Fréttablaðið - 02.06.2020, Page 8

Fréttablaðið - 02.06.2020, Page 8
Að endurmeta yfir 200 þúsund fast- eignir árlega er eitt stærsta verkefni Þjóðskrár Íslands. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Margir hafa komið að þessum stóra áfanga og lagt blóð, svita og tár í það. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður Því lægi efnið einfald- lega með Krakkafréttum og Stundinni okkar. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 VERÐ FRÁ: 11.990.000 KR. JEEP® WRANGLER RUBICON • BENSÍN 273 HÖ / DÍSEL 200 HÖ • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • ROCK-TRACK® FJÓRHJÓLADRIF • SELECT-TRAC® MILLIKASSI • TRU-LOCK® 100% DRIFLÆSINGAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • AFTENGJANLEG JAFNVÆGISSTÖNG AÐ FRAMAN • HEAVY DUTY FRAM- OG AFTURHÁSING • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ FÁANLEGUR MEÐ 35”, 37” EÐA 40” BREYTINGU Á ALVÖRU JEPPA MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI STAÐALBÚNAÐUR M.A.: FERÐASTU UM ÍSLANDALLT BÍLL Á MYND: JEEP® WRANGLER RUBICON 35” BREYTTUR MENNING Forseti Íslands af henti Þjóðminjasaf ni Íslands f y r ir skemmstu hin íslensku safnaverð- laun 2020, fyrir árangur í tengslum við nýja Varðveislu og rannsóknar- miðstöð Þjóðminjasafns Íslands og handbók um varðveislu þjóðminja. Miðstöðin var vígð á síðasta ári og samkvæmt þjóðminjaverði eru ný viðmið á sviði þjóðminjavörslu og safnastarfs sett með starfseminni. „Þetta er mikil hvatning og við metum mikils að fá þessa viður- kenningu frá fagaðilum á sviðinu,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir, þjóð- minjavörður. „Margir hafa komið að þessum stóra áfanga og lagt blóð, svita og tár í það.“ Í Miðstöðinni er sérútbúið hús- næði til varðveislu og rannsókna með varðveislurýmum, með hita og rakastillingum, rannsóknar- og kennsluaðstöðu og forvörsluverk- stæðum. Þar er vel hugað að öryggi, svo sem bruna-, jarðskjálfta- og inn- brotsvörnum. Áður var stór hluti safnkostsins í bráðabirgðaaðstöðu sem ekki uppfyllti faglegar kröfur. „Já, þrengslin voru of mikil, varnir ekki nægar og ekki hægt að stýra varðveisluskilyrðum eins og nú. Nú á hver hlutur sinn stað og við kjöraðstæður“ segir Margrét. „Í Miðstöðinni er aðstaða til rann- sókna og sérhæfðrar forvörslu.“ Nefnir hún sem dæmi að við- kvæmar fornleifar sem þar geta strax farið viðeigandi meðferð í sérútbúinni aðstöðu með tækja- búnaði til þess tryggja varðveisluna. Svo sem ef víkingasverð finnst þá geti það farið strax í þurra geymslu til að það hrörni ekki. Einnig væri hægt að mynda það á staðnum, en ekki leita til annarra eins og oft þurfti áður. Margrét segir verkefnið eiga sér langan aðdraganda. Árið 2013 hafi verið mörkuð stefna um málið og síðan var ákveðið með nýtt húsnæði árið 2015. Þá var hafist handa við að koma öllu rétt fyrir. Hefur flutn- ingur, f lokkun og frágangur safn- kostsins staðið yfir frá árinu 2016, meðal annars jarðfundinna gripa og hvers kyns fornmuna, mynda- og þjóðháttasafn og muni tengda húsa- safninu, sem er um allt land. „Það er mikilvægt að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni og því er Miðstöðin á þremur stöðum og þar fyrir utan er mikilvægur hluti til sýnis í Þjóðminjasafninu og Safnahúsinu og í láni hjá öðrum viðurkenndum söfnum um landið.“ segir Margrét. „Þjóðminjarnar eru ómetanlegar og því fylgir mikil ábyrgð varðveita það einstaka frumheimildasafn um líf fólks allt frá landnámi við réttar aðstæður um ókomna tíð.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Kaflaskil hjá Þjóðminjasafni í varðveislu fágætra fornmuna Þjóðminjasafnið fékk safnaverðlaunin fyrir nýtt varðveislu- og rannsóknarsetur á Tjarnarvöllum. Þjóð- minjavörður segir setrið marka kaflaskil því áður hafi gripir verið geymdir við óboðleg skilyrði. Segja má að aðstaðan sé eins konar hátæknisjúkrahús fyrir fornminjar, þar sem hita- og rakastigi er stýrt. Sullaveikisbandormur, sem sérfræðingurinn Joe Walser heldur á, er geymdur á Tjarnarvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMFÉLAG Heildarverðmæti fast- eigna verður tæplega níu þúsund og fimm hundruð milljarðar króna samkvæmt Þjóðskrá Íslands, sem gefur út nýtt fasteignamat í dag sem gildir fyrir árið 2021. Nemur hækkunin 2,1 prósenti frá yfir- standandi ári. Hið nýja mat hækkar því umtalsvert minna en það gerði milli áranna 2019 og 2020, en þá var hækkunin 6,1 prósent. Fram kemur í tilkynningu að heildar fasteignamat á höfuð- borgarsvæðinu hækkar um 2,2 prósent en um 1,9 prósent á lands- byggðinni. Þar af er mest hækkun á Vestfjörðum eða 8,2 prósent, um 6,5 prósent á Norðurlandi vestra, 3,5 prósent á Austurlandi og um 2,2 prósent á Suðurlandi, 1,9 prósent á Norðurlandi eystra, um 0,4 pró- sent á Vesturlandi. Hins vegar varð lækkun um 0,5% á Suðurnesjum. Af einstaka bæjarfélögum hækk- ar heildarfasteignamat mest á Ísa- firði eða um 11,2 prósent, um 8,8 prósent í Akrahreppi og 8,5 prósent í Tálknafjarðarhreppi og á Blöndu- ósi. Mest lækkun er í Skorradals- hreppi og sveitarfélaginu Vogum þar sem fasteignamatið lækkar um 3,6 prósent. „Að endurmeta yfir 200 þúsund fasteignir árlega er eitt stærsta verk- efni Þjóðskrár Íslands. Á hverju ári fer mikil vinna í að bæta okkar aðferðir og nýta nýjustu tækni til að styðja við útreikninga fast- eignamats. Að þessu sinni hefur meðal annars gervigreind verið hagnýtt við matið sem styrkir þær aðferðir sem unnið er eftir og eykur nákvæmni í okkar vinnu,“ er haft eftir Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár í tilkynningu. Hún segir litlar breytingar að þessu sinni miðað við undangengin ár. „Það ætti ekki að koma á óvart að þegar dregur úr verðhækkunum á fasteignamarkaði þá eru breytingar á fasteignamati í takt við þá þróun.“ – jþ Fasteignir á Vestfjörðum hækka mest í fasteignamati næsta árs FJÖLMIÐLAR Fjölmiðlanefnd hefur sektað RÚV um 1,2 milljónir króna fyrir að gera norsku þáttaröðina Exit, sem  í sýningum stofnunar- innar nefndist Útrás, aðgengilega börnum án möguleika á aðgangs- stýringu. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að með þessu hafi RÚV brotið ákvæði fjölmiðlalaga um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni. Málið hófst  í kjölfar kvörtunar frá Símanum en þar  sagði  að um einstaklega gróft efni væri að ræða sem væri bannað börnum yngri en 16 ára. Engar aðgangsstýringar væru til staðar í spilara RÚV til verndar börnum og ungmennum og því lægi efnið „einfaldlega þarna með Krakka fréttum og Stundinni okkar“. Fram kemur í ákvörðun Fjöl- miðlanefndar að eftir að kvörtunin barst hafi RÚV útfært aðvörun í spilara sínum. Þetta teljist ekki við- eigandi tæknileg ráðstöfun að mati nefndarinnar en í samskiptum hennar við RÚV kom fram að unnið sé að útfærslu ráðstafana í samræmi við lögin. Ítarlegri frétt má finna á frettabladid.is. – eþá Sektar RÚV fyrir sýningu á grófu myndefni Aðvörun í spilara var ekki talin full- nægjandi að mati fjölmiðlanefndar. 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.