% Heild FjöldiGreiningar Kyn* Aldur* Búseta* Fjölskyldutekjur (kr.) Menntun* *Marktækur munur á meðaltölum 412Karlar 387Konur 10518-24 13525-34 13335-44 12645-54 13555-65 16565+ 302Reykjavík 220Nágr. sveitarf. Rvk 277Önnur sveitarf. 93Lægri en 400 þús. 89400-549 þús. 110550-799 þús. 106800-999 þús. 94Milljón-1.249 þús. 1691.250 þús. + 76Grunnskólapróf 142Grunnsk.próf og viðbót 291Framhaldsskólapróf 259Háskólapróf ✿ Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu? Ríkisstjórn Íslands ætti að taka áskorunum Íslands vegna loftslagsbreytinga jafn alvarlega og áskorunum vegna COVID-19. n Mjög sammála n Frekar sammála n Hvorki né n Frekar ósammála n Mjög ósammála UMHVERFISMÁL „Niðurstöðurnar sýna að Íslendingar skilja alvöruna á bak við hamfarahlýnun og skilja að aðgerðirnar sem þarf til þess að sporna við þeim á viðunandi hátt eru af mjög stórum skala og þurfa að ná til allra anga samfélagsins,“ segir  Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir Landvernd segjast 61 prósent landsmanna telja að stjórnvöld hér ættu að líta vandann vegna lofts- lagsbreytinga sömu augum og hætt- una vegna Covid-19 sjúkdómsins. 17 prósent segjast vera ósammála eða mjög ósammála þessu og 22 prósent taka ekki afstöðu. „Við erum tilbúin í breytingar á samfélaginu sem niðurstöður vís- indarannsókna sýna að eru nauð- synlegar,“ segir framkvæmdastjóri Landverndar áfram. Fullyrðingin sem svarendur áttu að lýsa hversu sammála eða ósam- mála þeir væru hljóðaði svo: „Ríkis- stjórn Íslands ætti að taka áskorun- um Íslands vegna loftslagsbreytinga jafn alvarlega og áskorunum vegna Covid-19.“ Af 799 svörum eru 412 frá körl- um og 387 frá konum. Talsverður munur er á svörum kynjanna. Þann- ig segjast 70 prósent kvennanna vera sammála eða mjög sammála fyrrnefndri fullyrðingu á móti 52 prósentum karla. Þá sögðust 25 pró- sent karla vera ósammála eða mjög ósammála fullyrðingunni en aðeins 9 prósent kvenna. „Ríkisstjórnin getur að mati Landverndar nú fylgt eftir yfirlýs- ingum sínum um 40 prósenta sam- drátt í losun gróðurhúsaloftteg- unda fyrir 2030 af fullum krafti,“ segir Auður. Þá kveður Auður kjósendur styðja að gripið verði til markvissra og öflugra aðgerða þar sem niður- stöður vísindafólks og ráðleggingar sérfræðinga ráði för en ekki þrýst- ingur frá hagsmunaöflum. „Ríkisstjórnin ætti að nýta þessa stuðningsyfirlýsingu við yfirlýst markmið hennar í loftslagsmálum nú þegar inn í næstu útgáfu af aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem von hefur verið á í nokkra mánuði,“ segir Auður. Svörin voru einnig greind eftir aldri, búsetu, menntun og tekjum. Ríkisstjórnin líti á loftslagsmál sem áskorun á við COVID-19 Könnun Gallup fyrir Landvernd sýnir að talsverður meirihluti Íslendinga telur að ríkisstjórnin ætti að taka áskorunum í loftslagsmálum á sama hátt og gert hefur verið vegna COVID-19. Framkvæmdastjóri Landverndar segir ljóst að Íslendingar skilji alvöru málsins. Þeir séu tilbúnir í breytingar á samfélaginu. Úr þeim má lesa að þeir sem eru yngri, betur menntaðir, tekjulægri og búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða nærri því segjast fremur sam- mála því að taka eigi áskorunum vegna loftslagsvandans alvarlega en þeir sem eru tekjuhærri, minna menntaðir, eldri eða búa úti á landi. Segjast 70 prósent þeirra sem hafa fjölskyldutekjur undir 400 þúsund krónum á mánuði  vera sammála fullyrðingunni á móti 56 prósent- um þeirra sem eru í fjölskyldu með yfir 1.250 þúsund krónur í mán- aðartekjur. Og heldur skarpari andstæður eru eftir menntun því 71 prósent háskólamenntaðra segjast sammála á móti 47 prósentum þeirra sem ein- göngu hafa grunnskólapróf. Meðal þeirra sem eru með grunn- skólapróf er jafnframt hæsta hlut- fall þeirra sem segjast hvorki vera sammála né ósammála fullyrðing- unni sem sett er fram, 37 prósent. Í hópi háskólamenntaðra er að sama skapi lægsta hlutfall þeirra sem ekki taka afstöðu, eða 15 pró- sent.   gar@frettabladid.is VEÐUR Von er á nokkuð snörpu kuldakasti á landinu á föstudag samkvæmt spákortum á vefsíðu Veðurstofunnar. Hitastig mun lækka strax aðfara- nótt fimmtudags með frosttölum sums staðar á Norðurlandi og Austanlands. Enn meira frost tekur síðan við aðfaranótt föstudags og mun það teygja sig á föstudagskvöld suður að Þingvallavatni og Hellis- heiði samkvæmt spánni. Fyrir norðan og á Austurlandi fylgir snjókoma strax á fimmtu- dagskvöld. Það sama gildir um mið- hálendið. Ekki er útilokað að færð á vegum spillist vegna þessa hrets. Frost helst nyrðra fram á laugardag en þá er spáð mun hlýrra veðri og heiðskíru Sunnanlands.  – gar Spákort bjóða upp á kuldakast Spá Veðurstofunnar fyrir föstudag. STJÓRNMÁL Niðurstöður könnunar EMC Rannsókna sýna að Joe Biden myndi hljóta tæplega 96 prósent gildra atkvæða á meðal Íslendinga í forsetakosningunum í Bandaríkj- unum í nóvember. Donald Trump myndi fá rúmlega 4 prósent. Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu EMC Rannsókna myndi Trump fá 6 prósent atkvæða karla, en einungis 2 prósent hjá konum. Fylgi við Trump eykst með hækkandi aldri. Hann fengi 6 prósent atkvæða frá 55  ára eða eldri, en aðeins 1 pró- sent þeirra sem eru 18 til 34 ára. Kjósendur Miðflokksins eru lík- legastir til að segjast myndu kjósa Trump eða 29 prósent. Helmingur telur að Trump muni sigra og helm- ingur telur að Biden verði forseti. Svarendur voru 700. – gar Fylgi Trump á Íslandi sáralítið 96 prósent Íslendinga myndu kjósa Joe Biden. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.