Fréttablaðið - 02.06.2020, Síða 36

Fréttablaðið - 02.06.2020, Síða 36
Raf bíllinn er miklu frískari að keyra þrátt fyrir aukna þyngd. Volkswagen e-Up er ein- faldur bíll á að líta og nánast eins og bensín- bíllinn í útliti. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Farangursrými er 251 lítri sem er ágætt í samanburði við keppinautana. Rafmótorinn er 81 hestafl sem er ekki mikið en þó 22 hestöflum meira en bensínvélin. Mælaborðið er einfalt og ofan á miðjustokki er karfa fyrir snjallsíma. Með tilkomu VW e-Up er kominn á markaðinn lítill raf- bíll sem er nánast samkeppnis- hæfur við bensínbíl í verði. Litli raf bíllinn frá Volkswagen er nú kominn með helmingi stærri rafhlöðu og drægi sem bætir 100 km við. Það gerir hann næstum samkeppnishæfan við bíla eins og Renault Zoe, en bara næstum því, þar sem Zoe kemst mun lengra á hleðslunni. Það skemmtilega við raf bíla Volkswagen hingað til er að þeir hafa búið til rafútgáfur af tegundum sem fólk þekkir og treystir. Það er þó allt að fara að breytast með algerlega nýjum raf- bílum sem eru smíðaðir frá grunni sem slíkir. VW e-Up er það ekki en athyglisverður samt sem áður fyrir margt. Einfaldur að gerð Þegar maður sest bak við stýrið á e-Up raf bílnum líður manni í smástund eins og um bensínbíl sé að ræða. Það er hefðbundinn lykill sem þarf að snúa til að ræsa bílinn og handbremsan er meira að segja af gömlu gerðinni. Satt best að segja er búnaðurinn frekar fátæk- legur í grunngerðinni þótt sjá megi veglínuskynjara og upphitaða framrúðu. Hann er búinn ein- faldasta upplýsingakerfi sem völ er á, en fara þarf í Style-útfærslu til að fá vel búinn bíl. Þá bætast líka við fjarlægðarskynjarar, bakkmynda- vél, hraðastillir, aðgerðarstýri, díóðu-innilýsing, betri hljómtæki og tvílitur. Ofan á miðjustokki er karfa fyrir snjallsíma til að hægt sé að nota leiðsögukerfi gegnum smáforrit. Rýmið í bílnum frammí er nokkuð gott og sætin þægileg miðað við bíl af þessari stærð. Plássið minnkar eftir því sem aftar er farið og farangursrými er aðeins 251 lítri, sem þó er það sama og í bensínbílnum. Raundrægi sem má treysta Rafhlaðan í e-Up bætir næstum 300 kílóum við eigin þyngd bílsins miðað við bensínútgáfuna, en hún er líka bara um 60 hestöfl. Raf- bíllinn er miklu frískari að keyra þrátt fyrir aukna þyngd og maður verður bara var við hana þegar bílnum er ekið á hraðahindrun eða of skarplega í beygju. Bíllinn virkar nokkuð snöggur af stað en þar sem hámarkshraðinn er aðeins 130 km er millihröðunin þann- ig að maður hugsar sig um áður en maður reynir framúrakstur. Á meðan á reynsluakstrinum stóð þurfti að skreppa til Hveragerðis og það þótti tilvalið til að reyna á raundrægi bílsins. Hellisheiðin reynir á þann þátt með brekkum og vindi þannig að flestir bílar hafa tapað meira drægi en þeim 44 km sem leiðin er. Merkilegt nokk, eftir aksturinn fram og til baka var bíllinn aðeins búinn að tapa 100 km af drægi sínu sem verður að teljast nokkuð nærri lagi, og eitthvað sem hægt er að treysta á. Þar að auki bætti hann 7 km við drægi sitt eftir að bremsuhleðslan hafði unnið fyrir sínu á leið niður Kambana. Bíllinn var keyrður í Eco á leiðinni sem er millistig sem slekkur á hlutum eins og miðstöð. Langódýrasti rafbíllinn Það má bera VW e-Up saman við aðra bíla á tvo vegu. Í fyrsta lagi mætti bera kaup á honum saman við kaup á bensíndrifnum VW Up sem líklegast myndi kosta eitthvað svipað hérlendis eða tæplega það. Vandamálið er bara að þannig útgáfa er ekki lengur í boði á verðlista Heklu. Hins vegar má reyna að finna aðra raf bíla af minni gerðinni og bera saman við hann út frá þáttum eins og verði og drægi. Renault Zoe er það sem manni dettur fyrst í hug en hann kostar 4.450.000 kr. og hefur 383 km drægi. Bíll sem hefur svipað drægi af svipaðri stærð er Mini Cooper SE sem kemst 270 km á hleðslunni og kostar frá 4.690.000 kr. Loks er Honda e væntanlegur með 220 km drægi en hann kostar frá 4.290.000 kr. Ljóst er því að enginn raf bíll af minni gerðinni keppir við verðið á VW e-Up sem kostar aðeins 2.990.000 kr. og aðeins þarf að bæta við 360.000 kr. til að fá mjög vel búinn bíl í Style útfærslu. Rafbíll á svipuðu verði og bensínbíll KOSTIR OG GALLAR VW e-Up Grunnverð: 2.990.000 kr. Hestöfl: 82 Tog: 210 Newtonmetrar Hröðun 0-100 km: 11,9 sek. Hámarkshraði: 130 km/klst. Rafhlaða: 36,8 kWst Drægi: 260 km Hraðhleðsla 80%: 1 klst. Hleðslutími 230V: 16 klst. 15 mín. L/B/H: 3.600/1.645/1.492 mm Hjólhaf: 2.417 mm Veghæð: 135 mm n Drægi sem má treysta n Verð n Þungur í beygjum n Lítill búnaður í grunngerð KOSTIR GALLAR Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is 8 BÍLAR 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.